Davíð Örn frá næstu vikurnar: „Nárinn fór“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 15:31 Davíð Örn Atlason var borinn af velli í fyrri hálfleik. Vísir/Hulda Margrét Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, þurfti að fara af velli í stórleik Bestu deildar karla í gærkvöld eftir að meiðast á nára í fyrri hálfleik. Hann bíður nú eftir að komast í ómskoðun til að fá nánari greiningu á meiðslunum. Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deildinni í fótbolta á mánudagskvöld. Bæði lið hafa spilað þétt og virðist það vera að koma í bakið á þeim. Davíð Örn og Logi Tómasson fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik hjá Víkingum. Sömu sögu er að segja af Kristni Steindórssyni í liði Breiðabliks og þá fór Davíð Ingvarsson meiddur af velli í hálfleik. Fyrir voru menn á borð við Ísak Snæ Þorvaldsson, Nikolaj Hansen og Halldór Smára Sigurðsson á meiðslalista liðanna. Davíð Örn meiddist snemma leiks er hann stökk upp í skallabolta. Er hann lenti var strax ljóst að hann gæti ekki haldið leik áfram. „Davíð er borinn af velli. Vonandi er þetta ekki jafn alvarlegt og þetta lítur út fyrir að vera,“ segir í lýsingu Vísis úr leiknum. Davíð Örn staðfesti svo í stuttu spjalli við íþróttadeild að um nárameiðsli væri að ræða. „Já nárinn fór bara þarna þegar ég var að spyrna mér upp til að hoppa í skallabolta. Veit meira þegar ég er búinn í segulómun.“ Meiðslin litu ekki vel út en Davíð Örn fór í aðgerð vegna kviðslits á síðasta ári. Hvort meiðslin nú séu jafn alvarleg er alls óvíst en það má allavega bóka það að bakvörðurinn öflugi spili ekki meira í ágústmánuði. Þetta er mikið áfall fyrir Víkinga sem dreymir um að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitil sinn. Liðið mætir KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn kemur en liðin mættust einnig á síðustu leiktíð. Þar unnu Víkingar öruggan sigur og ætla lærisveinar Rúnars Kristinssonar eflaust að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deildinni í fótbolta á mánudagskvöld. Bæði lið hafa spilað þétt og virðist það vera að koma í bakið á þeim. Davíð Örn og Logi Tómasson fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik hjá Víkingum. Sömu sögu er að segja af Kristni Steindórssyni í liði Breiðabliks og þá fór Davíð Ingvarsson meiddur af velli í hálfleik. Fyrir voru menn á borð við Ísak Snæ Þorvaldsson, Nikolaj Hansen og Halldór Smára Sigurðsson á meiðslalista liðanna. Davíð Örn meiddist snemma leiks er hann stökk upp í skallabolta. Er hann lenti var strax ljóst að hann gæti ekki haldið leik áfram. „Davíð er borinn af velli. Vonandi er þetta ekki jafn alvarlegt og þetta lítur út fyrir að vera,“ segir í lýsingu Vísis úr leiknum. Davíð Örn staðfesti svo í stuttu spjalli við íþróttadeild að um nárameiðsli væri að ræða. „Já nárinn fór bara þarna þegar ég var að spyrna mér upp til að hoppa í skallabolta. Veit meira þegar ég er búinn í segulómun.“ Meiðslin litu ekki vel út en Davíð Örn fór í aðgerð vegna kviðslits á síðasta ári. Hvort meiðslin nú séu jafn alvarleg er alls óvíst en það má allavega bóka það að bakvörðurinn öflugi spili ekki meira í ágústmánuði. Þetta er mikið áfall fyrir Víkinga sem dreymir um að verja bæði Íslands- og bikarmeistaratitil sinn. Liðið mætir KR í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn kemur en liðin mættust einnig á síðustu leiktíð. Þar unnu Víkingar öruggan sigur og ætla lærisveinar Rúnars Kristinssonar eflaust að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30 Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00 „Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22 „Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Formaður knattspyrnudeildar Víkings ósáttur: „Eins óíþróttamannslegt og það verður“ Það var töluverður hiti í leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld enda um að ræða liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Alls fóru tíu gul spjöld á loft, sem og eitt rautt, en þá var frammistaða boltasækjara leiksins einnig til umræðu. 16. ágúst 2022 09:30
Sjáðu mörkin og rauða spjaldið úr stórleik Breiðabliks og Víkings Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, mánudag. Um er að ræða topplið deildarinnar og svo ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Þá fór rautt spjald á loft í síðari hálfleik. Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér að neðan. 16. ágúst 2022 08:00
„Í hálfleik vorum við að missa titilinn úr höndunum á okkur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ósáttur við sína menn í fyrri hálfleiknum í jafnteflinu gegn Breiðabliki. Hann segir að þrátt fyrir Víkingar hafi ekki unnið séu þeir enn á fullu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2022 22:22
„Jafntefli er betra fyrir okkur en þá“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að jafnteflið gegn Víkingi, 1-1, kæmi sínum mönnum betur en Íslands- og bikarmeisturunum. 15. ágúst 2022 22:07