Íslenski körfuboltinn Sigurganga KFÍ heldur áfram | öll úrslit kvöldsins í 1. deild karla Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurganga KFÍ frá Ísafirði heldur áfram en liðið sigraði ÍG í Grindavík örugglega 78-120. KFÍ hefur unnið alla sex leiki sína. Skallagrímur er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig eftir 7 leiki en Borgnesingar unnu Ármenninga á útivelli, 77-98. Þór frá Akureyri er eina liðið í deildinni sem er án stiga en Þórsarar töpuðu sínum sjöunda leik í kvöld og nú gegn Hetti frá Egilsstöðum 74-84. Körfubolti 18.11.2011 22:04 Þrír úrvalsdeildarslagir í bikarnum Dregið var í 32-liða úrslit Powerade-bikarkeppni karla í dag og verða þrír úrvalsdeildarslagir í umferðinni. Bikarmeistarar KR fengu Mostra frá Stykkishólmi. Körfubolti 15.11.2011 13:28 Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og er óhætt að segja að úrslit hafi verið eftir bókinni. Körfubolti 14.11.2011 21:09 Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum - Holmes með stórleik hjá Njarðvík Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og lítið um óvænt úrslit. Þór Þorlákshöfn vann fínan sigur á ÍR í Seljaskólanum 94-86. Körfubolti 13.11.2011 21:15 Snæfell - Stjarnan | 3. og 4. leikhluti í heild sinn á Vísi Leikur Stjörnunnar og Snæfells var sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Síðari hállfeikur er nú aðgengilegur á sjónvarpshluta Vísis. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður lýsti leiknum. Körfubolti 12.11.2011 15:42 Naumur sigur Snæfellinga - myndir Snæfell tók í gær stórt skref í átt að undanúrslitum Lengjubikarkeppni karla eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í gær, 95-94. Körfubolti 7.11.2011 23:09 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 94-95 Háspenna var fram á síðustu sekúndu í leik Stjörnunnar og Snæfells í Lengjubikar karla í kvöld. Sigurkarfa Ólafs Torfasonar kom af vítalínunni á lokasekúndunni. Körfubolti 7.11.2011 21:04 Njarðvík lagði Keflavík - öll úrslit kvöldsins Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í kvöld. KR og Þór Þorlákshöfn unnu sigra í sínum leikjum en mest kom þó á óvart sigur Njarðvíkinga á grönnum sínum í Keflavík. Körfubolti 7.11.2011 21:01 Úrslit kvöldsins í Lengjubikar karla Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. Grindavík og Hamar unnu sína leiki en leik KFÍ og Fjölnis var frestað. Körfubolti 6.11.2011 21:50 Úrslit og stigaskor í Lengjubikarnum - KFÍ vann Hauka á Ásvöllum Fimm leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og óvæntustu úrslitin urðu á Ásvöllum þegar 1. deildarlið KFÍ vann 79-76 sigur á Iceland Express deildarliði Hauka. Það munaði líka litlu að topplið Grindavíkur tapaði á heimavelli á móti Fjölni. ÍR, Njarðvík og Keflavík unnu hinsvegar öll nokkuð örugga heimasigra. Körfubolti 31.10.2011 21:34 KR vann eftir framlengingu - myndir KR-ingar standa vel að vígi í Lengjubikarkeppni karla en liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í A-riðli. Liðið mátti þó hafa fyrir sigrinum gegn Þór frá Þorákshöfn í gær en framlengja þurfti leikinn. Körfubolti 30.10.2011 22:49 Nonni Mæju tryggði Snæfell sigur í framlengingu Snæfell vann í kvöld nauman sigur á Tindastóli, 93-93, í framlengdum leik í Lengjubikar karla. Jón Ólafur Jónsson tryggði sigurinn af vítalínunni tveimur sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 30.10.2011 21:25 Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þ 95-94 eftir framlengingu KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig. Körfubolti 30.10.2011 20:53 Viðureign Hauka og KFÍ frestað KKÍ hefur ákveðið að fresta viðureign Hauka og KFÍ í Lengjubikar karla í kvöld þar sem ekki er flugfært á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Körfubolti 30.10.2011 16:16 Allt eftir bókinni í Lengjubikar karla í körfubolta Þrír leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í körfubolta, en KFÍ tók á móti Grindavík á Ísafirði, en suðurnesjaliðið var aldrei í vandræðum með Ísfirðingana og unnu þá með 25 stiga mun 100-75. Giordan Watson var með 18 stig og sex stoðsendingar fyrir Grindvíkinga, en Ari Gylfason gerði 29 stig fyrir KFÍ. Körfubolti 23.10.2011 21:22 Helgi Jónas leiddi ÍG til sigurs í 1. deildinni í kvöld Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur í Iceland Express deild karla í körufbolta, stýrði sínum mönnum til öruggs sigurs á Keflavík í gær en í kvöld var komið að honum sjálfum að sýna takta inn á vellinum. Körfubolti 14.10.2011 22:51 Hvað sögðu þjálfarar og leikmenn á kynningarfundi IE deildarinnar? KR er spáð sigri í karlaflokki í Iceland Express deild karla í körfuknattleik og Keflavík er spáð sigri í keppni kvennaliða í sömu deild. Arnar Björnsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 var á kynningarfundinum í Laugardalshöllinni í dag og ræddi hann við þjálfara og leikmenn. Myndböndin eru öll að finna á Vísir. Körfubolti 11.10.2011 21:01 Grindavík vann fyrsta titilinn á umdeildri flautukörfu - myndir Grindavík fagnaði í gær sigri í Meistarakeppni KKÍ í karlaflokki eftir nauman sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR í DHL-höllinni í gær, 87-85. Körfubolti 9.10.2011 22:50 KR fór illa með Keflvíkinga - myndir KR vann í gær öruggan sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Meistarakeppni KKÍ í gær. KR vann að lokum 39 stiga sigur, 88-49. Körfubolti 9.10.2011 22:53 Umfjöllun: Flautukarfa Páls Axels tryggði Grindavík sigur Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Körfubolti 9.10.2011 21:02 Margrét Kara: Náðum að drepa þær í seinni hálfleik „Við kláruðum þetta í seinni hálfleik en mér fannst þetta opið í hálfleik. Við náðum að drepa þær í seinni,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir sem átti frábæran leik í sigri KR á Keflavík í dag í Meistaraleik KKÍ. Körfubolti 9.10.2011 19:32 Umfjöllun: Stórsigur KR-stúlkna á Keflavík KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Körfubolti 9.10.2011 18:30 Ari tekur við kvennaliði KR af Hrafni Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta í stað Hrafns Kristjánssonar sem hefur stýrt liðinu undanfarið ár, rétt eins og karlaliði félagsins. Körfubolti 5.10.2011 15:14 KR-ingar Reykjavíkurmeistarar í körfubolta KR-ingar urðu í gær Reykjavíkurmeistarar í körfubolta eftir 106-96 sigur á Fjölni í úrslitaleik sem fram fór í Seljaskólanum. Þetta kemur fram á karfan.is Körfubolti 30.9.2011 08:29 Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna í Dalhúsum á sunnudaginn Keflavík og Haukar mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í ár en riðlakeppninni lauk í gærkvöldi. Keflavík hafði betur í baráttunni við KR um efsta sætið í sínum riðli en Haukar unnu alla leikina í sínum riðli örugglega. Körfubolti 27.9.2011 12:01 Keflavík og Haukar mætast í úrslitum Lengjubikars kvenna Riðlakeppni Lengjubikarkeppni kvenna í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Eftir leikina er ljóst að það verða Keflavík og Haukar sem mætast í úrslitaleiknum um helgina. Körfubolti 26.9.2011 20:59 Keflavík, Haukar og Valur unnu leiki sína í kvöld Það fóru þrír leikir fram í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukakonur eru búnar að vinna báða leiki sína í keppninni og Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu sinn fyrsta leik sem fram fór í Hólminun. Valskonur eru búnar að vinna tvo leiki í röð eftir tap í Njarðvík í fyrsta leik. Körfubolti 21.9.2011 21:14 Bannað að segja "ertu ekki að grínast" við körfuboltadómara í vetur Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltanum og körfuboltadómarar fengu afhendar áherslur og starfsreglur fyrir komandi tímabil á árlegum haustfundi sínum sem fór fram um síðustu helgi. Það má búast við fleiri tæknivillum en áður í upphafi tímabilsins því dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara. Körfubolti 20.9.2011 16:21 Njarðvík, Hamar og KR á sigurbraut í Lengjubikar kvenna Lengjubikar kvenna hófst í kvöld með þremur leikjum en hann er nú spilaður í tveimur riðlum. Njarðvík, Hamar og KR unnu öll leiki sína í kvöld. Körfubolti 15.9.2011 22:56 Karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði aftur gegn Kínverjum Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði síðari vináttulandsleiknum gegn Kínverjum í dag, en leiknum lauk með þrettán stiga sigri heimamanna, 66-79. Körfubolti 11.9.2011 14:34 « ‹ 52 53 54 55 56 57 58 59 60 … 82 ›
Sigurganga KFÍ heldur áfram | öll úrslit kvöldsins í 1. deild karla Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurganga KFÍ frá Ísafirði heldur áfram en liðið sigraði ÍG í Grindavík örugglega 78-120. KFÍ hefur unnið alla sex leiki sína. Skallagrímur er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig eftir 7 leiki en Borgnesingar unnu Ármenninga á útivelli, 77-98. Þór frá Akureyri er eina liðið í deildinni sem er án stiga en Þórsarar töpuðu sínum sjöunda leik í kvöld og nú gegn Hetti frá Egilsstöðum 74-84. Körfubolti 18.11.2011 22:04
Þrír úrvalsdeildarslagir í bikarnum Dregið var í 32-liða úrslit Powerade-bikarkeppni karla í dag og verða þrír úrvalsdeildarslagir í umferðinni. Bikarmeistarar KR fengu Mostra frá Stykkishólmi. Körfubolti 15.11.2011 13:28
Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og er óhætt að segja að úrslit hafi verið eftir bókinni. Körfubolti 14.11.2011 21:09
Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum - Holmes með stórleik hjá Njarðvík Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og lítið um óvænt úrslit. Þór Þorlákshöfn vann fínan sigur á ÍR í Seljaskólanum 94-86. Körfubolti 13.11.2011 21:15
Snæfell - Stjarnan | 3. og 4. leikhluti í heild sinn á Vísi Leikur Stjörnunnar og Snæfells var sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Síðari hállfeikur er nú aðgengilegur á sjónvarpshluta Vísis. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður lýsti leiknum. Körfubolti 12.11.2011 15:42
Naumur sigur Snæfellinga - myndir Snæfell tók í gær stórt skref í átt að undanúrslitum Lengjubikarkeppni karla eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í gær, 95-94. Körfubolti 7.11.2011 23:09
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 94-95 Háspenna var fram á síðustu sekúndu í leik Stjörnunnar og Snæfells í Lengjubikar karla í kvöld. Sigurkarfa Ólafs Torfasonar kom af vítalínunni á lokasekúndunni. Körfubolti 7.11.2011 21:04
Njarðvík lagði Keflavík - öll úrslit kvöldsins Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í kvöld. KR og Þór Þorlákshöfn unnu sigra í sínum leikjum en mest kom þó á óvart sigur Njarðvíkinga á grönnum sínum í Keflavík. Körfubolti 7.11.2011 21:01
Úrslit kvöldsins í Lengjubikar karla Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. Grindavík og Hamar unnu sína leiki en leik KFÍ og Fjölnis var frestað. Körfubolti 6.11.2011 21:50
Úrslit og stigaskor í Lengjubikarnum - KFÍ vann Hauka á Ásvöllum Fimm leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og óvæntustu úrslitin urðu á Ásvöllum þegar 1. deildarlið KFÍ vann 79-76 sigur á Iceland Express deildarliði Hauka. Það munaði líka litlu að topplið Grindavíkur tapaði á heimavelli á móti Fjölni. ÍR, Njarðvík og Keflavík unnu hinsvegar öll nokkuð örugga heimasigra. Körfubolti 31.10.2011 21:34
KR vann eftir framlengingu - myndir KR-ingar standa vel að vígi í Lengjubikarkeppni karla en liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í A-riðli. Liðið mátti þó hafa fyrir sigrinum gegn Þór frá Þorákshöfn í gær en framlengja þurfti leikinn. Körfubolti 30.10.2011 22:49
Nonni Mæju tryggði Snæfell sigur í framlengingu Snæfell vann í kvöld nauman sigur á Tindastóli, 93-93, í framlengdum leik í Lengjubikar karla. Jón Ólafur Jónsson tryggði sigurinn af vítalínunni tveimur sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 30.10.2011 21:25
Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þ 95-94 eftir framlengingu KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig. Körfubolti 30.10.2011 20:53
Viðureign Hauka og KFÍ frestað KKÍ hefur ákveðið að fresta viðureign Hauka og KFÍ í Lengjubikar karla í kvöld þar sem ekki er flugfært á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Körfubolti 30.10.2011 16:16
Allt eftir bókinni í Lengjubikar karla í körfubolta Þrír leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í körfubolta, en KFÍ tók á móti Grindavík á Ísafirði, en suðurnesjaliðið var aldrei í vandræðum með Ísfirðingana og unnu þá með 25 stiga mun 100-75. Giordan Watson var með 18 stig og sex stoðsendingar fyrir Grindvíkinga, en Ari Gylfason gerði 29 stig fyrir KFÍ. Körfubolti 23.10.2011 21:22
Helgi Jónas leiddi ÍG til sigurs í 1. deildinni í kvöld Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur í Iceland Express deild karla í körufbolta, stýrði sínum mönnum til öruggs sigurs á Keflavík í gær en í kvöld var komið að honum sjálfum að sýna takta inn á vellinum. Körfubolti 14.10.2011 22:51
Hvað sögðu þjálfarar og leikmenn á kynningarfundi IE deildarinnar? KR er spáð sigri í karlaflokki í Iceland Express deild karla í körfuknattleik og Keflavík er spáð sigri í keppni kvennaliða í sömu deild. Arnar Björnsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 var á kynningarfundinum í Laugardalshöllinni í dag og ræddi hann við þjálfara og leikmenn. Myndböndin eru öll að finna á Vísir. Körfubolti 11.10.2011 21:01
Grindavík vann fyrsta titilinn á umdeildri flautukörfu - myndir Grindavík fagnaði í gær sigri í Meistarakeppni KKÍ í karlaflokki eftir nauman sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR í DHL-höllinni í gær, 87-85. Körfubolti 9.10.2011 22:50
KR fór illa með Keflvíkinga - myndir KR vann í gær öruggan sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Meistarakeppni KKÍ í gær. KR vann að lokum 39 stiga sigur, 88-49. Körfubolti 9.10.2011 22:53
Umfjöllun: Flautukarfa Páls Axels tryggði Grindavík sigur Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Körfubolti 9.10.2011 21:02
Margrét Kara: Náðum að drepa þær í seinni hálfleik „Við kláruðum þetta í seinni hálfleik en mér fannst þetta opið í hálfleik. Við náðum að drepa þær í seinni,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir sem átti frábæran leik í sigri KR á Keflavík í dag í Meistaraleik KKÍ. Körfubolti 9.10.2011 19:32
Umfjöllun: Stórsigur KR-stúlkna á Keflavík KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Körfubolti 9.10.2011 18:30
Ari tekur við kvennaliði KR af Hrafni Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta í stað Hrafns Kristjánssonar sem hefur stýrt liðinu undanfarið ár, rétt eins og karlaliði félagsins. Körfubolti 5.10.2011 15:14
KR-ingar Reykjavíkurmeistarar í körfubolta KR-ingar urðu í gær Reykjavíkurmeistarar í körfubolta eftir 106-96 sigur á Fjölni í úrslitaleik sem fram fór í Seljaskólanum. Þetta kemur fram á karfan.is Körfubolti 30.9.2011 08:29
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna í Dalhúsum á sunnudaginn Keflavík og Haukar mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í ár en riðlakeppninni lauk í gærkvöldi. Keflavík hafði betur í baráttunni við KR um efsta sætið í sínum riðli en Haukar unnu alla leikina í sínum riðli örugglega. Körfubolti 27.9.2011 12:01
Keflavík og Haukar mætast í úrslitum Lengjubikars kvenna Riðlakeppni Lengjubikarkeppni kvenna í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Eftir leikina er ljóst að það verða Keflavík og Haukar sem mætast í úrslitaleiknum um helgina. Körfubolti 26.9.2011 20:59
Keflavík, Haukar og Valur unnu leiki sína í kvöld Það fóru þrír leikir fram í Lengjubikar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukakonur eru búnar að vinna báða leiki sína í keppninni og Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu sinn fyrsta leik sem fram fór í Hólminun. Valskonur eru búnar að vinna tvo leiki í röð eftir tap í Njarðvík í fyrsta leik. Körfubolti 21.9.2011 21:14
Bannað að segja "ertu ekki að grínast" við körfuboltadómara í vetur Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltanum og körfuboltadómarar fengu afhendar áherslur og starfsreglur fyrir komandi tímabil á árlegum haustfundi sínum sem fór fram um síðustu helgi. Það má búast við fleiri tæknivillum en áður í upphafi tímabilsins því dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara. Körfubolti 20.9.2011 16:21
Njarðvík, Hamar og KR á sigurbraut í Lengjubikar kvenna Lengjubikar kvenna hófst í kvöld með þremur leikjum en hann er nú spilaður í tveimur riðlum. Njarðvík, Hamar og KR unnu öll leiki sína í kvöld. Körfubolti 15.9.2011 22:56
Karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði aftur gegn Kínverjum Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði síðari vináttulandsleiknum gegn Kínverjum í dag, en leiknum lauk með þrettán stiga sigri heimamanna, 66-79. Körfubolti 11.9.2011 14:34
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti