Spilum bara körfubolta og útkljáum þetta á vellinum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2021 22:29 Lárus Jónsson ræðir hér við Callum Lawson í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. „Þessi sigur telur ekki neitt nema við vinnum á laugardaginn. Núna er það okkar að ná í sigur, pressan er á okkur að vinna á heimavelli,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik var algjörlega frábær. Þeir héldu deildarmeisturum Keflavíkur í 30 stigum og sérstaklega spilaði Ragnar Örn Bragason góða vörn gegn Herði Axel Vilhjálmssyni sem átti erfitt uppdráttar. „Raggi stóð sig mjög vel í einn á einn vörninni og í raun og veru allt liðið, það kannski ber mest á honum því hann er að dekka Hössa sem er mest með boltann.“ „Mér fannst við samt í 2-3 skipti vera að leka körfum, þeir ná boltanum á Deane Williams og þar eigum við að verja hringinn. Svo vorum við að missa þá tvisvar í sóknarfrákast eftir víti.“ Aðspurður hvort hann væri samt ekki ánægður með varnarleikinn í heild sinni var Lárus ekkert að lyfta sér of mikið frá jörðinni. „Sæmilega ánægður, maður má samt ekki missa frákast í vítum. Þetta er bara grundvallaratriði að stíga út, það þurfa bara tveir að stíga út Milka og einhver annar að hirða frákastið. Við erum í úrslitum þannig að þetta má ekki gerast aftur.“ Barátta Dominykas Milka og Adomas Drungilas var áhugaverð en þessir tveir Litháar háðu skemmtilega baráttu í kvöld. „Það er gaman að sjá þá kljást. Ég vona að það sé ekki eitthvað markmið hjá Keflavík að ná honum út úr húsinu. Spilum bara körfubolta.“ „Það er einn maður sem kemur inn á völlinn og gefur honum olnboga í andlitið, honum var hent út úr húsi. Spilum bara körfubolta.“ Þarna á Lárus við atvikið þegar Arnór Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, var rekinn út úr húsi fyrir að gefa Drungilas olnbogaskot. Dómararnir fóru í skjáinn og ráku Arnór út af sem líklegast var réttur dómur. „Adomas, eða litáíska ljúfmennið eins og ég kalla hann, er hér til að spila körfubolta. Hann er hér til að spila við Milka og útkljáum þetta bara á vellinum,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. „Þessi sigur telur ekki neitt nema við vinnum á laugardaginn. Núna er það okkar að ná í sigur, pressan er á okkur að vinna á heimavelli,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik var algjörlega frábær. Þeir héldu deildarmeisturum Keflavíkur í 30 stigum og sérstaklega spilaði Ragnar Örn Bragason góða vörn gegn Herði Axel Vilhjálmssyni sem átti erfitt uppdráttar. „Raggi stóð sig mjög vel í einn á einn vörninni og í raun og veru allt liðið, það kannski ber mest á honum því hann er að dekka Hössa sem er mest með boltann.“ „Mér fannst við samt í 2-3 skipti vera að leka körfum, þeir ná boltanum á Deane Williams og þar eigum við að verja hringinn. Svo vorum við að missa þá tvisvar í sóknarfrákast eftir víti.“ Aðspurður hvort hann væri samt ekki ánægður með varnarleikinn í heild sinni var Lárus ekkert að lyfta sér of mikið frá jörðinni. „Sæmilega ánægður, maður má samt ekki missa frákast í vítum. Þetta er bara grundvallaratriði að stíga út, það þurfa bara tveir að stíga út Milka og einhver annar að hirða frákastið. Við erum í úrslitum þannig að þetta má ekki gerast aftur.“ Barátta Dominykas Milka og Adomas Drungilas var áhugaverð en þessir tveir Litháar háðu skemmtilega baráttu í kvöld. „Það er gaman að sjá þá kljást. Ég vona að það sé ekki eitthvað markmið hjá Keflavík að ná honum út úr húsinu. Spilum bara körfubolta.“ „Það er einn maður sem kemur inn á völlinn og gefur honum olnboga í andlitið, honum var hent út úr húsi. Spilum bara körfubolta.“ Þarna á Lárus við atvikið þegar Arnór Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, var rekinn út úr húsi fyrir að gefa Drungilas olnbogaskot. Dómararnir fóru í skjáinn og ráku Arnór út af sem líklegast var réttur dómur. „Adomas, eða litáíska ljúfmennið eins og ég kalla hann, er hér til að spila körfubolta. Hann er hér til að spila við Milka og útkljáum þetta bara á vellinum,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00