Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu

Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 

Fótbolti
Fréttamynd

McLagan missir af leikjunum við Malmö

Stórt skarð hefur verið hoggið í lið Víkings fyrir viðureign þeirra við Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Varnarmaðurinn Kyle McLagan mun missa af leikjunum við Malmö sem og tveimur leikjum í Bestu deild karla. 

Fótbolti
Fréttamynd

Toppliðin skildu jöfn og Víkingur upp í þriðja sæti

Þrír leikir voru á dagskrá í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. FH og Tindastóll skiptu stigunum á milli sín þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í toppslag deildarinnar, Víkingur R. lyfti sér upp í þriðja sætið með 0-2 sigri gegn Fjölni og Grindavík og Fylkir gerðu markalaust jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 0-6| Helgi og Logi gerðu báðir þrennu er meistararnir fóru illa með Selfyssinga

Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss 0-6. Helgi Guðjónsson fór á kostum og gerði fyrstu þrjú mörk meistaranna. Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson tók síðan við keflinu og gerði næstu þrjú mörkin.Víkingur Reykjavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn