Stjarnan

Fréttamynd

Upp­gjörið: Álfta­nes - Stjarnan 77-97 | Þægi­legur sigur gestanna

Álftanes tók á móti einu heitasta liði landsins í nágrannaslag í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Forsetahöllina. Heimamenn unnu báða slagina um Garðabæ í fyrra en eins og Kjartan Atli, þjálfari Álftaness benti á fyrir leik er ansi breytt Stjörnulið sem mætir til leiks í ár og það átti heldur betur eftir að koma á daginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Kol­brún: Ég var ekki að fara að tapa í dag

Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá var Kolbrún María Ármannsdóttir maður leiksins í sigri Stjörnunnar á Grindavík í kvöld. Hún böðlaðist áfram á annarri löppinni í lok leiksins og dró liðið sitt til sigurs.

Körfubolti
Fréttamynd

Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri

„Heilt yfir er ég ánægð. Ánægð með þennan sigur, ekki sjálfgefið að taka tvo punkta hér,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir sigur síns liðs á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Lokatölur 18-24 og með sigrinum er Fram komið í annað sæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið

Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld. 

Körfubolti