„Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. september 2025 10:00 Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita og hundurinn hans Astró. Guðni segir það henta fjölskyldunni vel hversu fljótur hann er út úr húsi og í vinnuna á morgnana. Því oft finnist þeim hann tala heldur mikið í morgunsárið. Vísir/Anton Brink Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Mér finnst afskaplega gaman að vakna og byrja daginn svo vekjaraklukka er oftast óþörf, nokkuð sem hinn tvítugi Guðni gæti alls ekki tengt við. Að klára ræktina og vera mættur á skrifstofuna um klukkan átta er besta byrjunin á góðum degi. Þá daga sem líkaminn harðneitar að mæta í ræktina, hann er ótrúlega harður samningamaður, þá vakna ég klukkan sjö Ég nota svo laugardagsmorgna til að ná góðri hvíld og endurhlaða batteríið.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég er óþolinmóða týpan og er ekki mikið að dúlla mér á morgnana. Ég legg fram skrifstofugallann og æfingafötin á kvöldin svo ég geti skotist hratt úr húsi þegar ég vakna. Á æfingadögum tekur þetta augnablik en ef haldið er beint á skrifstofuna þá er ég komin út úr húsi á korteri. Fyrsti kaffibollinn sem núna er orðið decaf er tekinn á skrifstofunni á meðan ég forgangsraða verkefnum dagsins. Þau skipti sem ég hef ákveðið að taka morguninn með fjölskyldunni þá hefur mér góðfúslega verið bent á að það sé óþarfi að tala svona mikið, svo þetta fyrirkomulag bara virkar vel.“ Á skalanum 0-10 hversu mikill dellu-kall ertu? „Sannanlega 10 af 10 mögulegum. Dellulistinn er langur; hestar, karate, golf, veiði, Aikido, svifdrekaflug, hljóðfæri og bókaskrif. Mér líður best þegar ég er „all in“ í einhverju og er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti sem ég fékk í sumar. Hvort sem það var í bílnum, úti við árbakkann eða á mannamótum þá þurftu allir að þola þetta með mér. Það er ekkert skemmtilegt nema maður taki það alla leið og samhliða þessu æði voru allar bækur sem ég komst yfir um snillinginn hann George Michael og samferðamenn hans lesnar og saxafóninn sem er jú enn ein dellan, tekinn fram og taktar úr Careless Whisper æfðir.“ Helstu hjálparhellur Guðna eru OneNote og Outlook en um þessar mundir er starfsfólk Reita líka á þeirri vegferð að tileinka sér sjö venjur til árangurs samkvæmt fræðum Franklin Covey. Sem Guðni segir frábæra leið til að kjarna það sem mestu máli skiptir og forgangsraða.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við erum að vinna samkvæmt fimm ára vaxtastefnu sem þegar er farin að skila sér í hressilegri tekjuaukningu og settum við þar met á síðasta ársfjórðungi. En aukin umsvif og stærri vinnustaður krefjast líka sterkra innviða og núna erum við að styrkja innra skipulagið, endurgera ferla, auka nýtingu allra þeirra gagna sem við eigum og fjárfesta í frábæra starfsfólkinu okkar og vinnustaðnum svo við getum sigrað vaxtarmarkmiðin okkar sem samhelt teymi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er með marga bolta á lofti og OneNote og Outlook eru mína daglegu hjálparhellur. Nýverið hófum við vegferð með öllu starfsfólki við að læra inn á og tileinka okkur sjö venjur til árangurs samkvæmt fræðum Franklin Covey. Sú aðferðafræði er frábær leið til þess að kjarna það sem mestu máli skiptir og forgangsraða en er sömuleiðis öflugt tól til þess að styrkja samskiptin þvert á deildir fyrirtækisins og skipuleggja verkefnin í sameiningu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Of seint er stutta svarið, líklega um hálf tólf. Ég les eða hlusta á hljóðbækur áður en ég sofna og er alæta á efni. Núna er biblían frá Flyvbjerg um verkefnastjórnun stórra framkvæmda á náttborðinu við hliðina á ævisögum Ian Fleming og Elon Musk og þar undir gæist Tinnabókin Kolafarmurinn. Allt topp bækur fyrir stjórnendur en ef ég væri að halda í ímyndaða flugferð þá vildi ég heldur hafa Tinna í sætinu við hliðina á mér en Musk.“ Kaffispjallið Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02 Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Hrefna Thoroddsen, framkvæmdastjóri Attentus – mannauður og ráðgjöf, hefur sótt nokkur námskeið í Improv og segist því hafa menntað sig í að segja brandara. Lofar þó engu um gæði. 28. júní 2025 10:03 Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, viðurkennir að eiga erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli. En almennt telur hún sig tapsára í meðallagi. Sigþrúður stillir ekki vekjaraklukku heldur vaknar bara þegar hún vaknar. 14. júní 2025 10:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Mér finnst afskaplega gaman að vakna og byrja daginn svo vekjaraklukka er oftast óþörf, nokkuð sem hinn tvítugi Guðni gæti alls ekki tengt við. Að klára ræktina og vera mættur á skrifstofuna um klukkan átta er besta byrjunin á góðum degi. Þá daga sem líkaminn harðneitar að mæta í ræktina, hann er ótrúlega harður samningamaður, þá vakna ég klukkan sjö Ég nota svo laugardagsmorgna til að ná góðri hvíld og endurhlaða batteríið.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég er óþolinmóða týpan og er ekki mikið að dúlla mér á morgnana. Ég legg fram skrifstofugallann og æfingafötin á kvöldin svo ég geti skotist hratt úr húsi þegar ég vakna. Á æfingadögum tekur þetta augnablik en ef haldið er beint á skrifstofuna þá er ég komin út úr húsi á korteri. Fyrsti kaffibollinn sem núna er orðið decaf er tekinn á skrifstofunni á meðan ég forgangsraða verkefnum dagsins. Þau skipti sem ég hef ákveðið að taka morguninn með fjölskyldunni þá hefur mér góðfúslega verið bent á að það sé óþarfi að tala svona mikið, svo þetta fyrirkomulag bara virkar vel.“ Á skalanum 0-10 hversu mikill dellu-kall ertu? „Sannanlega 10 af 10 mögulegum. Dellulistinn er langur; hestar, karate, golf, veiði, Aikido, svifdrekaflug, hljóðfæri og bókaskrif. Mér líður best þegar ég er „all in“ í einhverju og er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti sem ég fékk í sumar. Hvort sem það var í bílnum, úti við árbakkann eða á mannamótum þá þurftu allir að þola þetta með mér. Það er ekkert skemmtilegt nema maður taki það alla leið og samhliða þessu æði voru allar bækur sem ég komst yfir um snillinginn hann George Michael og samferðamenn hans lesnar og saxafóninn sem er jú enn ein dellan, tekinn fram og taktar úr Careless Whisper æfðir.“ Helstu hjálparhellur Guðna eru OneNote og Outlook en um þessar mundir er starfsfólk Reita líka á þeirri vegferð að tileinka sér sjö venjur til árangurs samkvæmt fræðum Franklin Covey. Sem Guðni segir frábæra leið til að kjarna það sem mestu máli skiptir og forgangsraða.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við erum að vinna samkvæmt fimm ára vaxtastefnu sem þegar er farin að skila sér í hressilegri tekjuaukningu og settum við þar met á síðasta ársfjórðungi. En aukin umsvif og stærri vinnustaður krefjast líka sterkra innviða og núna erum við að styrkja innra skipulagið, endurgera ferla, auka nýtingu allra þeirra gagna sem við eigum og fjárfesta í frábæra starfsfólkinu okkar og vinnustaðnum svo við getum sigrað vaxtarmarkmiðin okkar sem samhelt teymi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er með marga bolta á lofti og OneNote og Outlook eru mína daglegu hjálparhellur. Nýverið hófum við vegferð með öllu starfsfólki við að læra inn á og tileinka okkur sjö venjur til árangurs samkvæmt fræðum Franklin Covey. Sú aðferðafræði er frábær leið til þess að kjarna það sem mestu máli skiptir og forgangsraða en er sömuleiðis öflugt tól til þess að styrkja samskiptin þvert á deildir fyrirtækisins og skipuleggja verkefnin í sameiningu.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Of seint er stutta svarið, líklega um hálf tólf. Ég les eða hlusta á hljóðbækur áður en ég sofna og er alæta á efni. Núna er biblían frá Flyvbjerg um verkefnastjórnun stórra framkvæmda á náttborðinu við hliðina á ævisögum Ian Fleming og Elon Musk og þar undir gæist Tinnabókin Kolafarmurinn. Allt topp bækur fyrir stjórnendur en ef ég væri að halda í ímyndaða flugferð þá vildi ég heldur hafa Tinna í sætinu við hliðina á mér en Musk.“
Kaffispjallið Reitir fasteignafélag Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02 Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Hrefna Thoroddsen, framkvæmdastjóri Attentus – mannauður og ráðgjöf, hefur sótt nokkur námskeið í Improv og segist því hafa menntað sig í að segja brandara. Lofar þó engu um gæði. 28. júní 2025 10:03 Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, viðurkennir að eiga erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli. En almennt telur hún sig tapsára í meðallagi. Sigþrúður stillir ekki vekjaraklukku heldur vaknar bara þegar hún vaknar. 14. júní 2025 10:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02
Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Hrefna Thoroddsen, framkvæmdastjóri Attentus – mannauður og ráðgjöf, hefur sótt nokkur námskeið í Improv og segist því hafa menntað sig í að segja brandara. Lofar þó engu um gæði. 28. júní 2025 10:03
Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, viðurkennir að eiga erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli. En almennt telur hún sig tapsára í meðallagi. Sigþrúður stillir ekki vekjaraklukku heldur vaknar bara þegar hún vaknar. 14. júní 2025 10:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent