Höttur

Fréttamynd

Maté: At­vinnu­mennirnir gáfust upp í á­hlaupi Hattar

Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar ósáttur við frammistöðu síns liðs í 93-68 tapi gegn Hetti á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar höfðu ekki að neinu að keppa, áttu hvorki möguleika á sæti í úrslitakeppni né í hættu að falla, meðan Höttur þurfti að vinna til að komast í úrslitakeppnina. Það sást í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Höttur - Haukar 93-68 | Höttur sækir á­fram að úr­slita­keppninni

Höttur vann mikilvægan sigur á Haukum, 93-68, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld sem þýðir að liðið er skrefi nær því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Höttur snéri leiknum sér í vil eftir að einn liðsmanna þess var útilokaður frá leiknum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á 63 sekúndum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við eigum bara úrslitaleiki eftir“

Arnari Guðjónssyni var létt eftir lífsnauðsynlegan sigur Stjörnunnar gegn Hetti í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að úrslitakeppnissætið hefði nánast verið farið hefði Stjarnan tapað.

Körfubolti
Fréttamynd

Vildi spila í Kefla­vík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“

Viðar Örn Haf­­steins­­son, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfu­­bolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Kefla­­vík færðan til Reykja­víkur eða spilaðan í Kefla­­vík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykja­­vík í morgun en nokkrum klukku­­stundum síðar var leiknum frestað um ó­­á­­kveðinn tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Stór­leikir í 8-liða úr­slitum bikarsins

Bikarmeistarar síðustu tveggja ára í körfubolta karla, Valur og Stjarnan, mætast í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins í næsta mánuði. Haukakonur, sem unnið hafa bikarinn þrjú ár í röð, fengu heimaleik gegn toppliði Subway-deildarinnar, Keflavík.

Körfubolti
Fréttamynd

Höttur og Tinda­stóll á­fram í bikarnum

Alls fóru þrír leikir fram í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í dag.Höttur og Tindastóll eru komin áfram eftir efstu deildarslagi gegn Hamri og Breiðabliki. Stjarnan vann einnig öruggan sigur á Ármanni.

Körfubolti