Spilum bara körfubolta og útkljáum þetta á vellinum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2021 22:29 Lárus Jónsson ræðir hér við Callum Lawson í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. „Þessi sigur telur ekki neitt nema við vinnum á laugardaginn. Núna er það okkar að ná í sigur, pressan er á okkur að vinna á heimavelli,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik var algjörlega frábær. Þeir héldu deildarmeisturum Keflavíkur í 30 stigum og sérstaklega spilaði Ragnar Örn Bragason góða vörn gegn Herði Axel Vilhjálmssyni sem átti erfitt uppdráttar. „Raggi stóð sig mjög vel í einn á einn vörninni og í raun og veru allt liðið, það kannski ber mest á honum því hann er að dekka Hössa sem er mest með boltann.“ „Mér fannst við samt í 2-3 skipti vera að leka körfum, þeir ná boltanum á Deane Williams og þar eigum við að verja hringinn. Svo vorum við að missa þá tvisvar í sóknarfrákast eftir víti.“ Aðspurður hvort hann væri samt ekki ánægður með varnarleikinn í heild sinni var Lárus ekkert að lyfta sér of mikið frá jörðinni. „Sæmilega ánægður, maður má samt ekki missa frákast í vítum. Þetta er bara grundvallaratriði að stíga út, það þurfa bara tveir að stíga út Milka og einhver annar að hirða frákastið. Við erum í úrslitum þannig að þetta má ekki gerast aftur.“ Barátta Dominykas Milka og Adomas Drungilas var áhugaverð en þessir tveir Litháar háðu skemmtilega baráttu í kvöld. „Það er gaman að sjá þá kljást. Ég vona að það sé ekki eitthvað markmið hjá Keflavík að ná honum út úr húsinu. Spilum bara körfubolta.“ „Það er einn maður sem kemur inn á völlinn og gefur honum olnboga í andlitið, honum var hent út úr húsi. Spilum bara körfubolta.“ Þarna á Lárus við atvikið þegar Arnór Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, var rekinn út úr húsi fyrir að gefa Drungilas olnbogaskot. Dómararnir fóru í skjáinn og ráku Arnór út af sem líklegast var réttur dómur. „Adomas, eða litáíska ljúfmennið eins og ég kalla hann, er hér til að spila körfubolta. Hann er hér til að spila við Milka og útkljáum þetta bara á vellinum,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. „Þessi sigur telur ekki neitt nema við vinnum á laugardaginn. Núna er það okkar að ná í sigur, pressan er á okkur að vinna á heimavelli,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik var algjörlega frábær. Þeir héldu deildarmeisturum Keflavíkur í 30 stigum og sérstaklega spilaði Ragnar Örn Bragason góða vörn gegn Herði Axel Vilhjálmssyni sem átti erfitt uppdráttar. „Raggi stóð sig mjög vel í einn á einn vörninni og í raun og veru allt liðið, það kannski ber mest á honum því hann er að dekka Hössa sem er mest með boltann.“ „Mér fannst við samt í 2-3 skipti vera að leka körfum, þeir ná boltanum á Deane Williams og þar eigum við að verja hringinn. Svo vorum við að missa þá tvisvar í sóknarfrákast eftir víti.“ Aðspurður hvort hann væri samt ekki ánægður með varnarleikinn í heild sinni var Lárus ekkert að lyfta sér of mikið frá jörðinni. „Sæmilega ánægður, maður má samt ekki missa frákast í vítum. Þetta er bara grundvallaratriði að stíga út, það þurfa bara tveir að stíga út Milka og einhver annar að hirða frákastið. Við erum í úrslitum þannig að þetta má ekki gerast aftur.“ Barátta Dominykas Milka og Adomas Drungilas var áhugaverð en þessir tveir Litháar háðu skemmtilega baráttu í kvöld. „Það er gaman að sjá þá kljást. Ég vona að það sé ekki eitthvað markmið hjá Keflavík að ná honum út úr húsinu. Spilum bara körfubolta.“ „Það er einn maður sem kemur inn á völlinn og gefur honum olnboga í andlitið, honum var hent út úr húsi. Spilum bara körfubolta.“ Þarna á Lárus við atvikið þegar Arnór Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, var rekinn út úr húsi fyrir að gefa Drungilas olnbogaskot. Dómararnir fóru í skjáinn og ráku Arnór út af sem líklegast var réttur dómur. „Adomas, eða litáíska ljúfmennið eins og ég kalla hann, er hér til að spila körfubolta. Hann er hér til að spila við Milka og útkljáum þetta bara á vellinum,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00