„Vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2024 16:30 Viðar Örn ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár. Vísir/Sigurjón Höttur leikur í kvöld sinn fyrsta leik í úrslitakeppni í efstu deild karla í körfubolta. Það snýst allt um einvígið við Val á Egilsstöðum og þjálfari liðsins segist vera spenntur fyrir rimmunni. Höttur komst á dögunum í úrslitakeppnina í Subway-deild karla en liðið endaði í 8. sætinu eftir deildarkeppnina. Liðið mætir því deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 20:15. Ætlar að hrista upp í hlutunum Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari liðsins og hann ætlar sér að hrista upp í úrslitakeppninni. „Það er mikil eftirvænting og spenna fyrir því að þetta byrji. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að stefna á í lengri tíma og við erum lítill klúbbur að koma inn í þessa úrslitakeppni og við ætlum okkur að hrista upp í þessu og hafa þetta spennandi,“ segir Viðar Örn og heldur áfram. Hann segist ekki vera hræddur við spennufall hjá sínum leikmönnum, að komast loks í úrslitakeppnina. „Maður veit ekkert hvernig þetta verður. Við reyndar mættum Val í undanúrslitum í bikar í fyrra og þá var eitthvað svona hrun en við tökum bara á því sem hent er í okkur.“ Sameinað Austurland Viðar segir að eftirvæntingin fyrir leiknum og einvíginu sé mikil fyrir austan. „Ég held að við séum að ná að kveikja enn meiri áhuga og það er eftirvænting eftir þessu og við vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur og við náum að gera eitthvað gott fyrir samfélagið fyrir austan.“ Aðeins einu sinni í sögu úrslitakeppninnar hefur liðið í áttunda sæti slegið út deildarmeistarana og gerðist það árið 1998 þegar ÍA sló út Grindavík. Sagan er því ekki með Hetti fyrir einvígið. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hefja úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport klukkan 19:30. Subway-deild karla Höttur Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Höttur komst á dögunum í úrslitakeppnina í Subway-deild karla en liðið endaði í 8. sætinu eftir deildarkeppnina. Liðið mætir því deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 20:15. Ætlar að hrista upp í hlutunum Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari liðsins og hann ætlar sér að hrista upp í úrslitakeppninni. „Það er mikil eftirvænting og spenna fyrir því að þetta byrji. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að stefna á í lengri tíma og við erum lítill klúbbur að koma inn í þessa úrslitakeppni og við ætlum okkur að hrista upp í þessu og hafa þetta spennandi,“ segir Viðar Örn og heldur áfram. Hann segist ekki vera hræddur við spennufall hjá sínum leikmönnum, að komast loks í úrslitakeppnina. „Maður veit ekkert hvernig þetta verður. Við reyndar mættum Val í undanúrslitum í bikar í fyrra og þá var eitthvað svona hrun en við tökum bara á því sem hent er í okkur.“ Sameinað Austurland Viðar segir að eftirvæntingin fyrir leiknum og einvíginu sé mikil fyrir austan. „Ég held að við séum að ná að kveikja enn meiri áhuga og það er eftirvænting eftir þessu og við vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur og við náum að gera eitthvað gott fyrir samfélagið fyrir austan.“ Aðeins einu sinni í sögu úrslitakeppninnar hefur liðið í áttunda sæti slegið út deildarmeistarana og gerðist það árið 1998 þegar ÍA sló út Grindavík. Sagan er því ekki með Hetti fyrir einvígið. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hefja úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport klukkan 19:30.
Subway-deild karla Höttur Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira