Verðskulduðum ekki að komast nær en við gerðum Gunnar Gunnarsson skrifar 14. apríl 2024 22:04 Finnur Freyr Stefánsson á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði Hött hafa verðskuldað sigurinn í kvöld. „Fyrst og fremst var frammistaða Hattar töluvert betri en okkar í kvöld,“ svaraði hann aðspurður um hvað hefði ráðið úrslitum leiksins. „Við vorum ólíkir sjálfum okkar varnarlega, gáfum mikið af auðveldum körfum, skutum illa og tókum svekkelsið úr sókninni með okkur með okkur í vörnina. Frammistaðan sem við settum á gólfið verðskuldaði ekki neitt. Við horfum inn á við að hlutum sem við getum gert betur.“ Undir lok leiksins kviknaði þó á Valsliðinu og það minnkaði muninn úr 18 stigum í níu. Það byggði meðal annars á pressuvörn sem gerði Hattarliðið óöruggt þannig það tapaði boltanum nokkrum sinnum. „Þeð gerist stundum þegar leikirnir eru að fjara út að liðið sem er yfir fer að berjast. Við gerðum lokaáhlaup, bjuggum til smá orku og náðum að stela boltanum nokkrum sinnum. Mig langar að sjá atvikið aftur þar sem mér finnst Adam brjóta á Taiwo í skotinu en það breytir því ekki að þótt við hefðum fengið það þá verðskulduðum við ekki að komast nær en við gerðum. Fyrstu 35 mínúturnar voru mjög slakar af okkar hálfu.“ Skyttur Vals voru kaldar í kvöld. Kristinn Pálsson hitti úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum og Justas Tamulis úr tveimur af níu. Kristinn hefur ekki náð sér á strik það sem af er einvíginu gegn Hetti. „Þeir fá mörg skot sem þeir eru vanir að setja. Hattarmenn gera vel, eru nálægt Kristni og dansa á línunni um hvort þeir brjóta á honum. Hann átti frábæran leik gegn Njarðvík og því er eðlilegt að menn setji áherslu á hann. Hann fékk samt opin skot snemma í leiknum og verður að gera betur í að setja þau.“ Þriðji leikur liðanna verður í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. „Við vorum betri í fyrsta leiknum, Höttur í kvöld og svo er spurningin hvort liðið verður það í þriðja leiknum. Þannig virkar þessi blessaða úrslitakeppni. Við verðum að koma með einhverjar breytingar og finna leiðir, horfa inn á við og gera betur í öllum okkar aðgerðum.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
„Við vorum ólíkir sjálfum okkar varnarlega, gáfum mikið af auðveldum körfum, skutum illa og tókum svekkelsið úr sókninni með okkur með okkur í vörnina. Frammistaðan sem við settum á gólfið verðskuldaði ekki neitt. Við horfum inn á við að hlutum sem við getum gert betur.“ Undir lok leiksins kviknaði þó á Valsliðinu og það minnkaði muninn úr 18 stigum í níu. Það byggði meðal annars á pressuvörn sem gerði Hattarliðið óöruggt þannig það tapaði boltanum nokkrum sinnum. „Þeð gerist stundum þegar leikirnir eru að fjara út að liðið sem er yfir fer að berjast. Við gerðum lokaáhlaup, bjuggum til smá orku og náðum að stela boltanum nokkrum sinnum. Mig langar að sjá atvikið aftur þar sem mér finnst Adam brjóta á Taiwo í skotinu en það breytir því ekki að þótt við hefðum fengið það þá verðskulduðum við ekki að komast nær en við gerðum. Fyrstu 35 mínúturnar voru mjög slakar af okkar hálfu.“ Skyttur Vals voru kaldar í kvöld. Kristinn Pálsson hitti úr einu af 12 þriggja stiga skotum sínum og Justas Tamulis úr tveimur af níu. Kristinn hefur ekki náð sér á strik það sem af er einvíginu gegn Hetti. „Þeir fá mörg skot sem þeir eru vanir að setja. Hattarmenn gera vel, eru nálægt Kristni og dansa á línunni um hvort þeir brjóta á honum. Hann átti frábæran leik gegn Njarðvík og því er eðlilegt að menn setji áherslu á hann. Hann fékk samt opin skot snemma í leiknum og verður að gera betur í að setja þau.“ Þriðji leikur liðanna verður í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. „Við vorum betri í fyrsta leiknum, Höttur í kvöld og svo er spurningin hvort liðið verður það í þriðja leiknum. Þannig virkar þessi blessaða úrslitakeppni. Við verðum að koma með einhverjar breytingar og finna leiðir, horfa inn á við og gera betur í öllum okkar aðgerðum.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira