Samstarf

Per­sónu­leg reynsla varð að at­vinnu­rekstri

Mobility
Mobility býður upp á flestar lausnir fyrir hreyfiskerta og leggur sérstaka áherslu á nýjungar og frumlegar vörur. Fjölskyldan sem rekur Mobility hefur kynnst AHC taugasjúkdómnum af eigin raun. F.v. Sigurður Hólmar framkvæmdastjóri, Unnur Iðjuþjálfi og Svanberg Sölustjóri.
Mobility býður upp á flestar lausnir fyrir hreyfiskerta og leggur sérstaka áherslu á nýjungar og frumlegar vörur. Fjölskyldan sem rekur Mobility hefur kynnst AHC taugasjúkdómnum af eigin raun. F.v. Sigurður Hólmar framkvæmdastjóri, Unnur Iðjuþjálfi og Svanberg Sölustjóri.

Í Urriðaholtinu í Garðabæ má finna fyrirtækið Mobility sem býður upp á fjölbreytt úrval hjálpartækja fyrir fólk með mismunandi þarfir, allt frá rafskutlum, þríhjólum og hjólastólum til göngugrinda, vinnustóla og baðhjálpartækja.

„Markmið okkar er einfalt að bæta lífsgæði fólks og gera daglegt líf auðveldara,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Mobility.

Sigurður Hólmar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Mobility

Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði úrpersónulegri reynslu.

„Saga Mobility hófst þegar við, foreldrar Sunnu Valdísar, stóðum frammi fyrir því að finna viðeigandi hjálpartæki fyrir dóttur okkar sem greind er með AHC, einn erfiðasta taugasjúkdóm sem þekktur er.

 Vegna skorts á lausnum hér á landi urðum við að finna og flytja inn tækin sjálf,“ segir Sigurður.

Fyrsta hjálpartækið var hjólastólahjól sem fjölskyldan fann í Hollandi árið 2013. Með hjálp vina og góðra manna var hjólið flutt til Íslands, endurbætt og bætt við það rafmótor. Áhugi fólks kviknaði strax, því enginn var þá að flytja inn sambærileg hjálpartæki.

„Ástríðan fyrir hreyfanleika og lausnum sem gera lífið léttara varð að hugmyndafræði Mobility,“ segir Sigurður. „Nokkrum árum síðar hófum við að flytja inn þríhjól frá Van Raam í Hollandi  og úr því varð fyrirtækið Mobility ehf.“

Mobility styður jafnframt við AHC samtökin, sem vinna að rannsóknum og meðferðarlausnum fyrir sjúkdóminn Alternating Hemiplegia of Childhood. AHC Samtökin framleiddu meðal annars heimildarmyndina Human Timebombs, sem hefur verið sýnd víða um heim og notuð sem kennsluefni í háskólum í Evrópu og USA.

Fjölbreytt úrval sem auðveldar daglegt líf

„Mobility er með samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að viðskiptavinir geta fengið mörg hjálpartæki niðurgreidd,“ útskýrir Sigurður.

Auk stærri hjálpartækja býður fyrirtækið upp á fjölmörg smærri tæki eins og magnara fyrir heyrnarskerta, lyfjabox, blóðþrýstingsmæla, einfaldar fjarstýringar og margt fleira. Flestar vörurnar sem Mobility býður upp á eru frá þekktum framleiðendum með áratuga reynslu.

Hægt að leigja tæki tímabundið

Einnig býður Mobility upp á hjálpartækjaleigu þar sem hægt er að leigja hjólastóla, rafskutlur eða önnur tæki til skemmri eða lengri tíma. Sigurður segir segir fólk til dæmis nýta sér að geta leigt tæki til þess að geta farið í ferðalög. Hann segir alltaf hægt að finna lausn sem hentar.

„Við erum sérlega lausnamiðuð og leggjum okkur fram um að veita persónulega þjónustu og leysa vel úr þörfum hvers og eins viðskiptavinar.“ 

Vöxtur og framtíðarsýn

Mobility hóf starfsemi í litlu iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbæ, en eftir mikinn vöxt og aukna eftirspurn flutti fyrirtækið í glæsilegan sýningarsal í Urriðaholti sumarið 2022. Í dag býður Mobility upp á flestar lausnir fyrir hreyfiskerta og leggur sérstaka áherslu á nýjungar og frumlegar vörur sem stuðla að sjálfstæði og betra lífi.

Hægt er að finna allar vörur á heimasíðunni www.mobility.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×