Umfjöllun: Flautukarfa Páls Axels tryggði Grindavík sigur Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar 9. október 2011 21:02 Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindavíkur. Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum í DHL-höllinni. Þeir höfðu tveggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 23-25, og bættu í fyrri hluta annars leikhluta. Jóhann Árni Ólafsson var iðinn við kolann skoraði tólf stig. Í stöðunni 33-44 Grindvíkingum í vil tóku KR-ingar við sér. Þeir pressuðu hátt á vellinum og breyttu í svæðisvörn. Það gekk fullkomlega upp. Liðið skoraði síðustu tíu stig hálfleiksins og eins stigs munur á liðunum í hálfleik 43-44. David Tairu, annar af tveimur Könum KR-liðsins, fór fyrir Vesturbæingum í hálfleiknum. Tairu skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Gestirnir frá Grindavík hófu seinni hálfleikinn betur en KR-ingar voru þó aldrei langt undan. Þeir skoruðu fimm stig á fimm sekúndum undir lok þriðja leikhluta þar sem Emil Jóhannsson skoraði flautukörfu fyrir utan. Staðan 67-67 og allt í járnum. Enn á ný tóku Grindvíkingar frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust í 69-74. Þá skoruðu KR-ingar fimm stig á örfáum sekúndum og unnu boltann í kjölfarið. Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, tók umsvifalaust leikhlé. Leikhléið bara ekki árangur. KR-ingar voru afar grimmir í vörninni og gáfu Grindvíkingum engann frið. Þeir komust yfir 75-74 í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 3-0. Þeir létu kné fylgja kviði og í stöðunni 79-76 fyrir KR og þrjár mínútur til leiksloka tók Helgi Jónas aftur leikhlé. Mikil spenna var síðustu mínúturnar. Þorleifur Ólafsson skoraði úr tveimur vítaskotum og í næstu sókn tróð Sigurður Þorsteinsson með tilþrifum og kom gestunum yfir á nýjan leik 79-80. Staðan var 82-82 þegar síðasta mínútan fór í hönd. Giordan Watson sótti villu, skoraði úr tveimur vítaskotum og kom gestunum tveimur stigum yfir. Emil Jóhannsson gerði slíkt hið sama á hinum enda vallarins en nýtti aðeins annað skotið. KR-ingar pressuðu Grindvíkinga og unnu fljótlega boltann. Brotið var á David Tairu sem fór á línuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Hann nýtti bæði skotin og KR-ingar komnir yfir. Þorleifur Ólafsson bar upp boltann og átti skot sem geigaði. Knötturinn hafnaði útaf og Grindvíkingar áttu innkast þegar hálf sekúnda var eftir. Páll Axel Vilbergsson, sem hafði látið lítið fyrir sér fara, fékk boltann galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði. Ótrúleg karfa og magnaður endir á fjörugum leik. Giordon Watson var atkvæðamestur Grindvíkinga í kvöld. Hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. David Tairu fór fyrir KR-ingum í kvöld. Hann skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hreggviður Magnússon kom næstur með 20 stig og 6 fráköst.KR-Grindavik 85-87 (43-46)KR: David Tairu 26/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9/6 stolnir, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Martin Hermannsson 5, Finnur Atli Magnusson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst.Grindavik: Giordan Watson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 13, Páll Axel Vilbergsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ármann Vilbergsson 3. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í 87-85 sigri á KR-ingum í Meistaraleik KKÍ í DHL-höllinni í kvöld. Páll Axel skoraði magnaða flautukröfu og tryggði Grindvíkingum dramatískan sigur. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum í DHL-höllinni. Þeir höfðu tveggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 23-25, og bættu í fyrri hluta annars leikhluta. Jóhann Árni Ólafsson var iðinn við kolann skoraði tólf stig. Í stöðunni 33-44 Grindvíkingum í vil tóku KR-ingar við sér. Þeir pressuðu hátt á vellinum og breyttu í svæðisvörn. Það gekk fullkomlega upp. Liðið skoraði síðustu tíu stig hálfleiksins og eins stigs munur á liðunum í hálfleik 43-44. David Tairu, annar af tveimur Könum KR-liðsins, fór fyrir Vesturbæingum í hálfleiknum. Tairu skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Gestirnir frá Grindavík hófu seinni hálfleikinn betur en KR-ingar voru þó aldrei langt undan. Þeir skoruðu fimm stig á fimm sekúndum undir lok þriðja leikhluta þar sem Emil Jóhannsson skoraði flautukörfu fyrir utan. Staðan 67-67 og allt í járnum. Enn á ný tóku Grindvíkingar frumkvæðið í fjórða leikhluta og komust í 69-74. Þá skoruðu KR-ingar fimm stig á örfáum sekúndum og unnu boltann í kjölfarið. Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur, tók umsvifalaust leikhlé. Leikhléið bara ekki árangur. KR-ingar voru afar grimmir í vörninni og gáfu Grindvíkingum engann frið. Þeir komust yfir 75-74 í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 3-0. Þeir létu kné fylgja kviði og í stöðunni 79-76 fyrir KR og þrjár mínútur til leiksloka tók Helgi Jónas aftur leikhlé. Mikil spenna var síðustu mínúturnar. Þorleifur Ólafsson skoraði úr tveimur vítaskotum og í næstu sókn tróð Sigurður Þorsteinsson með tilþrifum og kom gestunum yfir á nýjan leik 79-80. Staðan var 82-82 þegar síðasta mínútan fór í hönd. Giordan Watson sótti villu, skoraði úr tveimur vítaskotum og kom gestunum tveimur stigum yfir. Emil Jóhannsson gerði slíkt hið sama á hinum enda vallarins en nýtti aðeins annað skotið. KR-ingar pressuðu Grindvíkinga og unnu fljótlega boltann. Brotið var á David Tairu sem fór á línuna þegar 14 sekúndur voru eftir. Hann nýtti bæði skotin og KR-ingar komnir yfir. Þorleifur Ólafsson bar upp boltann og átti skot sem geigaði. Knötturinn hafnaði útaf og Grindvíkingar áttu innkast þegar hálf sekúnda var eftir. Páll Axel Vilbergsson, sem hafði látið lítið fyrir sér fara, fékk boltann galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði. Ótrúleg karfa og magnaður endir á fjörugum leik. Giordon Watson var atkvæðamestur Grindvíkinga í kvöld. Hann skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. David Tairu fór fyrir KR-ingum í kvöld. Hann skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hreggviður Magnússon kom næstur með 20 stig og 6 fráköst.KR-Grindavik 85-87 (43-46)KR: David Tairu 26/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9/6 stolnir, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Martin Hermannsson 5, Finnur Atli Magnusson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst.Grindavik: Giordan Watson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst/3 varin skot, Jóhann Árni Ólafsson 13, Páll Axel Vilbergsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/4 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ármann Vilbergsson 3.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira