Stjarnan

Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Grinda­vík - Stjarnan 80-72 | Verð­skuldaður sigur Grind­víkinga

Grindavík tók á móti Stjörnunni í 18. umferð Subway-deildar kvenna nú í kvöld. Þetta var lokaleikur deildarinnar áður en henni verður skipt upp í A deild og B deild. Fyrir leikinn voru Grindvíkingar í þriðja sæti með 20 stig á meðan gestirnir úr Garðabæ sátu sæti neðar með 18 stig. Svo fór að lokum að Grindavík vann átta stiga sigur eftir afar skemmtilega leik. Lokatölur hér í Smáranum 80-72

Körfubolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Þór Þorl.- Stjarnan 98-92 | Þór með frá­bæra endur­komu gegn Stjörnunni sem skilaði sigri

Þór Þorlákshöfn innbyrti sigur á móti Stjörnunni, 98-92, í lokaleik þrettándu umferð Subway deildar karla í körfubolta þegar liðin leiddu saman hesta sína í Iceland Glacier-höllina í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn höfðu haft betur í sjö síðustu deildarleikjum sínum á móti Stjörnumönnum og héldu hreðjartaki sínu á Garðbæingnum áfram.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég held að þetta sé liðið til að vinna“

Arnar Guðjónsson tapaði tvo daga í röð gegn Njarðvík þessa helgina. Fyrst í gær með karlaliðið og nú aftur í dag með kvennaliðið en Njarðvík vann leikinn í dag nokkuð örugglega, lokatölur 60-79. Arnar var nú samt nokkuð léttur og sagði Njarðvíkinga alltaf vera velkomna í Garðabæinn þegar hann var spurður hvort þeim yrði boðið á Þrettándagleðina í kvöld. 

Körfubolti