Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. september 2024 07:01 Annie Mist Þórisdóttir atvinnumanneskja í CrossFit og Helga Sigrún Hermannsdóttir efnaverkfræðingur segja mikilvægt að segja draumana sína upphátt og hafa ekki áhyggjur af því hvað öðru fólki finnst. Í gærkveldi héldu þær fyrirlestur fyrir UAK konur um það hvernig við látum drauma okkar rætast, en fyrirtækið þeirra Dottir Skin hefur nú þegar búið til sólvörn á heimsmælikvarða. Vísir/Vilhelm „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. Sem var ekkert auðvelt og lengi skammaðist ég mín fyrir að vera ekki í skóla. Sem mér fannst þó sjálfri skrýtin tilfinning því foreldrar mínir studdu mig en samt skammaðist ég mín. Því samfélagið spurði alltaf: En í hvaða námi ertu? Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?“ segir Annie og bætir við: „Þannig að þrátt fyrir stuðning foreldra minna, var samfélagið ekki að samþykkja það sem ég var að gera. Þótt ég væri að leggja mig alla fram. Að æfa í sex klukkutíma á dag. Að ferðast til útlanda til að hitta bestu þjálfara í heimi. Það var ekki fyrr en peningarnir komu inn í CrossFit sem það breyttist. Þá virtist það loksins meika sens fyrir fólki, hvað ég var að gera.“ Helga Sigrún Hermannsdóttir, efnafræðingur og einn stofnenda Dottir Skin, tekur undir þetta. Helga er áttfaldur Íslandsmeistari í dansi og tekur sem dæmi, hversu mikið dansinn hjálpaði henni í að stefna alltaf á sína eigin drauma, óháð því hvað aðrir mögulega segja. „Það er svolítið inn prentað í mann frá dansinum að þú verðir að eigna þér þitt pláss. Sumum kann að finnast það hrokafullt en þetta er þó lykilatriði. Dansþjálfararnir kenndu mér líka að nýta öll skynvitin mín til að ná settum markmiðum: Hear it, smell it, touch it and feel it eins og sagt er á ensku. Ímyndaðu þér hvernig það verður síðar að upplifa hlutina á áþreifanlegan hátt.“ Umræðuefnið er: Að láta draumana rætast, sem var yfirskrift opnunarviðburðar UAK, Ungra athafnakvenna, sem haldinn var í gærkveldi. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun, er fjallað um hvað þarf til að láta draumana okkar rætast. CrossFit afrekskonurnar Annie og Tanja slepptu því alltaf að nota sólvörn því hún lak alltaf í augunum á þeim þegar þær svitnuðu. Með efnafræðiþekkingu Helgu Sigrúnu að vopni, þróuðu þær sólvörnina Dottir Skin þar sem þetta vandamál er úr sögunni. Dottir Skin Best í heimi Það vita svo sem allir að Annie Mist telst klárlega ein sú besta í heimi þegar kemur að CrossFit. Færri vita það þó að Annie Mist, hefur síðustu misseri unnið að því að þróa sólvörn með sérstöðu. Sem einfaldlega er sú besta í heimi. „Dottir Skin sólvörnin lekur ekki niður í augun á þér þótt þú svitnir,“ segir Annie þegar hún talar um sólvörnina. „Þetta var alltaf mikið vandamál hjá mér og líka hjá Tönju og þess vegna slepptum við því báðar að nota sólvörn,“ segir Annie og vísar þar til Katrínar Tönju Davíðsdóttur, sem einnig hefur orðið heimsmeistari í CrossFit tvívegis og er í hópi stofnenda Dottir Skin. Fyrir ljósrauðhærða konu frá Íslandi er það hins vegar ekki gott. Enda vitað í dag að allir þurfa að vera með sólvörn á sér alla daga, allan ársins hring og alls staðar í heiminum. „Að þróa þessa vöru var samt þrælerfitt,“ segir Annie og hlær. „Því ég hugsa hlutina alltaf þannig að vilja vera best í heimi. Sem þýðir fyrir mér að við vorum ekki bara að búa til sólvörn sem þyrfti að vera góð. Heldur einfaldlega best í heimi,“ segir Annie og útskýrir að ef Dottir Skin sólvörnin væri ekki best, myndi hún sjálf kaupa aðra vörn og það vill hún ekki. „Til viðbótar við þetta vesen að sólvörnin læki niður í augun, vildi ég geta notað sólvörn sem mér líður vel með að bera á allan líkama minn og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skaði barnið mitt þótt ég haldi á því,“ segir Annie, sem síðastliðið vor eignaðist sitt annað barn. „Eftir að ég varð mamma, varð ég enn meira meðvituð um hversu miklu skiptir að innihald í öllum vörum, þar á meðal sólvörnum, geti ekki skaðað neinn.“ Að þróun vörunnar, voru það hins vegar hæfileikar, þekking og menntun Helgu Sigrúnar sem skiptu sköpum. Enda fjallaði meira að segja meistararitgerðin hennar í hagnýtri efnaverkfræði um sólvarnir. Hvað annað? „Ég viðurkenni samt að mig óraði aldrei fyrir því hvað þetta væri ógeðslega erfitt verkefni,“ segir Helga Sigrún og skellir uppúr. „En eitt af því sem maður hefur lært er að meta það þegar hlutir eru erfiðir. Sem oft gera verkefni skemmtilegri að takast á við og sigurinn enn sætari þegar hann næst.“ Sem dæmi má nefna þá styrki sem Dottir Skin hefur fengið. „Við fengum milljón króna styrk frá Kviku banka og þrjár milljónir frá Rannís en byrjuðum að sækja um hjá Tækniþróunarsjóði árið 2021 en fengum alltaf Nei. Sóttum samt alltaf um tvisvar á ári. Það var ekki fyrr en með niðurstöðum meistararitgerðarinnar minnar sem umsóknin okkar náði í gegn og við fengum styrk síðastliðið vor. Eftir að hafa sótt um sex sinnum og alltaf fengið Nei!“ Já, því hluti af því að draumar rætist, er að gefast ekki upp þótt á móti blási. En áður en við fáum að heyra meira um Skin Dottir, skulum við heyra hvað stöllurnar segja um það að láta draumana rætast. Á viðburði UAK sagði Helga Sigrún, áttfaldur Íslandsmeistari í dansi, frá því hvernig draumarnir raungerðust eftir að hún sagði upphátt að hún vildi búa til íslenska snyrtivöru og verða fyrsti Íslendingurinn að búa til sólvörn. Sem hún hefur nú gert! Helga segir verkefnið hafa verið þrælerfitt, margt hafi verið vandræðalegt og hvatvíst en í dansinum lærði hún að taka sitt pláss og óttast ekki mistök.Vísir/Vilhelm Að segja draumana upphátt Dottir Skin hélt erindi á viðburði UAK í gærkveldi. Yfirskrift erindisins er ,,Hvað gerist ef ég tala um drauma mína upphátt? – Að mæta óttanum við að mistakast“ Skiptir máli að segja draumana upphátt? „Já,“ svarar Helga að bragði og bætir við að margir sem aðhyllist andlegum málum, trúi því að með því að sjá fyrir sér eitthvað rætast, þá margfaldist líkurnar á að það gerist. En taugavísindin styðja þetta líka. Því rannsóknir hafa sýnt að ef við segjum hlutina upphátt, hvað okkur langar til að gera eða verða, hvað okkur dreymir um, þá bregst heilinn við þannig að hann ósjálfrátt fer að finna leiðir og lausnir til að sýna þér og sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Að segja draumana upphátt er því lykilatriði, stutt af bæði hinum andlega heimi sem og raunvísindunum sjálfum.“ Sjálf hefur Helga ótrúlega margar skemmtilegar sögur í handraðanum, sem staðfesta þetta. Til að mynda áttaði hún sig á því við undirbúning fyrirlestur Dottir Skin að tímalínan á því hvað gerst hefur hjá fyrirtækinu síðustu misseri, helst alfarið í hendur við það hvað og hvenær hún sagði hlutina upphátt. 12.ágúst 2020: Helga skrifar á Instagram til lokaðs vinahóps að hana langi til að stofna íslenskt húðvörufyrirtæki. Einn vinur minn svaraði strax: Go for it, gerðu það bara. En fljótlega eftir að ég skrifaði þetta hugsaði ég með mér: Shit, hvað var ég eiginlega að segja! En áttaði mig síðan á því að þarna var ég bara að segja draum upphátt og þegar við gerum það, er mikilvægt fyrir okkur að slaka síðan bara á.“ 2.apríl 2021: Í stelpugrúppu á Instagram var Helga spurð að því hvar hún sæi sjálfan sig fyrir sér eftir 5 ár. Helga svaraði því til að hún sæi fyrir sér að hún ætti stærsta snyrtivörubrand á Íslandi og hús í vesturbænum. „Ég veit svo sem ekki hvaðan þetta með húsið kom,“ segir Helga hlæjandi. „En ég birti þetta fyrir alla að sjá.“ 19.maí 2021: Þar sem Helga er mörgum kunnug sem efnafræðiáhugamanneskja og sérfræðingur um innihald á snyrtivörum, var hún eitt sinn stödd í húsakynnum Sýnar til að fara þar í útvarpsviðtal. Viðtalið var vegna námskeiðs sem Helga hélt um snyrtivörur og innihald þeirra og á kaffistofunni þar sem hún beið, hitti hún fyrir Sindra Sindrason fréttamann. Mér fannst þetta frekar vandræðalegt þar sem við stóðum með sitthvorn kaffibollann og Sindri spurði mig hvað ég sæi fyrir mér með þetta námskeið til lengri tíma. Og ég svaraði: Mig langar reyndar ekkert að hætta þarna því mig langar að verða fyrsti Íslendingurinn til að búa til sólvörn.“ Og viti menn: Síðan fór boltinn að rúlla! „Þegar Annie og þau höfðu samband við mig á Instagram og spurðu hvernig mér litist á að búa til sólvörn með þeim ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum!“ segir Helga og nánast tekur andköf af minningunni einni saman. „Auðvitað spilaði ég mig rosalega kúl þegar ég svaraði þeim. Sagðist ætla að athuga hvenær ég væri laus til að hitta þau á fundi. Hið rétta er að ég sat heima, titraði og skalf og öskraði bara: Mamma, veistu hvað….!“ Sem er ekki aðeins fyndið að heyra Helgu segja, heldur vísar okkur líka að næsta kafla í erindi Dottir Skin: Að takast á við óttann þannig að draumarnir rætist. Þegar Annie ákvað að hætta í læknanámi til að verða atvinnumanneskja í CrossFit studdu foreldrar hennar hana, en ekki samfélagið. En í hvaða námi ertu? Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? spurði fólk, sem fékk Annie til að skammast sín fyrir að vera ekki í skóla. Að láta drauma sína rætast þýðir þó meðal annars að láta viðhorf fólks ekki hafa áhrif á þig segir þessi tvöfaldi heimsmeistari og atvinnumanneskja í CrossFit til 15 ára.Vísir/Vilhelm Hugrekkið Annie og Helga segja hugrekki lykilatriði þegar kemur að því að láta drauma rætast. „Sem þýðir líka að við verðum að vera nógu hugrökk til að segja: Ókei, mér mistókst eða hlutirnir gengu ekki upp eins og ég ætlaði. Þetta lærði maður í dansinum. Maður byrjar hvergi á því að vera bestur. Spurningin er: En getur þú unnið að því að verða það?“ segir Helga. Að vera hugrakkur þýðir líka að óttast það ekki að markmiðin okkar séu háleit. „Ég er mikil keppnismanneskja og það skiptir mig rosalega miklu máli að vinna alltaf að einhverjum markmiðum. Einu sinni var markmiðið að verða atvinnumanneskja í CrossFit, það tókst. Síðan að verða fyrsta konan frá Íslandi til að verða heimsmeistari í CrossFit. Það tókst. Næst var að verða fyrsta konan frá Íslandi til að verða heimsmeistari í CrossFit í tvö ár í röð,“ segir Annie og vísar þar til heimsmeistaratitla sinna 2011 og 2012. En ég hef ekkert alltaf unnið. En margoft tekið þátt. Sem þýðir að það að stefna hátt og ná góðum árangri þýðir ekkert endilega að hlutirnir gangi alltaf upp nákvæmlega eins og þú vildir það. Að vinna samt að því af heilum hug og leggja allt þitt í að ná þessu markmiði, fleytir þér hins vegar svo langt.“ Svo ekki sé meira sagt, því sjálf hefur Annie verið atvinnumanneskja í CrossFit í heil 15 ár. „Sem ég viðurkenni alveg að er nokkuð lengur en ég hélt að væri hægt í upphafi. En árlega hef ég líka alltaf spurt sjálfan mig: Hvað vill ég gera? Hvaða markmiðum vil ég raunverulega ná og er þetta það sem ég vill gera?“ segir Annie og bætir við: „Og ef svarið er Já, þýðir það einfaldlega að ég verði að vera tilbúin til að leggja mikið á mig til að ná þessu markmiði. Því þetta er rosalega erfitt. Og á endanum snýst þetta síðan um að geta horft til baka, fullviss um að maður hafi lagt allt sitt í þetta og gert sitt besta. Þótt hlutirnir séu ekkert alltaf dans á rósum á leiðinni.“ Stöllurnar segja líka miklu máli skipta að þora að vera þær sjálfar. Það sé liður í hugrekkinu. „Þegar ég byrjaði í efnaverkfræðinni mætti ég upp í Háskóla Íslands brúnkuð í drasl, með hvítlitað hár, vitandi það að efnafræðin telst frekar karllægur geiri. En ég vil hafa frelsi til að vera sú sem ég er og að birtast heiminum eins og ég er. Og að vera skapandi. Sem þýðir að við verðum að hafa hugrekki til að taka það pláss sem við þurfum, til að vera þau sem við viljum vera,“ segir Helga og bætir við: „Og mig langaði að vera breytingin sem mig langaði til að sjá í snyrtivörubransanum. Sem Dottir Skin snýst mikið um. Við erum ekki bara vörumerki með góða vöru. Við erum breytingin í snyrtivörugeiranum sem við viljum sjá að verði. Við erum fyrirtæki sem valdeflir aðrar konur.“ Að vera við sjálf og leyfa því ekki að hafa áhrif hvað öðrum finnst að þú eigir að vera eða gera. „Alveg eins og með læknanámið mitt,“ segir Annie og bætir við: „Mér fannst það alveg erfið ákvörðun á sínum tíma að hætta í læknanáminu. Sem öllum greinilega fannst að ég ætti að halda áfram í, þótt foreldrar mínir hafi stutt mig í að einbeita mér alfarið að CrossFit. En ég hugsaði þá: Ég get alltaf farið í læknanámið aftur ef ég vil.“ „Nákvæmlega,“ segir Helga og kinkar kolli. „Við eigum aldrei að hugsa um það hvað öðrum finnst eða hvernig aðrir horfa á okkur. Ég er til dæmis viss um að fyrir mörgum birtist ég eins og einhver trúður. Ég geri oft mistök, á það til að vera hvatvís og segja jafnvel heimskulega hluti. En það breytir því ekki að ég er einfaldlega drullugóð í því sem ég er að gera.“ Annie segir mikilvægt að líða vel með þá sólvörn sem þú berð á líkama þinn og að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að vörnin skaði húðina eða barnið þitt ef þú heldur á því. Innihald Dottir Skin tekur mið af þessu tvennu, en sólvörnin er til sölu í CrossFit Reykjavík og á netinu, en til að byrja með fyrst og fremst til sölu í Evrópu.Dottir Skin Draumurinn Annie segist strax hafa fundið sig í CrossFit. Og að ávinningur síðustu 15 ára felist í mörgu öðru en aðeins því að hafa náð langt í greininni. „Ég til dæmis kynntist manninum mínum árið 2010. Hann hefur því upplifað drauminn minn rætast með mér sem er líka yndislegt.“ Þannig segist Annie ótrúlega þakklát fyrir margt sem fylgt hefur því að hún hafi ekki hopað frá því að fylgja eftir sannfæringu sinni á sínum tíma. „Auðvitað eru ekki allir dagarnir í vinnunni skemmtilegir. En ég er ótrúlega þakklát fyrir það að vera í atvinnu sem ég elska. Sem vissulega fela í sér að þetta er fokking erfitt ef ég á að segja eins og er. En þegar maður elskar það sem maður gerir, er drifkrafturinn svo mikill og þá er maður alltaf fær um að takast á við ný og ný markmið um að verða betri,“ segir Annie en bætir við að árlega taki hún þá umræðu alltaf með eiginmanninum, foreldrum og þjálfurum, hvort þau séu tilbúin í þetta líka. Enda ekkert sem fólk gerir eitt og óstutt. „Þetta snýst samt alltaf um þessa spurningu: Af hverju? Eða Why-ið eins og það útleggst á ensku. Hvers vegna er ég að gera þetta og hvers vegna er ég tilbúin í þetta?“ segir Helga og bætir við: „Við þurfum að vera nógu djörf til að láta okkur dreyma, þótt það feli í sér alls kyns áskoranir eða erfið verkefni.“ Sem oft þurfa ekkert endilega að virka mjög stór, en eru erfið samt sem áður. „Fyrir fyrirlesturinn hjá UAK var ég til dæmis með kvíðahnút í maganum í fjóra daga! Þetta er ekkert það sem ég er vön að gera og satt best að segja hugsaði ég allar mögulegar og ómögulegar afsakanir til að skýra út forföll á síðustu stundu,“ segir Helga og bætir við: „Sem ég gerði auðvitað ekki, því það að ná langt þýðir einfaldlega að við verðum að takast á við alls konar áskoranir, þótt við séum hrædd.“ „Svo sammála,“ segir Annie og bætir við: „Það er líka hundleiðinlegt að vera ekki lengur svolítið hræddur. Oft hef ég hugsað: Ef ég hætti að vera stressuð fyrir keppni, þá er ég hætt. Því það að hætta að vera óttaslegin þýðir einfaldlega að manni er orðið sama.“ Að búa til sólvörn sem á að vera sú besta í heimi var þrælerfitt verkefni segja Annie og Helga. En nú er draumurinn orðinn að veruleika, Tækniþróunarsjóður búinn að styrkja fyrirtækið og boltinn farinn að rúlla svo vel að sum söluáformin, til að mynda fyrir Íslandsmarkað, eru einfaldlega á undan áætlun.Vísir/Vilhelm Sem svo sannarlega á ekki við um stórhuga nýsköpunarfyrirtækið Dottir Skin. Sem í fyrstu sá fyrir sér að hasla sér völl í Evrópu, þar sem Ísland var á dagskrá árið 2025. „Eftirspurnin er hins vegar svo mikil að við enduðum með að setja vöruna líka í sölu í CrossFit Reykjavík, en ætlum okkur að koma sölunni á Íslandi í betri farveg fljótlega árið 2025. Með styrk Tækniþróunarsjóðs, hefur Helga Sigrún líka færi á að sinna rannsóknarstarfi og þróun Dottir Skin í fullu starfi og launuðu. Því eins og gengur og gerist í nýsköpun, eru það oftast blóð, sviti, tár ….. og fjármagn eigenda, sem leggur grunninn. „Það er ekkert ólíklegt að Dottir Skin þurfi að fá fjárfesta að borði fyrr en við ætluðum okkur,“ segir Helga og vísar þar til þess að eftirspurnin eftir sólvörn Dottir Skin er einfaldlega meiri en búist var við í upphafi. Þeir fjárfestar þurfi þó að vera réttu aðilarnir en innanborðs í hópnum er líka Gísli Ragnar Guðmundsson, meðstofnandi og margreyndur í heimi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Sem stöllurnar segja hafa skipt sköpum, hann hafi líka verkstýrt þeim að miklu leyti fyrstu misserin: Helgu, Önnu og Tönju þannig að vinnan væri markviss og árangur næðist. Í Evrópu er Dottir Skin með samning við dreifingarfyrirtækið Nordic Glow, en eins er hægt að kaupa vöruna í gegnum vefsíðuna dottirskin.com. „Það skiptir ótrúlega miklu máli að vera með góðan hóp með þér þegar þú vinnur að því að láta drauma rætast. Og við erum góður hópur. Það er síðan sturluð tilfinning að vera loksins að lifa drauminn. Nú erum við komnar með sólvörnina í hendurnar. Varan er orðin áþreifanleg. Draumurinn sem ég birti á Instagram 12.ágúst árið 2020 er orðinn að veruleika. Ég er að lifa þann draum núna. sem ég sagði upphátt þá.“ Starfsframi Nýsköpun Heilsa Tengdar fréttir Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52 Ungar athafnakonur vilja sitt pláss og skora á Árnastofnun Þegar orðið athafnamaður er skoðað í orðaneti Árnastofnunar koma upp fullt af orðum til að lýsa því hvað athafnamaður er,“ segir María Guðjónsdóttir formaður UAK, félags Ungra athafnakvenna á Íslandi. 14. september 2023 07:01 „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta“ „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær. 1. maí 2024 07:01 Mest lesið „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Viðskipti innlent Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Viðskipti innlent Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Viðskipti innlent Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Neytendur Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Neytendur Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Viðskipti innlent „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Sjá meira
Sem var ekkert auðvelt og lengi skammaðist ég mín fyrir að vera ekki í skóla. Sem mér fannst þó sjálfri skrýtin tilfinning því foreldrar mínir studdu mig en samt skammaðist ég mín. Því samfélagið spurði alltaf: En í hvaða námi ertu? Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?“ segir Annie og bætir við: „Þannig að þrátt fyrir stuðning foreldra minna, var samfélagið ekki að samþykkja það sem ég var að gera. Þótt ég væri að leggja mig alla fram. Að æfa í sex klukkutíma á dag. Að ferðast til útlanda til að hitta bestu þjálfara í heimi. Það var ekki fyrr en peningarnir komu inn í CrossFit sem það breyttist. Þá virtist það loksins meika sens fyrir fólki, hvað ég var að gera.“ Helga Sigrún Hermannsdóttir, efnafræðingur og einn stofnenda Dottir Skin, tekur undir þetta. Helga er áttfaldur Íslandsmeistari í dansi og tekur sem dæmi, hversu mikið dansinn hjálpaði henni í að stefna alltaf á sína eigin drauma, óháð því hvað aðrir mögulega segja. „Það er svolítið inn prentað í mann frá dansinum að þú verðir að eigna þér þitt pláss. Sumum kann að finnast það hrokafullt en þetta er þó lykilatriði. Dansþjálfararnir kenndu mér líka að nýta öll skynvitin mín til að ná settum markmiðum: Hear it, smell it, touch it and feel it eins og sagt er á ensku. Ímyndaðu þér hvernig það verður síðar að upplifa hlutina á áþreifanlegan hátt.“ Umræðuefnið er: Að láta draumana rætast, sem var yfirskrift opnunarviðburðar UAK, Ungra athafnakvenna, sem haldinn var í gærkveldi. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun, er fjallað um hvað þarf til að láta draumana okkar rætast. CrossFit afrekskonurnar Annie og Tanja slepptu því alltaf að nota sólvörn því hún lak alltaf í augunum á þeim þegar þær svitnuðu. Með efnafræðiþekkingu Helgu Sigrúnu að vopni, þróuðu þær sólvörnina Dottir Skin þar sem þetta vandamál er úr sögunni. Dottir Skin Best í heimi Það vita svo sem allir að Annie Mist telst klárlega ein sú besta í heimi þegar kemur að CrossFit. Færri vita það þó að Annie Mist, hefur síðustu misseri unnið að því að þróa sólvörn með sérstöðu. Sem einfaldlega er sú besta í heimi. „Dottir Skin sólvörnin lekur ekki niður í augun á þér þótt þú svitnir,“ segir Annie þegar hún talar um sólvörnina. „Þetta var alltaf mikið vandamál hjá mér og líka hjá Tönju og þess vegna slepptum við því báðar að nota sólvörn,“ segir Annie og vísar þar til Katrínar Tönju Davíðsdóttur, sem einnig hefur orðið heimsmeistari í CrossFit tvívegis og er í hópi stofnenda Dottir Skin. Fyrir ljósrauðhærða konu frá Íslandi er það hins vegar ekki gott. Enda vitað í dag að allir þurfa að vera með sólvörn á sér alla daga, allan ársins hring og alls staðar í heiminum. „Að þróa þessa vöru var samt þrælerfitt,“ segir Annie og hlær. „Því ég hugsa hlutina alltaf þannig að vilja vera best í heimi. Sem þýðir fyrir mér að við vorum ekki bara að búa til sólvörn sem þyrfti að vera góð. Heldur einfaldlega best í heimi,“ segir Annie og útskýrir að ef Dottir Skin sólvörnin væri ekki best, myndi hún sjálf kaupa aðra vörn og það vill hún ekki. „Til viðbótar við þetta vesen að sólvörnin læki niður í augun, vildi ég geta notað sólvörn sem mér líður vel með að bera á allan líkama minn og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skaði barnið mitt þótt ég haldi á því,“ segir Annie, sem síðastliðið vor eignaðist sitt annað barn. „Eftir að ég varð mamma, varð ég enn meira meðvituð um hversu miklu skiptir að innihald í öllum vörum, þar á meðal sólvörnum, geti ekki skaðað neinn.“ Að þróun vörunnar, voru það hins vegar hæfileikar, þekking og menntun Helgu Sigrúnar sem skiptu sköpum. Enda fjallaði meira að segja meistararitgerðin hennar í hagnýtri efnaverkfræði um sólvarnir. Hvað annað? „Ég viðurkenni samt að mig óraði aldrei fyrir því hvað þetta væri ógeðslega erfitt verkefni,“ segir Helga Sigrún og skellir uppúr. „En eitt af því sem maður hefur lært er að meta það þegar hlutir eru erfiðir. Sem oft gera verkefni skemmtilegri að takast á við og sigurinn enn sætari þegar hann næst.“ Sem dæmi má nefna þá styrki sem Dottir Skin hefur fengið. „Við fengum milljón króna styrk frá Kviku banka og þrjár milljónir frá Rannís en byrjuðum að sækja um hjá Tækniþróunarsjóði árið 2021 en fengum alltaf Nei. Sóttum samt alltaf um tvisvar á ári. Það var ekki fyrr en með niðurstöðum meistararitgerðarinnar minnar sem umsóknin okkar náði í gegn og við fengum styrk síðastliðið vor. Eftir að hafa sótt um sex sinnum og alltaf fengið Nei!“ Já, því hluti af því að draumar rætist, er að gefast ekki upp þótt á móti blási. En áður en við fáum að heyra meira um Skin Dottir, skulum við heyra hvað stöllurnar segja um það að láta draumana rætast. Á viðburði UAK sagði Helga Sigrún, áttfaldur Íslandsmeistari í dansi, frá því hvernig draumarnir raungerðust eftir að hún sagði upphátt að hún vildi búa til íslenska snyrtivöru og verða fyrsti Íslendingurinn að búa til sólvörn. Sem hún hefur nú gert! Helga segir verkefnið hafa verið þrælerfitt, margt hafi verið vandræðalegt og hvatvíst en í dansinum lærði hún að taka sitt pláss og óttast ekki mistök.Vísir/Vilhelm Að segja draumana upphátt Dottir Skin hélt erindi á viðburði UAK í gærkveldi. Yfirskrift erindisins er ,,Hvað gerist ef ég tala um drauma mína upphátt? – Að mæta óttanum við að mistakast“ Skiptir máli að segja draumana upphátt? „Já,“ svarar Helga að bragði og bætir við að margir sem aðhyllist andlegum málum, trúi því að með því að sjá fyrir sér eitthvað rætast, þá margfaldist líkurnar á að það gerist. En taugavísindin styðja þetta líka. Því rannsóknir hafa sýnt að ef við segjum hlutina upphátt, hvað okkur langar til að gera eða verða, hvað okkur dreymir um, þá bregst heilinn við þannig að hann ósjálfrátt fer að finna leiðir og lausnir til að sýna þér og sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Að segja draumana upphátt er því lykilatriði, stutt af bæði hinum andlega heimi sem og raunvísindunum sjálfum.“ Sjálf hefur Helga ótrúlega margar skemmtilegar sögur í handraðanum, sem staðfesta þetta. Til að mynda áttaði hún sig á því við undirbúning fyrirlestur Dottir Skin að tímalínan á því hvað gerst hefur hjá fyrirtækinu síðustu misseri, helst alfarið í hendur við það hvað og hvenær hún sagði hlutina upphátt. 12.ágúst 2020: Helga skrifar á Instagram til lokaðs vinahóps að hana langi til að stofna íslenskt húðvörufyrirtæki. Einn vinur minn svaraði strax: Go for it, gerðu það bara. En fljótlega eftir að ég skrifaði þetta hugsaði ég með mér: Shit, hvað var ég eiginlega að segja! En áttaði mig síðan á því að þarna var ég bara að segja draum upphátt og þegar við gerum það, er mikilvægt fyrir okkur að slaka síðan bara á.“ 2.apríl 2021: Í stelpugrúppu á Instagram var Helga spurð að því hvar hún sæi sjálfan sig fyrir sér eftir 5 ár. Helga svaraði því til að hún sæi fyrir sér að hún ætti stærsta snyrtivörubrand á Íslandi og hús í vesturbænum. „Ég veit svo sem ekki hvaðan þetta með húsið kom,“ segir Helga hlæjandi. „En ég birti þetta fyrir alla að sjá.“ 19.maí 2021: Þar sem Helga er mörgum kunnug sem efnafræðiáhugamanneskja og sérfræðingur um innihald á snyrtivörum, var hún eitt sinn stödd í húsakynnum Sýnar til að fara þar í útvarpsviðtal. Viðtalið var vegna námskeiðs sem Helga hélt um snyrtivörur og innihald þeirra og á kaffistofunni þar sem hún beið, hitti hún fyrir Sindra Sindrason fréttamann. Mér fannst þetta frekar vandræðalegt þar sem við stóðum með sitthvorn kaffibollann og Sindri spurði mig hvað ég sæi fyrir mér með þetta námskeið til lengri tíma. Og ég svaraði: Mig langar reyndar ekkert að hætta þarna því mig langar að verða fyrsti Íslendingurinn til að búa til sólvörn.“ Og viti menn: Síðan fór boltinn að rúlla! „Þegar Annie og þau höfðu samband við mig á Instagram og spurðu hvernig mér litist á að búa til sólvörn með þeim ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum!“ segir Helga og nánast tekur andköf af minningunni einni saman. „Auðvitað spilaði ég mig rosalega kúl þegar ég svaraði þeim. Sagðist ætla að athuga hvenær ég væri laus til að hitta þau á fundi. Hið rétta er að ég sat heima, titraði og skalf og öskraði bara: Mamma, veistu hvað….!“ Sem er ekki aðeins fyndið að heyra Helgu segja, heldur vísar okkur líka að næsta kafla í erindi Dottir Skin: Að takast á við óttann þannig að draumarnir rætist. Þegar Annie ákvað að hætta í læknanámi til að verða atvinnumanneskja í CrossFit studdu foreldrar hennar hana, en ekki samfélagið. En í hvaða námi ertu? Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? spurði fólk, sem fékk Annie til að skammast sín fyrir að vera ekki í skóla. Að láta drauma sína rætast þýðir þó meðal annars að láta viðhorf fólks ekki hafa áhrif á þig segir þessi tvöfaldi heimsmeistari og atvinnumanneskja í CrossFit til 15 ára.Vísir/Vilhelm Hugrekkið Annie og Helga segja hugrekki lykilatriði þegar kemur að því að láta drauma rætast. „Sem þýðir líka að við verðum að vera nógu hugrökk til að segja: Ókei, mér mistókst eða hlutirnir gengu ekki upp eins og ég ætlaði. Þetta lærði maður í dansinum. Maður byrjar hvergi á því að vera bestur. Spurningin er: En getur þú unnið að því að verða það?“ segir Helga. Að vera hugrakkur þýðir líka að óttast það ekki að markmiðin okkar séu háleit. „Ég er mikil keppnismanneskja og það skiptir mig rosalega miklu máli að vinna alltaf að einhverjum markmiðum. Einu sinni var markmiðið að verða atvinnumanneskja í CrossFit, það tókst. Síðan að verða fyrsta konan frá Íslandi til að verða heimsmeistari í CrossFit. Það tókst. Næst var að verða fyrsta konan frá Íslandi til að verða heimsmeistari í CrossFit í tvö ár í röð,“ segir Annie og vísar þar til heimsmeistaratitla sinna 2011 og 2012. En ég hef ekkert alltaf unnið. En margoft tekið þátt. Sem þýðir að það að stefna hátt og ná góðum árangri þýðir ekkert endilega að hlutirnir gangi alltaf upp nákvæmlega eins og þú vildir það. Að vinna samt að því af heilum hug og leggja allt þitt í að ná þessu markmiði, fleytir þér hins vegar svo langt.“ Svo ekki sé meira sagt, því sjálf hefur Annie verið atvinnumanneskja í CrossFit í heil 15 ár. „Sem ég viðurkenni alveg að er nokkuð lengur en ég hélt að væri hægt í upphafi. En árlega hef ég líka alltaf spurt sjálfan mig: Hvað vill ég gera? Hvaða markmiðum vil ég raunverulega ná og er þetta það sem ég vill gera?“ segir Annie og bætir við: „Og ef svarið er Já, þýðir það einfaldlega að ég verði að vera tilbúin til að leggja mikið á mig til að ná þessu markmiði. Því þetta er rosalega erfitt. Og á endanum snýst þetta síðan um að geta horft til baka, fullviss um að maður hafi lagt allt sitt í þetta og gert sitt besta. Þótt hlutirnir séu ekkert alltaf dans á rósum á leiðinni.“ Stöllurnar segja líka miklu máli skipta að þora að vera þær sjálfar. Það sé liður í hugrekkinu. „Þegar ég byrjaði í efnaverkfræðinni mætti ég upp í Háskóla Íslands brúnkuð í drasl, með hvítlitað hár, vitandi það að efnafræðin telst frekar karllægur geiri. En ég vil hafa frelsi til að vera sú sem ég er og að birtast heiminum eins og ég er. Og að vera skapandi. Sem þýðir að við verðum að hafa hugrekki til að taka það pláss sem við þurfum, til að vera þau sem við viljum vera,“ segir Helga og bætir við: „Og mig langaði að vera breytingin sem mig langaði til að sjá í snyrtivörubransanum. Sem Dottir Skin snýst mikið um. Við erum ekki bara vörumerki með góða vöru. Við erum breytingin í snyrtivörugeiranum sem við viljum sjá að verði. Við erum fyrirtæki sem valdeflir aðrar konur.“ Að vera við sjálf og leyfa því ekki að hafa áhrif hvað öðrum finnst að þú eigir að vera eða gera. „Alveg eins og með læknanámið mitt,“ segir Annie og bætir við: „Mér fannst það alveg erfið ákvörðun á sínum tíma að hætta í læknanáminu. Sem öllum greinilega fannst að ég ætti að halda áfram í, þótt foreldrar mínir hafi stutt mig í að einbeita mér alfarið að CrossFit. En ég hugsaði þá: Ég get alltaf farið í læknanámið aftur ef ég vil.“ „Nákvæmlega,“ segir Helga og kinkar kolli. „Við eigum aldrei að hugsa um það hvað öðrum finnst eða hvernig aðrir horfa á okkur. Ég er til dæmis viss um að fyrir mörgum birtist ég eins og einhver trúður. Ég geri oft mistök, á það til að vera hvatvís og segja jafnvel heimskulega hluti. En það breytir því ekki að ég er einfaldlega drullugóð í því sem ég er að gera.“ Annie segir mikilvægt að líða vel með þá sólvörn sem þú berð á líkama þinn og að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að vörnin skaði húðina eða barnið þitt ef þú heldur á því. Innihald Dottir Skin tekur mið af þessu tvennu, en sólvörnin er til sölu í CrossFit Reykjavík og á netinu, en til að byrja með fyrst og fremst til sölu í Evrópu.Dottir Skin Draumurinn Annie segist strax hafa fundið sig í CrossFit. Og að ávinningur síðustu 15 ára felist í mörgu öðru en aðeins því að hafa náð langt í greininni. „Ég til dæmis kynntist manninum mínum árið 2010. Hann hefur því upplifað drauminn minn rætast með mér sem er líka yndislegt.“ Þannig segist Annie ótrúlega þakklát fyrir margt sem fylgt hefur því að hún hafi ekki hopað frá því að fylgja eftir sannfæringu sinni á sínum tíma. „Auðvitað eru ekki allir dagarnir í vinnunni skemmtilegir. En ég er ótrúlega þakklát fyrir það að vera í atvinnu sem ég elska. Sem vissulega fela í sér að þetta er fokking erfitt ef ég á að segja eins og er. En þegar maður elskar það sem maður gerir, er drifkrafturinn svo mikill og þá er maður alltaf fær um að takast á við ný og ný markmið um að verða betri,“ segir Annie en bætir við að árlega taki hún þá umræðu alltaf með eiginmanninum, foreldrum og þjálfurum, hvort þau séu tilbúin í þetta líka. Enda ekkert sem fólk gerir eitt og óstutt. „Þetta snýst samt alltaf um þessa spurningu: Af hverju? Eða Why-ið eins og það útleggst á ensku. Hvers vegna er ég að gera þetta og hvers vegna er ég tilbúin í þetta?“ segir Helga og bætir við: „Við þurfum að vera nógu djörf til að láta okkur dreyma, þótt það feli í sér alls kyns áskoranir eða erfið verkefni.“ Sem oft þurfa ekkert endilega að virka mjög stór, en eru erfið samt sem áður. „Fyrir fyrirlesturinn hjá UAK var ég til dæmis með kvíðahnút í maganum í fjóra daga! Þetta er ekkert það sem ég er vön að gera og satt best að segja hugsaði ég allar mögulegar og ómögulegar afsakanir til að skýra út forföll á síðustu stundu,“ segir Helga og bætir við: „Sem ég gerði auðvitað ekki, því það að ná langt þýðir einfaldlega að við verðum að takast á við alls konar áskoranir, þótt við séum hrædd.“ „Svo sammála,“ segir Annie og bætir við: „Það er líka hundleiðinlegt að vera ekki lengur svolítið hræddur. Oft hef ég hugsað: Ef ég hætti að vera stressuð fyrir keppni, þá er ég hætt. Því það að hætta að vera óttaslegin þýðir einfaldlega að manni er orðið sama.“ Að búa til sólvörn sem á að vera sú besta í heimi var þrælerfitt verkefni segja Annie og Helga. En nú er draumurinn orðinn að veruleika, Tækniþróunarsjóður búinn að styrkja fyrirtækið og boltinn farinn að rúlla svo vel að sum söluáformin, til að mynda fyrir Íslandsmarkað, eru einfaldlega á undan áætlun.Vísir/Vilhelm Sem svo sannarlega á ekki við um stórhuga nýsköpunarfyrirtækið Dottir Skin. Sem í fyrstu sá fyrir sér að hasla sér völl í Evrópu, þar sem Ísland var á dagskrá árið 2025. „Eftirspurnin er hins vegar svo mikil að við enduðum með að setja vöruna líka í sölu í CrossFit Reykjavík, en ætlum okkur að koma sölunni á Íslandi í betri farveg fljótlega árið 2025. Með styrk Tækniþróunarsjóðs, hefur Helga Sigrún líka færi á að sinna rannsóknarstarfi og þróun Dottir Skin í fullu starfi og launuðu. Því eins og gengur og gerist í nýsköpun, eru það oftast blóð, sviti, tár ….. og fjármagn eigenda, sem leggur grunninn. „Það er ekkert ólíklegt að Dottir Skin þurfi að fá fjárfesta að borði fyrr en við ætluðum okkur,“ segir Helga og vísar þar til þess að eftirspurnin eftir sólvörn Dottir Skin er einfaldlega meiri en búist var við í upphafi. Þeir fjárfestar þurfi þó að vera réttu aðilarnir en innanborðs í hópnum er líka Gísli Ragnar Guðmundsson, meðstofnandi og margreyndur í heimi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Sem stöllurnar segja hafa skipt sköpum, hann hafi líka verkstýrt þeim að miklu leyti fyrstu misserin: Helgu, Önnu og Tönju þannig að vinnan væri markviss og árangur næðist. Í Evrópu er Dottir Skin með samning við dreifingarfyrirtækið Nordic Glow, en eins er hægt að kaupa vöruna í gegnum vefsíðuna dottirskin.com. „Það skiptir ótrúlega miklu máli að vera með góðan hóp með þér þegar þú vinnur að því að láta drauma rætast. Og við erum góður hópur. Það er síðan sturluð tilfinning að vera loksins að lifa drauminn. Nú erum við komnar með sólvörnina í hendurnar. Varan er orðin áþreifanleg. Draumurinn sem ég birti á Instagram 12.ágúst árið 2020 er orðinn að veruleika. Ég er að lifa þann draum núna. sem ég sagði upphátt þá.“
Starfsframi Nýsköpun Heilsa Tengdar fréttir Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52 Ungar athafnakonur vilja sitt pláss og skora á Árnastofnun Þegar orðið athafnamaður er skoðað í orðaneti Árnastofnunar koma upp fullt af orðum til að lýsa því hvað athafnamaður er,“ segir María Guðjónsdóttir formaður UAK, félags Ungra athafnakvenna á Íslandi. 14. september 2023 07:01 „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta“ „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær. 1. maí 2024 07:01 Mest lesið „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Viðskipti innlent Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Viðskipti innlent Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Viðskipti innlent Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Neytendur Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Neytendur Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Viðskipti innlent „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ „Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“ Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Sjá meira
Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52
Ungar athafnakonur vilja sitt pláss og skora á Árnastofnun Þegar orðið athafnamaður er skoðað í orðaneti Árnastofnunar koma upp fullt af orðum til að lýsa því hvað athafnamaður er,“ segir María Guðjónsdóttir formaður UAK, félags Ungra athafnakvenna á Íslandi. 14. september 2023 07:01
„Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01
„Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta“ „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær. 1. maí 2024 07:01