Umfjöllun: Stórsigur KR-stúlkna á Keflavík Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar 9. október 2011 18:30 Mynd/Stefán KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Gestirnir frá Keflavík skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins í dag og virkuðu vel stemmdar. KR-stelpur, sem léku á heimavelli sínum, tóku þó fljótlega völdin og sigu fram úr. Liðið hafði sex stiga forskot 20-14 að loknum fyrsta leikhluta. Keflavíkurstúlkur reyndu hvað þær gátu að halda aftur af KR-ingum. Þær treystu þó of mikið á skot fyrir utan sem gekk ekki vel. Aðeins tvö af sautján þriggja stiga skotum þeirra í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið. Staðan í hálfleik 42-26 KR í vil. KR-liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðið skoraði níu fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu. Fyrstu stig Keflavíkur í hálfleiknum komu þegar 4 mínútur og 45 sekúndur voru liðnar. Þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur í lok þriðja leikhluta sá til þess að KR hélt 25 stiga forskoti, 61-36. Þristurinn kom eftir sjö misheppnaðar tilraunir hennar fyrir utan en heimamenn fögnuðu körfunni jafnvel þrátt fyrir það. KR-stelpur héldu áfram að bæta forskotið í lokaleikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 88-49. Reyana Colson fór fyrir KR-liðinu hvort sem var í sókn eða vörn. Hún skoraði 22 stig auk þess að vera afar grimm í vörninni. Margrét Kara Sturludóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, átti einnig afar góðan leik. Kara skoraði 23 stig. Jaleesa Butler var atkvæðamest gestanna. Hún skoraði 16 stig auk þess að taka fjölmörg fráköst. Miklu munaði um fjarveru Birnu Valgarðsdóttur sem var ekki á skýrslu hjá gestunum í leiknum. Slæm þriggja stiga nýtni beggja liða vakti athygli undirritaðs. Heimakonur hittu úr 6 af 23 skotum sínum fyrir utan. Gestirnir reyndu jafn oft en hittu aðeins þrisvar. Þriggja stiga línan var nýverið færð utar sem virðist ætla að gera leikmönnum erfitt fyrir.Keflavík-KR 49-88 (26-42)Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.KR: Reyana Colson 23/13 fráköst/7 stolnir, Margrét Kara Sturludóttir 22/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 5/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Gestirnir frá Keflavík skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins í dag og virkuðu vel stemmdar. KR-stelpur, sem léku á heimavelli sínum, tóku þó fljótlega völdin og sigu fram úr. Liðið hafði sex stiga forskot 20-14 að loknum fyrsta leikhluta. Keflavíkurstúlkur reyndu hvað þær gátu að halda aftur af KR-ingum. Þær treystu þó of mikið á skot fyrir utan sem gekk ekki vel. Aðeins tvö af sautján þriggja stiga skotum þeirra í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið. Staðan í hálfleik 42-26 KR í vil. KR-liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðið skoraði níu fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu. Fyrstu stig Keflavíkur í hálfleiknum komu þegar 4 mínútur og 45 sekúndur voru liðnar. Þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur í lok þriðja leikhluta sá til þess að KR hélt 25 stiga forskoti, 61-36. Þristurinn kom eftir sjö misheppnaðar tilraunir hennar fyrir utan en heimamenn fögnuðu körfunni jafnvel þrátt fyrir það. KR-stelpur héldu áfram að bæta forskotið í lokaleikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 88-49. Reyana Colson fór fyrir KR-liðinu hvort sem var í sókn eða vörn. Hún skoraði 22 stig auk þess að vera afar grimm í vörninni. Margrét Kara Sturludóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, átti einnig afar góðan leik. Kara skoraði 23 stig. Jaleesa Butler var atkvæðamest gestanna. Hún skoraði 16 stig auk þess að taka fjölmörg fráköst. Miklu munaði um fjarveru Birnu Valgarðsdóttur sem var ekki á skýrslu hjá gestunum í leiknum. Slæm þriggja stiga nýtni beggja liða vakti athygli undirritaðs. Heimakonur hittu úr 6 af 23 skotum sínum fyrir utan. Gestirnir reyndu jafn oft en hittu aðeins þrisvar. Þriggja stiga línan var nýverið færð utar sem virðist ætla að gera leikmönnum erfitt fyrir.Keflavík-KR 49-88 (26-42)Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.KR: Reyana Colson 23/13 fráköst/7 stolnir, Margrét Kara Sturludóttir 22/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 5/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira