Stjarnan

Fréttamynd

Óskar Smári tekur við Stjörnunni

Óskar Smári Haraldsson hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hann kemur frá Fram og tekur við starfinu af Jóhannesi Karli Sigursteinssyni. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við þurfum að vera betri varnarlega“

Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki í kvöld. Liðin mættust síðast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og Stólarnir eru fullir tilhlökkunar að hefna þeirra hörmuna, en verða að bæta varnarleikinn að mati þjálfarans.

Körfubolti
Fréttamynd

„Mjög sáttur með samninginn“

Birnir Snær Ingason samdi við Stjörnuna og ætlar að hjálpa liðinu að stíga næsta skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum en pælir ekki í því hvort hann sé sá launahæsti í Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við erum ekki á góðum stað“

ÍR sigraði Stjörnuna 91-93  í fjórðu umferð Bónus deildar karla í kvöld. Íslandsmeistararnir í Stjörnunni byrjaðu leikinn afskaplega vel en viðsnúningur ÍR-inga varð þeim að falli.

Sport
Fréttamynd

Annar sigur KR kom í Garða­bæ

KR-ingar eru komnir með tvo sigra í fyrstu þremur leikjum sínum í Bónus-deild kvenna í körfubolta, eftir öruggan sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag, 77-60.

Körfubolti
Fréttamynd

Von­sviknir Vals­menn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki

Valsmenn segja að háttvísin og körfuboltinn hafi tapað í gærkvöldi þegar Pablo Bertone spilaði með Stjörnunni gegn sínu gamla félagi. Þar er vísað í þá staðreynd að Bertone hafi verið dæmdur í fimm leikja bann en tekið það út með tveimur mismunandi liðum og þar með einungis misst af tveimur leikjum með Stjörnunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik

Haukar sigruðu Val eftir vítakastkeppni, 39-38, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld. Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran leik í marki Hauka. Fjölnir, sem leikur í Grill 66 deildinni, gerði sér lítið fyrir og sló Stjörnuna úr leik með sigri á heimavelli, 38-35.

Handbolti
Fréttamynd

Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær en leikið var í 25. umferð. Rosaleg dramatík var í Vesturbænum, Skaginn steig breitt skref í átt að öryggi í Vestmannaeyjum og forskotið gekka á milli liða að Hlíðarenda.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hann er topp þrír í deildinni“

Segja má að Körfuboltakvöld hafi ekki haldið vatni yfir Orra Gunnarssyni, leikmanni Stjörnunnar. Skipti það litlu máli að Íslandsmeistararnir hafi tapað fyrir KR í 1. umferð deildarinnar.

Körfubolti