Íslenski körfuboltinn

VÍS Bikarinn: Grindavík áfram eftir framlengingu | KR úr leik
16 liða úrslitum í VÍS bikar karla 2021 lauk í kvöld með sjö leikjum.

Íslandsmeistararnir dottnir út úr bikarnum
Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn duttu i kvöld út úr VÍS bikar karla í körfubolta þegar þeir þurftu að lúta í lægra haldi fyrir ÍR.

Benedikt svarar fyrir sig í kjölfar fréttaflutnings Mannlífs
Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta sem og Njarðvíkur í efstu deild karla, birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann fór yfir málin í kjölfar fréttaflutnings Mannlífs sem gaf í skyn að Benedikt væri haldin kvenfyrirlitningu.

Þór Akureyri fær írskan liðsstyrk
Þórsarar frá Akureyri hafa samið við írska landsliðsmanninn Jordan Blount um að leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Blount kemur frá Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni.

Grískur reynslubolti til Njarðvíkur
Njarðvík heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil í efstu deild karla í körfubolta og ljóst er að liðið ætlar sér stóra hluti í vetur.

Sinisa Bilic til liðs við nýliða Breiðabliks
Slóveninn Sinisa Bilic mun leika með nýliðum Breiðabliks á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann kemur til liðsins frá Val, en hann hefur einnig leikið með Tindastól í efstu deild á Íslandi.

Sigrún Sjöfn síðasta systirin til að yfirgefa Skallagrím
Fjölnir hefur heldur betur styrkt sig fyrir komandi tímabil í efstu deild kvenna í körfubolta. Hin 32 ára gamla Sigrún Sjöfn Ámundadóttir mun leika með liðinu á komandi leiktíð.

Bakvörðurinn Basile til Njarðvíkur
Bandaríkjamaðurinn Dedrick Basile mun leika með Njarðvík í efstu deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Basile átti stórgott tímabil með Þór Akureyri á síðustu leiktíð og vonast Njarðvíkingar eftir annarri eins frammistöðu í vetur.

Richotti til Njarðvíkur
Körfuknattleiksliði Njarðvíkur hefur aldeilis borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta. Nicolas Richotti kemur frá Palencia í næst efstu deild Spánar en hann lék í áratug fyrir Tenerife í efstu deild þar í landi. Þetta kemur fram á vefnum www.karfan.is.

Haukarnir fá besta leikmann deildarinnar frá Hamri
Haukar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil í körfuboltanum og karlaliðið fékk heldur betur flottan liðstyrk í gær.

Mirza skiptir Garðabænum út fyrir Grafarvoginn
Mirza Sarajlija hefur samið við Fjölni í 1. deild karla í körfubolta og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Mirza lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en mun nú færa sig niður um deild.

Sanja Orozovic og Ciani Cryor til liðs við Fjölni
Fjölnir hefur samið við tvo leikmenn fyrir komandi tímabil í efstu deild kvenna í körfubolta. Um er að ræða Sönju Orozovic sem hefur leikið hér á landi undanfarin þrjú ár og svo Ciani Cryor sem kemur frá Bandaríkjunum.

Haukar styrkja sig fyrir komandi tímabil
Sólrún Inga Gísladóttir hefur samið við silfurlið Hauka um að leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta næstu þrjú árin. Sólrún Inga hefur undanfarin ár leikið með Coastal Georgia Mariners í bandaríska háskólaboltanum.

Sara og Hörður best en Styrmir og Elísabeth efnilegust
Leikmenn ársins í Dominos-deildunum í körfubolta koma ekki úr Íslandsmeistaraliðunum heldur úr karlaliði Keflavíkur og kvennaliði Hauka.

Slökktu fyrst á deildarmeisturum Keflavíkur og svo í gosinu
Keflvíkingar voru ekki búnir að tapa leik síðan í febrúar þegar þeir mættu Þórsurum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla í körfubolta. Þór vann þrjá af fjórum leikjum og tyggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

Spilum bara körfubolta og útkljáum þetta á vellinum
Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.

Israel Martin mun stýra Sindra á næstu leiktíð
Körfuknattleiksþjálfarinn Israel Martin mun stýra Sindra í 1. deild karla á næstu leiktíð. Martin hefur stýrt Haukum og Tindastóli hér á landi í efstu deild en reynir nú fyrir sér deild neðar.

Grindavik fullkomnaði endurkomuna með sigri í oddaleik og tryggði sér sæti í efstu deild
Eftir að hafa lent 2-0 undir í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfubolta þá fullkomnaði Grindavík endurkomuna með sjö stiga sigri í kvöld, 75-68 og vann einvígið 3-2 sem þýðir að liðið spilar í efstu deild á næstu leiktíð.

Eygló Kristín frá KR til Keflavíkur
Körfuknattleikskonan Eygló Kristín Óskarsdóttir hefur samið við Keflavík um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Hún kemur frá KR sem féll úr Domino´s deild kvenna á nýafstaðinni leiktíð.

Emil Karel: Það er bannað að hika í þessu liði
Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs frá Þorlákshöfn, var eðlilega kampakátur eftir stórsigur liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Lokatölur 115-92, en Emil segir að liðið ætli sér lengra.

Spilum ekki sem fimm einstaklingar heldur erum við fimm manna lið á vellinum
Dominykas Milka var eðlilega mjög sáttur að loknum frábærum sigri Keflavíkur á KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Níu stiga sigur Keflavíkur, 91-82, kom liðinu 2-0 yfir í einvíginu og segja má að það sé komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið.

Njarðvík í kjörstöðu í þríframlengdum leik
Njarðvík vann magnaðan tveggja stiga sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 94-92 í leik sem var þríframlengdur.

Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn
Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90.

Hamar tók forystuna
Hamar er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Vestra um laust sæti í Domino's deild karla á næstu leiktíð en fyrsti leikurinn fór fram í Hveragerði í kvöld.

Haukur Helgi í Njarðvík
Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Briem Pálsson mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð í efstu deild karla í körfubolta.

Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær
Ægir Þór Steinarsson fór á kostum þegar Stjarnan komst í 1-0 á móti Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta. Honum var boðið á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn sem maður leiksins.

Jakob Örn: Klukkan hálf níu um morguninn er maður orðinn peppaður í leikinn
Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður KR, mætti í viðtal í Körfuboltakvöld eftir oddaleik KR og Vals á föstudaginn. Hann segir það mikinn létti að þessari rimmu sé lokið.

Má alveg velta fyrir sér hversu gáfuleg ákvörðun það var að láta hana sitja út af á þessum tímapunkti
Valur vann Hauka í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino´s deildar kvenna á fimmtudagskvöld. Ákvörðun þjálfara Hauka að kippa Alyeshu Lovett af velli í síðari hálfleik vakti athygli Domino´s Körfuboltakvölds.

Jón Arnór um síðasta leik ferilsins: „Var þarna með félögunum þó ég hafi verið í öðrum búning“
Jón Arnór Stefánsson, einn albesti íþróttamaður Íslandssögunnar, hætti í körfubolta eftir tap Vals gegn KR í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöld. Hann ræddi við Körfuboltakvöld um leikinn, ferilinn og margt fleira að leik loknum.

Dúi Þór: Ég veit að ég er góður í körfubolta
Dúi Þór Jónsson átti draumaleik í kvöld á móti Grindavík. Dúi var stigahæsti leikmaður Stjörnunnar með 19 stig og var afar sáttur með að vera búinn að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit.