Arnar framlengir í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2022 12:00 Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við Víking fram yfir tímabilið 2025. Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari Víkings í Reykjavík til loka tímabilsins 2025. Félagið tilkynnti um þetta í dag. Víkingur gerði síðast samning við Arnar í apríl í fyrra og náði gildandi samningur hans til 2024. Hann hefur nú framlengt á ný, um eitt ár, og tekið er fram í tilkynningu Víkings að samningurinn sé óuppsegjanlegur af beggja hálfu, líkt og fyrri samningar milli aðilanna. Arnar tók við Víkingsliðinu haustið 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá félaginu í tvö ár. Áður var hann aðstoðarþjálfari hjá KR í frá 2016 til 2017. Víkingur vann bikarkeppnina á fyrsta tímabili Arnars með liðið, sumarið 2019, og eftir strembið sumar 2020 vann liðið tvöfalt, bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikartitilinn síðasta sumar. Víkingur situr í þriðja sæti Bestu deildar karla með 35 stig, stigi á eftir KA í öðru sæti og tíu stigum frá toppliði Breiðabliks. Víkingur hefur þó aðeins leikið 18 leiki samanborið við 19 leiki liðanna fyrir ofan þá. Víkingur er einnig kominn í undanúrslit Mjólkurbikars karla og mæta þar Breiðabliki á Kópavogsvelli annað kvöld. Tilkynning Víkings Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til þriggja ára. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu, rétt eins og fyrri samningar. Það er með mikilli ánægju sem Víkingur tilkynnir framlengingu á samningi við Arnar Gunnlaugsson. Arnar er einn farsælasti þjálfari félagsins frá upphafi. Frá árinu 2018 þegar Arnar tók við félaginu af Loga Ólafssyni hefur leiðin legið upp á við. Fyrsti titillinn kom í hús árið 2019 og tveir þeir næstu árið 2021. Umgjörð félagsins hefur batnað mikið á sama tíma. Með yfirmanni knattspyrnumála, Kára Árnasyni hefur skapast samfella í starfinu og meiri samhæfing á áherslum félagsins niður í yngri flokka starfið. Arnar Gunnlaugsson er leiðtogi mjög öflugs þjálfarateymis sem gengur samstillt til verka og nær árangri. Undir hans stjórn náði félagið að komast í þriðju umferð Evrópukeppninnar þar sem liðið átti stærstan þátt í að tryggja Íslandi fjórða evrópusætið að ári með mjög góðum úrslitum á móti sterkum andstæðingum. Evrópuævintýrið í sumar er byrjunin á þeirri vegferð sem félagið vill feta. Undir stjórn Arnars er Víkingum í nútíð og framtíð allir vegir færir. Sem þjálfari Víkings á undanförnum fjórum árum hefur Arnar byggt upp orðstír sem farin er að skyggja á glæstan leikmannaferil hans. Við Víkingar erum því sérstaklega ánægð með að vera búin að tryggja félaginu starfskrafta hans til næstu þriggja ára hið minnsta. Undir stjórn Arnars, með hjálp þjálfarateymisins, leikmanna og iðkenda félagsins ásamt sjálfboðaliðum og stuðningsmönnum væntum við áframhaldandi velgengni, uppbyggingar og sætra sigra! Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Víkingur gerði síðast samning við Arnar í apríl í fyrra og náði gildandi samningur hans til 2024. Hann hefur nú framlengt á ný, um eitt ár, og tekið er fram í tilkynningu Víkings að samningurinn sé óuppsegjanlegur af beggja hálfu, líkt og fyrri samningar milli aðilanna. Arnar tók við Víkingsliðinu haustið 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá félaginu í tvö ár. Áður var hann aðstoðarþjálfari hjá KR í frá 2016 til 2017. Víkingur vann bikarkeppnina á fyrsta tímabili Arnars með liðið, sumarið 2019, og eftir strembið sumar 2020 vann liðið tvöfalt, bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikartitilinn síðasta sumar. Víkingur situr í þriðja sæti Bestu deildar karla með 35 stig, stigi á eftir KA í öðru sæti og tíu stigum frá toppliði Breiðabliks. Víkingur hefur þó aðeins leikið 18 leiki samanborið við 19 leiki liðanna fyrir ofan þá. Víkingur er einnig kominn í undanúrslit Mjólkurbikars karla og mæta þar Breiðabliki á Kópavogsvelli annað kvöld. Tilkynning Víkings Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til þriggja ára. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu, rétt eins og fyrri samningar. Það er með mikilli ánægju sem Víkingur tilkynnir framlengingu á samningi við Arnar Gunnlaugsson. Arnar er einn farsælasti þjálfari félagsins frá upphafi. Frá árinu 2018 þegar Arnar tók við félaginu af Loga Ólafssyni hefur leiðin legið upp á við. Fyrsti titillinn kom í hús árið 2019 og tveir þeir næstu árið 2021. Umgjörð félagsins hefur batnað mikið á sama tíma. Með yfirmanni knattspyrnumála, Kára Árnasyni hefur skapast samfella í starfinu og meiri samhæfing á áherslum félagsins niður í yngri flokka starfið. Arnar Gunnlaugsson er leiðtogi mjög öflugs þjálfarateymis sem gengur samstillt til verka og nær árangri. Undir hans stjórn náði félagið að komast í þriðju umferð Evrópukeppninnar þar sem liðið átti stærstan þátt í að tryggja Íslandi fjórða evrópusætið að ári með mjög góðum úrslitum á móti sterkum andstæðingum. Evrópuævintýrið í sumar er byrjunin á þeirri vegferð sem félagið vill feta. Undir stjórn Arnars er Víkingum í nútíð og framtíð allir vegir færir. Sem þjálfari Víkings á undanförnum fjórum árum hefur Arnar byggt upp orðstír sem farin er að skyggja á glæstan leikmannaferil hans. Við Víkingar erum því sérstaklega ánægð með að vera búin að tryggja félaginu starfskrafta hans til næstu þriggja ára hið minnsta. Undir stjórn Arnars, með hjálp þjálfarateymisins, leikmanna og iðkenda félagsins ásamt sjálfboðaliðum og stuðningsmönnum væntum við áframhaldandi velgengni, uppbyggingar og sætra sigra!
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira