Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 94-95 Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. nóvember 2011 21:04 Ólafur Torfason var hetja Snæfells í kvöld. Háspenna var fram á síðustu sekúndu í leik Stjörnunnar og Snæfells í Lengjubikar karla í kvöld. Sigurkarfa Ólafs Torfasonar kom af vítalínunni á lokasekúndunni. Fyrir þennan leik höfðu bæði lið unnið Tindastól og þar sem aðeins þrjú lið eru í riðlinum var mikið undir í kvöld. Liðin hafa byrjað Iceland-Express deild karla ágætlega, Stjörnumenn hafa unnið 4 leiki og tapað 1 en Snæfell unnið 3 og tapað 2 til þessa. Snæfellingar komu sterkir inn í leikinn og fór þar fremstur í flokki Quincy Hankins Cole sem skoraði 7 af fyrstu 9 stigum Snæfells á fyrstu 2 mínútunum. Heimamenn voru þó aldrei langt frá og með flautukörfu Marvins Valdimarssonar var munurinn sex stig í lok fyrsta leikhluta, staðan 20-26 fyrir Snæfelli. Í öðrum leikhluta var það sama upp á nótunum, Snæfellingar alltaf með undirtökin og það fór að fara í taugarnar á heimamönnum sem lentu í villuvandræðum og var Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar ekki sáttur og lét vel í sér heyra á línunni. Snæfellingar nýttu sér það vel, gengu á lagið og juku forskot sitt í 14 stig rétt fyrir leikhlé og fóru með stöðuna 36-50 inn í hálfleik. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði Snæfells með 13 stig en í liði heimamanna var Fannar Freyr helgason stigahæstur með 10 stig. Gestirnir frá Stykkishólmi virtust ætla sér að gera út um leikinn þegar þeir skoruðu fyrstu sjö stig þriðja leikhluta og náðu muninum upp í 21 stig en þá gengu heimamenn á lagið. Þeir minnkuðu jafnt og þétt muninn út þriðja leikhluta úr 21 stigi niður í 7 stig og var staðan í lok þriðja leikhluta 66-73 fyrir Snæfell. Heimamenn héldu áfram að saxa á forskot Snæfellinga í fjórða leikhluta og náðu loks í fyrsta sinn í leiknum forystu þegar aðeins 2 mínútur og 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Snæfellingar tóku þá við sér og var hnífjafnt þegar 18 sekúndur voru eftir og Snæfell með boltann. Gestirnir keyrðu upp í sókn, klikkuðu á skotinu en dómarar leiksins dæmdu brot og steig Ólafur Torfason á línuna. Hann setti niður fyrra vítið, svellkaldur og tryggði þar með sínum mönnum sigurinn. Leiknum lauk með 95-94 sigri Snæfells sem tilla sér á topp C riðils í Lengjubikarnum og þeir geta verið sáttir með sigurinn eftir að hafa misst niður gott forskot. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði gestanna með 20 stig/8 stoðsendingar en í liði heimamanna voru Fannar Freyr Helgason og Justin Shouse með 20 stig hvor. Fannar Freyr: Vorum mjög soft í vörninniFannar Freyr í leiknum í kvöld.Mynd/Vilhelm„Við hefðum átt að byrja leikinn mun betur, við erum mjög ánægðir með seinni hálfleikinn en það er helvíti fúlt að tapa þessu," sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar eftir 94-95 tap gegn Snæfell í Lengjubikar karla í kvöld. „Við vorum mjög soft í vörninni allan fyrri hálfleikinn, við löguðum það í seinni hálfleik þegar allir stigu upp og þá spiluðum við eins og við eigum að gera." „Það er alltaf erfitt skref að þegar þú ert búinn að vera að elta allan leikinn að ná að halda áfram, það er erfitt að ná að slíta liðin frá sér í þeirri stöðu. Ég er hinsvegar á því að hefði þetta farið í framlengingu hefðum við klárað þetta." „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að við myndum koma aftur, núna er annar leikur á föstudaginn við Snæfell og við verðum bara að koma betur stemmdir í það, ná að hefna fyrir þennan leik," sagði Fannar. Jón Ólafur: Fyrri hálfleikur eins og æfingarleikurMarquis Hall og Sigurjón Örn Lárusson í baráttunni.Mynd/Vilhelm„Þetta var svolítið sérstakur leikur, fyrri hálfleikur leit eiginlega út eins og æfingarleikur. Liðin og salurinn voru róleg en það breyttist hérna í lokin," sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells eftir 95-94 sigur á Stjörnunni í kvöld. „Við fórum að slaka of mikið á þegar við náðum góðri forystu, við höfum verið að fara á hælana þegar við erum komnir í góða forystu. Það er eitthvað sem þarf að bæta, ef maður spilar vel og nær svona góðum mun þarf maður að geta haldið þessu." Snæfellingar tryggðu sér sigurinn úr víti á lokasekúndu leiksins þegar Ólafur Torfason setti niður víti. „Ég hafði fulla trú þegar Óli fór á línuna að hann myndi klára þetta, hann gerði það sem til þurfti sem var flott hjá honum." „Við þurfum að fara að koma upp góðri stemmingu hjá okkur, þegar þeir voru að vinna upp forskotið var ákveðin deyfð yfir hópnum og þar var ég sennilega fremstur í flokki. Við þurfum að bæta það og koma upp góðri stemmingu í þetta, það er ljóst," sagði Jón.Stjarnan-Snæfell 94-95 (20-26, 16-24, 30-23, 28-22)Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 20/7 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/9 stoðsendingar, Keith Cothran 17/6 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 16/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst/3 varin skot, Guðjón Lárusson 6/5 stoðsendingar.Snæfell: Marquis Sheldon Hall 20/8 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 16/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13, Egill Egilsson 12/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Ólafur Torfason 12/8 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 3/4 fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Háspenna var fram á síðustu sekúndu í leik Stjörnunnar og Snæfells í Lengjubikar karla í kvöld. Sigurkarfa Ólafs Torfasonar kom af vítalínunni á lokasekúndunni. Fyrir þennan leik höfðu bæði lið unnið Tindastól og þar sem aðeins þrjú lið eru í riðlinum var mikið undir í kvöld. Liðin hafa byrjað Iceland-Express deild karla ágætlega, Stjörnumenn hafa unnið 4 leiki og tapað 1 en Snæfell unnið 3 og tapað 2 til þessa. Snæfellingar komu sterkir inn í leikinn og fór þar fremstur í flokki Quincy Hankins Cole sem skoraði 7 af fyrstu 9 stigum Snæfells á fyrstu 2 mínútunum. Heimamenn voru þó aldrei langt frá og með flautukörfu Marvins Valdimarssonar var munurinn sex stig í lok fyrsta leikhluta, staðan 20-26 fyrir Snæfelli. Í öðrum leikhluta var það sama upp á nótunum, Snæfellingar alltaf með undirtökin og það fór að fara í taugarnar á heimamönnum sem lentu í villuvandræðum og var Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar ekki sáttur og lét vel í sér heyra á línunni. Snæfellingar nýttu sér það vel, gengu á lagið og juku forskot sitt í 14 stig rétt fyrir leikhlé og fóru með stöðuna 36-50 inn í hálfleik. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði Snæfells með 13 stig en í liði heimamanna var Fannar Freyr helgason stigahæstur með 10 stig. Gestirnir frá Stykkishólmi virtust ætla sér að gera út um leikinn þegar þeir skoruðu fyrstu sjö stig þriðja leikhluta og náðu muninum upp í 21 stig en þá gengu heimamenn á lagið. Þeir minnkuðu jafnt og þétt muninn út þriðja leikhluta úr 21 stigi niður í 7 stig og var staðan í lok þriðja leikhluta 66-73 fyrir Snæfell. Heimamenn héldu áfram að saxa á forskot Snæfellinga í fjórða leikhluta og náðu loks í fyrsta sinn í leiknum forystu þegar aðeins 2 mínútur og 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Snæfellingar tóku þá við sér og var hnífjafnt þegar 18 sekúndur voru eftir og Snæfell með boltann. Gestirnir keyrðu upp í sókn, klikkuðu á skotinu en dómarar leiksins dæmdu brot og steig Ólafur Torfason á línuna. Hann setti niður fyrra vítið, svellkaldur og tryggði þar með sínum mönnum sigurinn. Leiknum lauk með 95-94 sigri Snæfells sem tilla sér á topp C riðils í Lengjubikarnum og þeir geta verið sáttir með sigurinn eftir að hafa misst niður gott forskot. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði gestanna með 20 stig/8 stoðsendingar en í liði heimamanna voru Fannar Freyr Helgason og Justin Shouse með 20 stig hvor. Fannar Freyr: Vorum mjög soft í vörninniFannar Freyr í leiknum í kvöld.Mynd/Vilhelm„Við hefðum átt að byrja leikinn mun betur, við erum mjög ánægðir með seinni hálfleikinn en það er helvíti fúlt að tapa þessu," sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar eftir 94-95 tap gegn Snæfell í Lengjubikar karla í kvöld. „Við vorum mjög soft í vörninni allan fyrri hálfleikinn, við löguðum það í seinni hálfleik þegar allir stigu upp og þá spiluðum við eins og við eigum að gera." „Það er alltaf erfitt skref að þegar þú ert búinn að vera að elta allan leikinn að ná að halda áfram, það er erfitt að ná að slíta liðin frá sér í þeirri stöðu. Ég er hinsvegar á því að hefði þetta farið í framlengingu hefðum við klárað þetta." „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að við myndum koma aftur, núna er annar leikur á föstudaginn við Snæfell og við verðum bara að koma betur stemmdir í það, ná að hefna fyrir þennan leik," sagði Fannar. Jón Ólafur: Fyrri hálfleikur eins og æfingarleikurMarquis Hall og Sigurjón Örn Lárusson í baráttunni.Mynd/Vilhelm„Þetta var svolítið sérstakur leikur, fyrri hálfleikur leit eiginlega út eins og æfingarleikur. Liðin og salurinn voru róleg en það breyttist hérna í lokin," sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells eftir 95-94 sigur á Stjörnunni í kvöld. „Við fórum að slaka of mikið á þegar við náðum góðri forystu, við höfum verið að fara á hælana þegar við erum komnir í góða forystu. Það er eitthvað sem þarf að bæta, ef maður spilar vel og nær svona góðum mun þarf maður að geta haldið þessu." Snæfellingar tryggðu sér sigurinn úr víti á lokasekúndu leiksins þegar Ólafur Torfason setti niður víti. „Ég hafði fulla trú þegar Óli fór á línuna að hann myndi klára þetta, hann gerði það sem til þurfti sem var flott hjá honum." „Við þurfum að fara að koma upp góðri stemmingu hjá okkur, þegar þeir voru að vinna upp forskotið var ákveðin deyfð yfir hópnum og þar var ég sennilega fremstur í flokki. Við þurfum að bæta það og koma upp góðri stemmingu í þetta, það er ljóst," sagði Jón.Stjarnan-Snæfell 94-95 (20-26, 16-24, 30-23, 28-22)Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 20/7 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/9 stoðsendingar, Keith Cothran 17/6 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 16/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst/3 varin skot, Guðjón Lárusson 6/5 stoðsendingar.Snæfell: Marquis Sheldon Hall 20/8 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 16/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13, Egill Egilsson 12/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Ólafur Torfason 12/8 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 3/4 fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira