Rúrik færist nær Charlton

Rúrik Gíslason, 17 ára leikmaður HK í 1.deild, er staddur í London í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildaliðinu Charlton. Sóknarmaðurinn ungi hefur leikið 12 leiki með HK í 1.deild og gert eitt mark. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Rúrik en standist hann læknisskoðun má búast við því að gengið verði frá samningi í dag. Fyrir hjá Charlton er Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður.