Jón Arnór um síðasta leik ferilsins: „Var þarna með félögunum þó ég hafi verið í öðrum búning“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2021 11:30 Jón Arnór í leiknum í gærkvöld. Það var hans síðasti leikur á ferlinum. Vísir/Bára Jón Arnór Stefánsson, einn albesti íþróttamaður Íslandssögunnar, hætti í körfubolta eftir tap Vals gegn KR í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöld. Hann ræddi við Körfuboltakvöld um leikinn, ferilinn og margt fleira að leik loknum. „Það er einhver tilfinning sem poppaði upp. Ég var ekkert búinn að undirbúa það neitt vel að hætta eða hvernig þetta yrði allt saman. Þetta er búið að vera ofboðslega löng sería og hrikalega erfið. Líkamlega og andlega, þetta er búið að líða eins og hálft ár.“ „Það er ákveðinn léttir en sársaukinn mikill að detta út og því þú ferð í þetta, þú setur allt í þetta. Þá er ofboðslega sárt að ná ekki markmiðinu en ég er búinn að upplifa svo margt skemmtilegt á ferlinum að það væri vanvirðing að vera gráta of mikið yfir þessu,“ sagði Jón Arnór aðspurður hvort það væri virkilega léttir að vera hættur en það sagði í viðtali við Vísi beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Ég er búinn að vinna nánast allt og upplifa frábæra tíma. Verið góður, lélegur og allt þetta. Ég er fyrst og fremst bara þakklátur fyrir minn feril og að fá að taka þátt í svona alvöru, alvöru rimmu. Ef þetta er síðasta rimman þá er það bara frábært,“ sagði Jón Arnór einnig. „Þetta er búið að taka rosalega á alla.“ Frá vinstri til hægri: Kristófer Acox Þórir Þorbjarnarson og Jón Arnór Stefánsson. Allir ólust upp í KR þó töluverður aldursmunur sé á milli þeirra.Vísir/Bára „Þetta var skrifað í skýin að við myndum mætast. Ég vildi fá þá rimmu og við vildum fá KR. Ég hugsa að spennufallið hefði verið gríðarlega mikið eftir þessa seríu. Ég óska KR góðs gengis að rífa sig upp fyrir næstu, þetta er búið að taka rosalega á alla. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu en ég fer bara að smíða pallinn. Kemst loksins í það núna.“ „Ég er ekki búinn að fella tár enn, það kemur seinna. Það er ótrúlega mikið af tilfinningum ólgandi inn í mér núna. Mér líður bara vel. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun,“ sagði Jón Arnór um hvernig sér liði. Jón Arnór á hliðarlínunni í gærkvöld.Vísir/Bára Jón Arnór reynir að hvetja Valsara áfram.Vísir/Bára „Ég var að vonast til að það yrði smá stemmning á pöllunum ef maður væri að leggja skónna á hilluna og ég fékk alvöru rimmu. Ég fann það alveg að ég varð að spila eitt ár í viðbót og sé heldur betur ekki eftir því. Núna finn ég að ég var búinn að ákveða þetta, var kominn á ákveðinn stað, er að fara skrá mig í nám í Háskóla Reykjavíkur þannig það er eitthvað sem er að taka við. Ég er sáttur með niðurstöðuna að vera hættur en auðvitað verður það erfitt, ég er alveg að undirbúa mig undir það líka en ég er bara nokkuð léttur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar fer Jón Arnór einnig yfir hversu andlega rimman við KR tók á, hvernig það var að heyra misfalleg orð kölluð úr stúkunni. Þá var Benedikt Guðmundsson, einn af sérfræðingum þáttarins og fyrrum þjálfari Jóns Arnórs í yngri flokkum, spurður hvernig sér liði að vita að Jón Arnór væri hættur og hvað stæði upp úr. „Sko nú fer ég að verða klökkur. Ég ætlaði bara að halda mér saman meðan hann væri hérna svo bara no comment. Ég held þetta sé erfiðara fyrir mig heldur en hann,“ sagði tilfinningaríkur Benedikt einfaldlega. „Ég var þarna niðri með félögum mínum þó ég hafi verið í öðrum búning,“ sagði Jón Arnór að lokum í viðtali eftir sinn síðasta leik á ferlinum. Klippa: Jón Arnór Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36 Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
„Það er einhver tilfinning sem poppaði upp. Ég var ekkert búinn að undirbúa það neitt vel að hætta eða hvernig þetta yrði allt saman. Þetta er búið að vera ofboðslega löng sería og hrikalega erfið. Líkamlega og andlega, þetta er búið að líða eins og hálft ár.“ „Það er ákveðinn léttir en sársaukinn mikill að detta út og því þú ferð í þetta, þú setur allt í þetta. Þá er ofboðslega sárt að ná ekki markmiðinu en ég er búinn að upplifa svo margt skemmtilegt á ferlinum að það væri vanvirðing að vera gráta of mikið yfir þessu,“ sagði Jón Arnór aðspurður hvort það væri virkilega léttir að vera hættur en það sagði í viðtali við Vísi beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Ég er búinn að vinna nánast allt og upplifa frábæra tíma. Verið góður, lélegur og allt þetta. Ég er fyrst og fremst bara þakklátur fyrir minn feril og að fá að taka þátt í svona alvöru, alvöru rimmu. Ef þetta er síðasta rimman þá er það bara frábært,“ sagði Jón Arnór einnig. „Þetta er búið að taka rosalega á alla.“ Frá vinstri til hægri: Kristófer Acox Þórir Þorbjarnarson og Jón Arnór Stefánsson. Allir ólust upp í KR þó töluverður aldursmunur sé á milli þeirra.Vísir/Bára „Þetta var skrifað í skýin að við myndum mætast. Ég vildi fá þá rimmu og við vildum fá KR. Ég hugsa að spennufallið hefði verið gríðarlega mikið eftir þessa seríu. Ég óska KR góðs gengis að rífa sig upp fyrir næstu, þetta er búið að taka rosalega á alla. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu en ég fer bara að smíða pallinn. Kemst loksins í það núna.“ „Ég er ekki búinn að fella tár enn, það kemur seinna. Það er ótrúlega mikið af tilfinningum ólgandi inn í mér núna. Mér líður bara vel. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun,“ sagði Jón Arnór um hvernig sér liði. Jón Arnór á hliðarlínunni í gærkvöld.Vísir/Bára Jón Arnór reynir að hvetja Valsara áfram.Vísir/Bára „Ég var að vonast til að það yrði smá stemmning á pöllunum ef maður væri að leggja skónna á hilluna og ég fékk alvöru rimmu. Ég fann það alveg að ég varð að spila eitt ár í viðbót og sé heldur betur ekki eftir því. Núna finn ég að ég var búinn að ákveða þetta, var kominn á ákveðinn stað, er að fara skrá mig í nám í Háskóla Reykjavíkur þannig það er eitthvað sem er að taka við. Ég er sáttur með niðurstöðuna að vera hættur en auðvitað verður það erfitt, ég er alveg að undirbúa mig undir það líka en ég er bara nokkuð léttur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar fer Jón Arnór einnig yfir hversu andlega rimman við KR tók á, hvernig það var að heyra misfalleg orð kölluð úr stúkunni. Þá var Benedikt Guðmundsson, einn af sérfræðingum þáttarins og fyrrum þjálfari Jóns Arnórs í yngri flokkum, spurður hvernig sér liði að vita að Jón Arnór væri hættur og hvað stæði upp úr. „Sko nú fer ég að verða klökkur. Ég ætlaði bara að halda mér saman meðan hann væri hérna svo bara no comment. Ég held þetta sé erfiðara fyrir mig heldur en hann,“ sagði tilfinningaríkur Benedikt einfaldlega. „Ég var þarna niðri með félögum mínum þó ég hafi verið í öðrum búning,“ sagði Jón Arnór að lokum í viðtali eftir sinn síðasta leik á ferlinum. Klippa: Jón Arnór Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36 Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25 Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KR 86-89 | Íslandsmeistararnir í undanúrslit KR er komið í undanúrslitin í Domnio's deild karla eftir sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda 86-89. Það er mál manna að sjaldan eða aldrei hafi einvígi í úrslitakeppninni verið jafn ákaflega spiluð en bæði líkami og andi leikmanna fékk að finna fyrir því í einvíginu. 28. maí 2021 23:36
Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. 28. maí 2021 22:25
Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. 28. maí 2021 22:52