Spænski boltinn í gær

Spánarmeistarar Barcelona náðu aðeins markalausu jafntefli á útivelli gegn Alaves í opnunarleik deildarinnar í gærkvöld. Valencia lagði Real Betis að velli 1-0, með marki Pablos Aimar. Athletic Bilbao skellti grönnum sínum í Baskalandi Real Sociedad með þremur mörkum gegn engu. Fran Yeste, Llorente og Luis Prieto skoruðu mörkin. Fyrstu umferðinni lýkur í dag með sjö leikjum. Real Madrid verður í eldlínunni á útivelli gegn nýliðum Cadiz og verður leikurinn á Sýn klukkan 20.20 í kvöld.