Starfsframi

Fréttamynd

Besti vinnu­­staðurinn fyrir konur '24: Viljum upp­­hefja ræstinga­starfið

„Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Góð ráð: Í at­vinnu­leit eftir fimm­tugt

Það getur verið nánast óhugnanleg tilhugsun að leita sér að nýju starfi eftir fimmtugt. Því eins og umræðan er, virðist allt benda til þess að eftir miðjan aldur geti atvinnuleit orðið sérstaklega krefjandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“

„Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu.

Áskorun
Fréttamynd

„Salan var al­gjör­lega háð því hvað Þór­ólfur sagði á fundum“

„Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flug­vellinum“

„Þá fór þetta þannig fram að maður tók myndir á svart hvíta filmu en skrifaði fréttina á ritvél, eða einfaldlega handskrifaði hana á pappír. Fréttina og filmuna setti maður síðan í umslag, fór á Kastrup og leitaði að Íslendingalegu og vel treystandi fólki á flugvellinum og bað það um að flytja umslagið með sér heim,“ segir Þórir Guðmundsson þegar hann rifjar upp hvernig blaðamannastarfið fór fram í upphafi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Margföldunaráhrif: Að ráða einn al­þjóð­legan sér­fræðing skapar vinnu­staðnum fimm sér­fræðinga

„Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Jafnvægisvogin '23: Kannski er ríkið að bjóða betur

„Gögnin sýna okkur að ef íslenskt atvinnulíf heldur áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á síðustu ár munum við ekki ná kynjahlutfalli í 40/60 á næstu árum, jafnvel áratugum,” segir Guðrún Ólafsdóttir sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“

„Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„En hvers vegna þurfum við að vera feimin?“

„Það er ekkert óalgengt að fólk sé með fyrirlestur hér og þar og segi frá því sem vinnustaðurinn er að gera eða takast á við. En þegar kemur að því að bjóða fólki „heim“ er eins og við verðum eitthvað feimnari,“ segir Margrét Tryggvadóttir skemmtana- og forstjóri Nova.

Atvinnulíf