Umfjöllun: Flautukarfa Páls Axels tryggði Grindavík sigur Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar 9. október 2011 21:02 Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindavíkur. Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum í DHL-höllinni. Þeir höfðu tveggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 23-25, og bættu í fyrri hluta annars leikhluta. Jóhann Árni Ólafsson var iðinn við kolann skoraði tólf stig. Í stöðunni 33-44 Grindvíkingum í vil tóku KR-ingar við sér. Þeir pressuðu hátt á vellinum og breyttu í svæðisvörn. Það gekk fullkomlega upp. Liðið skoraði síðustu tíu stig hálfleiksins og eins stigs munur á liðunum í hálfleik 43-44. David Tairu, annar af tveimur Könum KR-liðsins, fór fyrir Vesturbæingum í hálfleiknum. Tairu skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Gestirnir frá Grindavík hófu seinni hálfleikinn betur en KR-ingar voru þó aldrei langt undan. Þeir skoruðu fimm stig á fimm sekúndum undir lok þriðja leikhluta þar sem Emil Jóhannsson skoraði flautukörfu fyrir utan. Staðan 67-67 og allt í járnum. Enn á ný tóku Grindvíkingar frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust í 69-74. Þá skoruðu KR-ingar fimm stig á örfáum sekúndum og unnu boltann í kjölfarið. Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, tók umsvifalaust leikhlé. Leikhléið bara ekki árangur. KR-ingar voru afar grimmir í vörninni og gáfu Grindvíkingum engann frið. Þeir komust yfir 75-74 í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 3-0. Þeir létu kné fylgja kviði og í stöðunni 79-76 fyrir KR og þrjár mínútur til leiksloka tók Helgi Jónas aftur leikhlé. Mikil spenna var síðustu mínúturnar. Þorleifur Ólafsson skoraði úr tveimur vítaskotum og í næstu sókn tróð Sigurður Þorsteinsson með tilþrifum og kom gestunum yfir á nýjan leik 79-80. Staðan var 82-82 þegar síðasta mínútan fór í hönd. Giordan Watson sótti villu, skoraði úr tveimur vítaskotum og kom gestunum tveimur stigum yfir. Emil Jóhannsson gerði slíkt hið sama á hinum enda vallarins en nýtti aðeins annað skotið. KR-ingar pressuðu Grindvíkinga og unnu fljótlega boltann. Brotið var á David Tairu sem fór á línuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Hann nýtti bæði skotin og KR-ingar komnir yfir. Þorleifur Ólafsson bar upp boltann og átti skot sem geigaði. Knötturinn hafnaði útaf og Grindvíkingar áttu innkast þegar hálf sekúnda var eftir. Páll Axel Vilbergsson, sem hafði látið lítið fyrir sér fara, fékk boltann galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði. Ótrúleg karfa og magnaður endir á fjörugum leik. Giordon Watson var atkvæðamestur Grindvíkinga í kvöld. Hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. David Tairu fór fyrir KR-ingum í kvöld. Hann skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hreggviður Magnússon kom næstur með 20 stig og 6 fráköst.KR-Grindavik 85-87 (43-46)KR: David Tairu 26/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9/6 stolnir, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Martin Hermannsson 5, Finnur Atli Magnusson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst.Grindavik: Giordan Watson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 13, Páll Axel Vilbergsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ármann Vilbergsson 3. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum í DHL-höllinni. Þeir höfðu tveggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 23-25, og bættu í fyrri hluta annars leikhluta. Jóhann Árni Ólafsson var iðinn við kolann skoraði tólf stig. Í stöðunni 33-44 Grindvíkingum í vil tóku KR-ingar við sér. Þeir pressuðu hátt á vellinum og breyttu í svæðisvörn. Það gekk fullkomlega upp. Liðið skoraði síðustu tíu stig hálfleiksins og eins stigs munur á liðunum í hálfleik 43-44. David Tairu, annar af tveimur Könum KR-liðsins, fór fyrir Vesturbæingum í hálfleiknum. Tairu skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Gestirnir frá Grindavík hófu seinni hálfleikinn betur en KR-ingar voru þó aldrei langt undan. Þeir skoruðu fimm stig á fimm sekúndum undir lok þriðja leikhluta þar sem Emil Jóhannsson skoraði flautukörfu fyrir utan. Staðan 67-67 og allt í járnum. Enn á ný tóku Grindvíkingar frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust í 69-74. Þá skoruðu KR-ingar fimm stig á örfáum sekúndum og unnu boltann í kjölfarið. Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, tók umsvifalaust leikhlé. Leikhléið bara ekki árangur. KR-ingar voru afar grimmir í vörninni og gáfu Grindvíkingum engann frið. Þeir komust yfir 75-74 í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 3-0. Þeir létu kné fylgja kviði og í stöðunni 79-76 fyrir KR og þrjár mínútur til leiksloka tók Helgi Jónas aftur leikhlé. Mikil spenna var síðustu mínúturnar. Þorleifur Ólafsson skoraði úr tveimur vítaskotum og í næstu sókn tróð Sigurður Þorsteinsson með tilþrifum og kom gestunum yfir á nýjan leik 79-80. Staðan var 82-82 þegar síðasta mínútan fór í hönd. Giordan Watson sótti villu, skoraði úr tveimur vítaskotum og kom gestunum tveimur stigum yfir. Emil Jóhannsson gerði slíkt hið sama á hinum enda vallarins en nýtti aðeins annað skotið. KR-ingar pressuðu Grindvíkinga og unnu fljótlega boltann. Brotið var á David Tairu sem fór á línuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Hann nýtti bæði skotin og KR-ingar komnir yfir. Þorleifur Ólafsson bar upp boltann og átti skot sem geigaði. Knötturinn hafnaði útaf og Grindvíkingar áttu innkast þegar hálf sekúnda var eftir. Páll Axel Vilbergsson, sem hafði látið lítið fyrir sér fara, fékk boltann galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði. Ótrúleg karfa og magnaður endir á fjörugum leik. Giordon Watson var atkvæðamestur Grindvíkinga í kvöld. Hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. David Tairu fór fyrir KR-ingum í kvöld. Hann skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hreggviður Magnússon kom næstur með 20 stig og 6 fráköst.KR-Grindavik 85-87 (43-46)KR: David Tairu 26/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9/6 stolnir, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Martin Hermannsson 5, Finnur Atli Magnusson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst.Grindavik: Giordan Watson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 13, Páll Axel Vilbergsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ármann Vilbergsson 3.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira