Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 94-95 Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. nóvember 2011 21:04 Ólafur Torfason var hetja Snæfells í kvöld. Háspenna var fram á síðustu sekúndu í leik Stjörnunnar og Snæfells í Lengjubikar karla í kvöld. Sigurkarfa Ólafs Torfasonar kom af vítalínunni á lokasekúndunni. Fyrir þennan leik höfðu bæði lið unnið Tindastól og þar sem aðeins þrjú lið eru í riðlinum var mikið undir í kvöld. Liðin hafa byrjað Iceland-Express deild karla ágætlega, Stjörnumenn hafa unnið 4 leiki og tapað 1 en Snæfell unnið 3 og tapað 2 til þessa. Snæfellingar komu sterkir inn í leikinn og fór þar fremstur í flokki Quincy Hankins Cole sem skoraði 7 af fyrstu 9 stigum Snæfells á fyrstu 2 mínútunum. Heimamenn voru þó aldrei langt frá og með flautukörfu Marvins Valdimarssonar var munurinn sex stig í lok fyrsta leikhluta, staðan 20-26 fyrir Snæfelli. Í öðrum leikhluta var það sama upp á nótunum, Snæfellingar alltaf með undirtökin og það fór að fara í taugarnar á heimamönnum sem lentu í villuvandræðum og var Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar ekki sáttur og lét vel í sér heyra á línunni. Snæfellingar nýttu sér það vel, gengu á lagið og juku forskot sitt í 14 stig rétt fyrir leikhlé og fóru með stöðuna 36-50 inn í hálfleik. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði Snæfells með 13 stig en í liði heimamanna var Fannar Freyr helgason stigahæstur með 10 stig. Gestirnir frá Stykkishólmi virtust ætla sér að gera út um leikinn þegar þeir skoruðu fyrstu sjö stig þriðja leikhluta og náðu muninum upp í 21 stig en þá gengu heimamenn á lagið. Þeir minnkuðu jafnt og þétt muninn út þriðja leikhluta úr 21 stigi niður í 7 stig og var staðan í lok þriðja leikhluta 66-73 fyrir Snæfell. Heimamenn héldu áfram að saxa á forskot Snæfellinga í fjórða leikhluta og náðu loks í fyrsta sinn í leiknum forystu þegar aðeins 2 mínútur og 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Snæfellingar tóku þá við sér og var hnífjafnt þegar 18 sekúndur voru eftir og Snæfell með boltann. Gestirnir keyrðu upp í sókn, klikkuðu á skotinu en dómarar leiksins dæmdu brot og steig Ólafur Torfason á línuna. Hann setti niður fyrra vítið, svellkaldur og tryggði þar með sínum mönnum sigurinn. Leiknum lauk með 95-94 sigri Snæfells sem tilla sér á topp C riðils í Lengjubikarnum og þeir geta verið sáttir með sigurinn eftir að hafa misst niður gott forskot. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði gestanna með 20 stig/8 stoðsendingar en í liði heimamanna voru Fannar Freyr Helgason og Justin Shouse með 20 stig hvor. Fannar Freyr: Vorum mjög soft í vörninniFannar Freyr í leiknum í kvöld.Mynd/Vilhelm„Við hefðum átt að byrja leikinn mun betur, við erum mjög ánægðir með seinni hálfleikinn en það er helvíti fúlt að tapa þessu," sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar eftir 94-95 tap gegn Snæfell í Lengjubikar karla í kvöld. „Við vorum mjög soft í vörninni allan fyrri hálfleikinn, við löguðum það í seinni hálfleik þegar allir stigu upp og þá spiluðum við eins og við eigum að gera." „Það er alltaf erfitt skref að þegar þú ert búinn að vera að elta allan leikinn að ná að halda áfram, það er erfitt að ná að slíta liðin frá sér í þeirri stöðu. Ég er hinsvegar á því að hefði þetta farið í framlengingu hefðum við klárað þetta." „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að við myndum koma aftur, núna er annar leikur á föstudaginn við Snæfell og við verðum bara að koma betur stemmdir í það, ná að hefna fyrir þennan leik," sagði Fannar. Jón Ólafur: Fyrri hálfleikur eins og æfingarleikurMarquis Hall og Sigurjón Örn Lárusson í baráttunni.Mynd/Vilhelm„Þetta var svolítið sérstakur leikur, fyrri hálfleikur leit eiginlega út eins og æfingarleikur. Liðin og salurinn voru róleg en það breyttist hérna í lokin," sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells eftir 95-94 sigur á Stjörnunni í kvöld. „Við fórum að slaka of mikið á þegar við náðum góðri forystu, við höfum verið að fara á hælana þegar við erum komnir í góða forystu. Það er eitthvað sem þarf að bæta, ef maður spilar vel og nær svona góðum mun þarf maður að geta haldið þessu." Snæfellingar tryggðu sér sigurinn úr víti á lokasekúndu leiksins þegar Ólafur Torfason setti niður víti. „Ég hafði fulla trú þegar Óli fór á línuna að hann myndi klára þetta, hann gerði það sem til þurfti sem var flott hjá honum." „Við þurfum að fara að koma upp góðri stemmingu hjá okkur, þegar þeir voru að vinna upp forskotið var ákveðin deyfð yfir hópnum og þar var ég sennilega fremstur í flokki. Við þurfum að bæta það og koma upp góðri stemmingu í þetta, það er ljóst," sagði Jón.Stjarnan-Snæfell 94-95 (20-26, 16-24, 30-23, 28-22)Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 20/7 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/9 stoðsendingar, Keith Cothran 17/6 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 16/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst/3 varin skot, Guðjón Lárusson 6/5 stoðsendingar.Snæfell: Marquis Sheldon Hall 20/8 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 16/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13, Egill Egilsson 12/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Ólafur Torfason 12/8 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 3/4 fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira
Háspenna var fram á síðustu sekúndu í leik Stjörnunnar og Snæfells í Lengjubikar karla í kvöld. Sigurkarfa Ólafs Torfasonar kom af vítalínunni á lokasekúndunni. Fyrir þennan leik höfðu bæði lið unnið Tindastól og þar sem aðeins þrjú lið eru í riðlinum var mikið undir í kvöld. Liðin hafa byrjað Iceland-Express deild karla ágætlega, Stjörnumenn hafa unnið 4 leiki og tapað 1 en Snæfell unnið 3 og tapað 2 til þessa. Snæfellingar komu sterkir inn í leikinn og fór þar fremstur í flokki Quincy Hankins Cole sem skoraði 7 af fyrstu 9 stigum Snæfells á fyrstu 2 mínútunum. Heimamenn voru þó aldrei langt frá og með flautukörfu Marvins Valdimarssonar var munurinn sex stig í lok fyrsta leikhluta, staðan 20-26 fyrir Snæfelli. Í öðrum leikhluta var það sama upp á nótunum, Snæfellingar alltaf með undirtökin og það fór að fara í taugarnar á heimamönnum sem lentu í villuvandræðum og var Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar ekki sáttur og lét vel í sér heyra á línunni. Snæfellingar nýttu sér það vel, gengu á lagið og juku forskot sitt í 14 stig rétt fyrir leikhlé og fóru með stöðuna 36-50 inn í hálfleik. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði Snæfells með 13 stig en í liði heimamanna var Fannar Freyr helgason stigahæstur með 10 stig. Gestirnir frá Stykkishólmi virtust ætla sér að gera út um leikinn þegar þeir skoruðu fyrstu sjö stig þriðja leikhluta og náðu muninum upp í 21 stig en þá gengu heimamenn á lagið. Þeir minnkuðu jafnt og þétt muninn út þriðja leikhluta úr 21 stigi niður í 7 stig og var staðan í lok þriðja leikhluta 66-73 fyrir Snæfell. Heimamenn héldu áfram að saxa á forskot Snæfellinga í fjórða leikhluta og náðu loks í fyrsta sinn í leiknum forystu þegar aðeins 2 mínútur og 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Snæfellingar tóku þá við sér og var hnífjafnt þegar 18 sekúndur voru eftir og Snæfell með boltann. Gestirnir keyrðu upp í sókn, klikkuðu á skotinu en dómarar leiksins dæmdu brot og steig Ólafur Torfason á línuna. Hann setti niður fyrra vítið, svellkaldur og tryggði þar með sínum mönnum sigurinn. Leiknum lauk með 95-94 sigri Snæfells sem tilla sér á topp C riðils í Lengjubikarnum og þeir geta verið sáttir með sigurinn eftir að hafa misst niður gott forskot. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði gestanna með 20 stig/8 stoðsendingar en í liði heimamanna voru Fannar Freyr Helgason og Justin Shouse með 20 stig hvor. Fannar Freyr: Vorum mjög soft í vörninniFannar Freyr í leiknum í kvöld.Mynd/Vilhelm„Við hefðum átt að byrja leikinn mun betur, við erum mjög ánægðir með seinni hálfleikinn en það er helvíti fúlt að tapa þessu," sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar eftir 94-95 tap gegn Snæfell í Lengjubikar karla í kvöld. „Við vorum mjög soft í vörninni allan fyrri hálfleikinn, við löguðum það í seinni hálfleik þegar allir stigu upp og þá spiluðum við eins og við eigum að gera." „Það er alltaf erfitt skref að þegar þú ert búinn að vera að elta allan leikinn að ná að halda áfram, það er erfitt að ná að slíta liðin frá sér í þeirri stöðu. Ég er hinsvegar á því að hefði þetta farið í framlengingu hefðum við klárað þetta." „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að við myndum koma aftur, núna er annar leikur á föstudaginn við Snæfell og við verðum bara að koma betur stemmdir í það, ná að hefna fyrir þennan leik," sagði Fannar. Jón Ólafur: Fyrri hálfleikur eins og æfingarleikurMarquis Hall og Sigurjón Örn Lárusson í baráttunni.Mynd/Vilhelm„Þetta var svolítið sérstakur leikur, fyrri hálfleikur leit eiginlega út eins og æfingarleikur. Liðin og salurinn voru róleg en það breyttist hérna í lokin," sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells eftir 95-94 sigur á Stjörnunni í kvöld. „Við fórum að slaka of mikið á þegar við náðum góðri forystu, við höfum verið að fara á hælana þegar við erum komnir í góða forystu. Það er eitthvað sem þarf að bæta, ef maður spilar vel og nær svona góðum mun þarf maður að geta haldið þessu." Snæfellingar tryggðu sér sigurinn úr víti á lokasekúndu leiksins þegar Ólafur Torfason setti niður víti. „Ég hafði fulla trú þegar Óli fór á línuna að hann myndi klára þetta, hann gerði það sem til þurfti sem var flott hjá honum." „Við þurfum að fara að koma upp góðri stemmingu hjá okkur, þegar þeir voru að vinna upp forskotið var ákveðin deyfð yfir hópnum og þar var ég sennilega fremstur í flokki. Við þurfum að bæta það og koma upp góðri stemmingu í þetta, það er ljóst," sagði Jón.Stjarnan-Snæfell 94-95 (20-26, 16-24, 30-23, 28-22)Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 20/7 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/9 stoðsendingar, Keith Cothran 17/6 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 16/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst/3 varin skot, Guðjón Lárusson 6/5 stoðsendingar.Snæfell: Marquis Sheldon Hall 20/8 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 16/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13, Egill Egilsson 12/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Ólafur Torfason 12/8 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 3/4 fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira