Fylkir

Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik
Afturelding, Keflavík, Víkingur Ólafsvík og Kári tryggðu sér öll sæti sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í dag.

Daði leggur skóna á hilluna
Daði Ólafsson, leikmaður Fylkis í Lengjudeild karla í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Hann sleit krossband árið 2023 og hefur ekki náð fullum bata þrátt fyrir að spila tvo leiki með Fylki í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.

Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu
Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis.

Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn
Valur varð í dag Lengjubikarmeistari karla eftir 2-3 sigur á Fylki á Würth vellinum í Árbænum í dag. Fylkismenn komust í 2-0 en Valsmenn sneru dæminu sér í vil.

Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn
Valur lenti 2-0 undir gegn Fylki í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta en kom til baka og vann 2-3 sigur í Árbænum.

Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda
Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis.

Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur
Tindastóll vann langþráðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Fylki í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í dag.

Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin
Eyþór Aron Wöhler skoraði sigurmarkið þegar Fylkir komst í kvöld í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta.

Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum
Þór/KA fór í góða ferð suður í kvöld og fagnaði flottum sigri á Fylkiskonum í Lengjubikar kvenna í fótbolta.

Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika
Fylkir tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta eftir sigur á Njarðvík á heimavelli sínum.

Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni
Afturelding vann 6-3 sigur á FH í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld en nýliðarnir komust í 6-0 í leiknum.

Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej
Karlalið Fylkis í fótbolta seldi tvær treyjur frá landsliðsmanninum Orra Óskarssyni fyrir samtals hálfa milljón króna, á uppboði á herrakvöldi félagsins á dögunum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fylkismanna.

Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“
Nú er orðið ljóst að Eyþór Aron Wöhler, sem lék með KR í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, verður leikmaður Fylkis næstu tvö árin.

„Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis
Þór/KA hefur tryggt sér liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að fá Evu Rut Ásþórsdóttur frá Fylki.

Sjáðu markaflóðið úr Bestu deildinni í gær
Ekki vantaði mörkin í Bestu deild karla í gær. Alls voru skoruð þrjátíu mörk í fimm leikjum. Þau má sjá í fréttinni.

Uppgjörið: Vestri - Fylkir 1-3 | Vestri áfram í Bestu deildinni þrátt fyrir tap
Vestri leikur áfram í Bestu deild karla á næsta tímabili þrátt fyrir 1-3 tap fyrir Fylki á Ísafirði í dag. Á sama tíma steinlá HK fyrir KR.

Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK
Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim.

„Ég reyndi að standa mig eins og í öllum öðrum leikjum“
Matthias Præst Nielsen var í undarlegum aðstæðum í kvöld þegar hann lék með núverandi liði sínu Fylki, gegn framtíðarliði sínu KR. Matthias klæddi sig í treyju KR undir lok félagaskiptagluggans í sumar og skrifaði undir samning, sem tekur gildi þegar tímabilinu lýkur næstu helgi. Hann segir það hafa verið svolítið skrítið en reyndi að standa sig eins og í öllum öðrum leikjum.

Uppgjörið: Fylkir - KR 0-1 | KR fagnaði sigri gegn tíu Fylkismönnum
KR stökk yfir lækinn og vann Fylki með einu marki gegn engu. Fylkismenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik. Vitað var fyrirfram að þeir væru fallnir og KR væri búið að bjarga sér frá falli.

Árni tekur við Fylki af Rúnari
Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum.

Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika
Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson segir stjórnarmenn knattspyrnudeildar Fylkis hafa gengið á bak orða sinna með því að hætta við að framlengja samning við hann um að þjálfa áfram kvennalið félagsins.

Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“
Það varð allt vitlaust undir lok leiks HK og Fylkis í Bestu deildinni í fyrrakvöld, þegar HK tókst að jafna metin mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Markið sendi Fylki niður um deild. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki alveg sammála um réttmæti þess að lengja uppbótartímann.

Rúnar Páll hættir eftir tímabilið: „Mun kveðja Fylki með söknuði“
Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn HK í Kórnum og eru fallnir úr efstu deild. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var virkilega ósáttur með jöfnunarmark HK og staðfesti einnig að hann verði ekki með liðið á næsta tímabili.

Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður þegar HK jafnaði undir lok leiks liðanna í kvöld. Hann fékk að launum reisupassann og hans menn fallnir niður um deild.

Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki
HK og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í spennutrylli. Allt benti til þess að Fylkir myndi klára þetta en Brynjar Snær Pálsson jafnaði í uppbótartíma og Fylkir er fallið. Uppgjör og viðtöl væntnaleg.

Vaknar Árbærinn aftur?
Fylkir berst fyrir tilverurétti sínum í Bestu deild karla er liðið sækir HK heim í Kórinn seinni partinn í dag.

Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram
Gærdagurinn í Bestu deild karla í fótbolta var áhugaverður og bauð upp á margar mismunandi sögulínur. Ekki vantaði mörkin í leikina fjóra og þá var dramatíkin allsráðandi í slag Vals og Víkings Reykjavíkur

Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fylkir - KA 1-3 | KA kom Fylki í vonlitla stöðu
Bikarmeistararnir unnu 1-3 sigur gegn Fylki sem situr í neðsta sæti deildarinnar. Staðan var jöfn í hálfleik en KA gerði tvö mörk í seinni hálfleik og gestirnir fögnuðu sigri. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

„Gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt“
KA vann 1-3 sigur gegn Fylki á Würth-vellinum. Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, var á skotskónum en fagnaði ekki markinu þar sem hann spilaði með Fylki árið 2013.

Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks
Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram.