„Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. maí 2024 07:01 Fv. Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir verkefnastjóri verkefnisins Barnvænt sveitafélag í Reykjanesbæ og stjórnarkona í UAK og París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri og fulltrúi í barna- og ungmennaráði heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Gunnhildur Lind Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. Erindið bar heitið „Kveðja frá næstu kynslóð“ en París er fulltrúi í barna- og ungmennaráði heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Og það má með sanni segja að erindi Parísar hafi verið áhugavert. Eða ættum við kannski frekar að segja sláandi? Því að sögn Parísar, eru börn snuðuð alvarlega snuðuð um fræðslu sem þeim ber rétt á að fá á öllum skólastigum samkvæmt lögum. Og það sem verra er, þegar kemur að jafnréttismálunum mæti þeim jafnvel niðurlæging og viðhorf sem ekki getur talist viðunandi. Sem dæmi, nefnir París atvik sem hún upplifði sjálf í skóla. „Við sátum nemendur í hring og áttum að svara spurningunni: Hvað langar þig til að gera í framtíðinni? Svörin okkar voru alls konar og ein stelpan í hópnum svaraði því til að hana langaði að verða húsasmíðameistari. Sem engum í hópnum fannst neitt athugavert, nema kennarinn sem sagði: „Þú átt ekkert að fara í húsasmíðina. Þú átt frekar að verða kennari eða hárgreiðslukona.“ Og París bætir við: Þetta var auðvitað rosalega mikil niðurlæging og gott dæmi um hvernig fullorðnir eiga það stundum til að niðurlægja börn. Mér varð svo mikið um að ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Og hvað gerðist þá? „Hann varð frekar pirraður, losaði upp umræðuhringinn nokkrum mínútum seinna og sagði öllum að fara út nema mér. Ég þurfti að sitja eftir og lesa yndislestur í korter.“ París bendir á að börn eiga rétt á fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum samkvæmt lögum. Þessa fræðslu eru þau ekki að fá, sem París finnst ömurlegt enda geti áhrifin jafnvel endurspeglast í því hvað börn velja sér síðar sem starfsframa.Gunnhildur Lind Biðja um fræðslu en fá hana ekki Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem tekur þátt í verkefni á vegum UNICEF á Íslandi sem ber heitið Barnvænt sveitarfélag. Það gerir Reykjanesbær líka, en þar er Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir verkefnastjóri verkefnisins, en hún er líka stjórnarkona í UAK. Aðalheiður segir það einkennandi að börn eru fyrir alvöru að kalla eftir meiri fræðslu. Ekki aðeins fræðslu fyrir börn, heldur líka fullorðna. „Það hefur komið skýrt fram á barna- og ungmennaþingum, bæði hjá Reykjanesbæ og Akureyri að börn vilja fá meiri fræðslu, meðal annars um jafnréttismál en einnig að þau vilja að fullorðnir fái sömu fræðslu og þau. Þannig telja þau líklegra að málefnið nái í gegn og að þau geti rætt málin heimafyrir. Þannig mætti einnig segja að líklegra sé að ákveðið rótgróið hugarfar sem virðist vera í samfélaginu verði upprætt.“ En við erum ekki að fá þessa fræðslu, en eigum þó rétt á henni á öllum skólastigum samkvæmt lögum. Ég spurði jafnaldra mína sem búa alls staðar á landinu og það var allur gangur á því; Einhverjir hafa fengið einhverja fræðslu en meirihlutinn hefur ekki fengið neina fræðslu. Sumir hafa jafnvel óskað eftir því við stjórnendur skólanna en það hefur heldur ekkert komið neitt út úr því og það finnst mér ömurleg,t“ segir París og bætir við: „Sem er ekki gott því það hefur mikil áhrif að við séum ekki að fá þessa fræðslu. Til dæmis getur þetta haft áhrif á það hvaða starfsvettvang eða nám við veljum til framtíðar.“ Sem dæmi nefnir París. „Sjálfri langar mig til dæmis að ná langt í stjórnmálum eða atvinnulífinu. En orðræðan er alltaf sú að það sé svo erfitt fyrir konur að ná frama í æðstu stjórnendastöður, þótt þær hafi menntun og hæfni til. Þetta hefur auðvitað áhrif á mann. Því hvers vegna að velja sér að fara einhverja leið sem fyrirfram er búið að segja manni að sé svona erfið fyrir konur? Eða að konur eigi frekar að velja sér allt önnur fög eins og kennarinn sagði?“ Aðalheiður segir mikilvægt að á þessar raddir barna sé hlustað. „Það er mikilvægt að börn fái þessa fræðslu, enda er jafnrétti eitthvað sem skilar sér sem aukinn ávinningur fyrir alla. Að sama skapi skiptir miklu máli að auka á sýnileika kvenna sem nú þegar eru í æðstu stjórnendastörfum þannig að börn sjái að þessi störf eru líka möguleg fyrir konur.“ Aðalheiður segir að þéttsetinn salur UAK á ráðstefnunni hafi fengið hálfgert sjokk af því að hlusta á erindi Parísar. Enda ömurlegt atvik úr skóla sem París sagði frá. Þá segir Aðalheiður einkennandi í verkefninu Barnvænt sveitarfélag að börn eru að biðja um meiri fræðslu, fyrir sig og fyrir fullorðna. Þannig séu meiri líkur á að hægt sé að ræða málin heima fyrir.Gunnhildur Lind Aðalheiður segir verkefnið Barnvænt sveitarfélag styðja við sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi. Hún segir verkefnið alls ekki nýtt á nálinni, enda byggt á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child friendly cities initative, sem hefur verið innleitt í þúsundum sveitarfélaga út um allan heim frá árinu 1996. Aðalheiður segir áhugavert að heyra að umræður barna þessu verkefni tengdar, séu svona keimlíkar þótt búsetusvæðin séu ólík. „Það er áhugavert að spá í því að sveitarfélög, með eins marga kílómetra á milli og Akureyri og Reykjanesbær fái sömu niðurstöður. Því má ætla að þetta sé viðhorf barna og ungmenna á landsvísu,“ segir Aðalheiður og vísar þar til þess viðhorfs barna að vilja meiri fræðslu og fyrir fullorðna sömuleiðis. En hvað myndi París sjálf vilja sjá breytast? „Ég myndi vilja að börn um land allt fengju þessa fræðslu í skólum. Eins og við eigum rétt á að fá og eins og lögin segja að við eigum að fá.“ Hvers vegna heldur þú að börn séu ekki að fá þessa fræðslu? „Ég held að skýringin sé einfaldlega sú að svo margir skólar hafa ekki áhuga á málefninu og að margir kennarar nenni ekki að taka svona fræðslu með börnum.“ Að mati Aðalheiðar sé þó mikilvægt að úr þessu verði bætt og það sem fyrst. Því hvernig getum við ætlast til þess að börn fullorðnast með þekkingu á þeim ávinningi sem af jafnréttinu hlýst, ef þau fá enga fræðslu um jafnrétti þegar þau eru börn?“ Á vinnustofu UAK í kjölfar ráðstefnunnar var ákveðið að efla þyrfti vitundavakningu og fræðslu um heilsu kvenna, enda séu konur oft að fá rangar greiningar til dæmis varðandi kulnun í stað áhrifa frá breytingaskeiði og fleira. Þá ætlar UAK að halda áfram að fá fleiri karlmenn til að taka þátt í viðburðum UAK.Gunnhildur Lind Að ýmsu að huga Aðalheiður segir að niðurstöður UAK í kjölfar ráðstefnunnar, hafi reyndar náð til fleiri þátta en eingöngu að benda þyrfti á úrbætur hvað varðar fræðslu um jafnréttismálin. „Eftir ráðstefnuna voru málin rædd ofan í kjölinn á vinnustofu sem var hluti af dagskrá ráðstefnunnar. Markmiðið var að horfa svolítið á hvað þyrfti að gera eða bæta úr, til þess að jafnréttismálin næðu betur fram að ganga,“ segir Aðalheiður. Hún segir mikla umræðu hafa skapast um mikilvægi þess að bætt yrði úr fræðslu um jafnréttismál, fyrir börn og fullorðna. En eins ýmiss önnur atriði. Sem dæmi nefnir Aðalheiður heilsu kvenna og sjálfseflingu. „UAK vill efla vitundavakningu kvenna um heilsu, því ekki aðeins erum við að sjá mörg tilfelli kvenna sem enda í kulnun, heldur erum við líka að heyra mörg dæmi þess að konur eru einfaldlega að fá rangar greiningar. Breytingaskeið kvenna er til dæmis tímabil sem getur haft mikil áhrif á það hvernig konum líður og þeim gengur. En þá er líka mikilvægt að greiningar séu þá réttar og að þær fái viðeigandi meðferð.“ Þar geti UAK stigið vel inn í með sínum félagskonum. „Okkar vinna felst svolítið mikið í því að fræða en um leið að efla konur með vitundavakningu um það hvað getum við gert sjálfar? Hvernig getum við horft inn á við og unnið að því að styðja við sjálfan mig, hver er mín framtíðarsýn og svo framvegis.“ Þá segir Aðalheiður UAK leggja áherslu á að fá fleiri karlmenn til að taka þátt í umræðunni. „UAK hefur markvisst staðið fyrir því að fá reglulega karlmenn til að taka þátt í viðburðum hjá okkur. Til dæmis að vera með erindi. Stundum erum við líka með opna fundi. Til dæmis vorum við með kvenframbjóðendur til forseta um daginn og sá viðburður var opinn öllum og nokkrir karlmenn sem mættu. Aðalmálið er að fá sem flesta karlmenn í samtalið með okkur. Því jafnréttismálin eru ekki barningur á milli kynja, heldur snúast þau um hvernig við náum alltaf bestum árangri með því að vinna að málum saman.“ Þó sé ljóst að mikið meira þarf til hjá samfélaginu öllu, ef staðan er enn sú að börn séu ekki að fá fræðslu um jafnréttismálin og hugarfarið sem þeim jafnvel mæti, sé síður en svo til eftirbreytni. „Erindið hennar Parísar er góð ábending um hvernig rót vandans liggur að hluta til í hugarfarinu til jafnréttismála. Við þurfum að byrja á því að efla börn í jafnréttismálum með góðri fræðslu. Að sama skapi getur verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og það er því alveg ljóst, að það er ekkert síður þörf á fræðslu fyrir fullorðna. Eins og börnin eru einmitt að benda á.“ Jafnréttismál Skóla- og menntamál Starfsframi Vinnumarkaður Mannréttindi Samfélagsleg ábyrgð Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52 Ungar athafnakonur vilja sitt pláss og skora á Árnastofnun Þegar orðið athafnamaður er skoðað í orðaneti Árnastofnunar koma upp fullt af orðum til að lýsa því hvað athafnamaður er,“ segir María Guðjónsdóttir formaður UAK, félags Ungra athafnakvenna á Íslandi. 14. september 2023 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Erindið bar heitið „Kveðja frá næstu kynslóð“ en París er fulltrúi í barna- og ungmennaráði heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Og það má með sanni segja að erindi Parísar hafi verið áhugavert. Eða ættum við kannski frekar að segja sláandi? Því að sögn Parísar, eru börn snuðuð alvarlega snuðuð um fræðslu sem þeim ber rétt á að fá á öllum skólastigum samkvæmt lögum. Og það sem verra er, þegar kemur að jafnréttismálunum mæti þeim jafnvel niðurlæging og viðhorf sem ekki getur talist viðunandi. Sem dæmi, nefnir París atvik sem hún upplifði sjálf í skóla. „Við sátum nemendur í hring og áttum að svara spurningunni: Hvað langar þig til að gera í framtíðinni? Svörin okkar voru alls konar og ein stelpan í hópnum svaraði því til að hana langaði að verða húsasmíðameistari. Sem engum í hópnum fannst neitt athugavert, nema kennarinn sem sagði: „Þú átt ekkert að fara í húsasmíðina. Þú átt frekar að verða kennari eða hárgreiðslukona.“ Og París bætir við: Þetta var auðvitað rosalega mikil niðurlæging og gott dæmi um hvernig fullorðnir eiga það stundum til að niðurlægja börn. Mér varð svo mikið um að ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Og hvað gerðist þá? „Hann varð frekar pirraður, losaði upp umræðuhringinn nokkrum mínútum seinna og sagði öllum að fara út nema mér. Ég þurfti að sitja eftir og lesa yndislestur í korter.“ París bendir á að börn eiga rétt á fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum samkvæmt lögum. Þessa fræðslu eru þau ekki að fá, sem París finnst ömurlegt enda geti áhrifin jafnvel endurspeglast í því hvað börn velja sér síðar sem starfsframa.Gunnhildur Lind Biðja um fræðslu en fá hana ekki Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem tekur þátt í verkefni á vegum UNICEF á Íslandi sem ber heitið Barnvænt sveitarfélag. Það gerir Reykjanesbær líka, en þar er Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir verkefnastjóri verkefnisins, en hún er líka stjórnarkona í UAK. Aðalheiður segir það einkennandi að börn eru fyrir alvöru að kalla eftir meiri fræðslu. Ekki aðeins fræðslu fyrir börn, heldur líka fullorðna. „Það hefur komið skýrt fram á barna- og ungmennaþingum, bæði hjá Reykjanesbæ og Akureyri að börn vilja fá meiri fræðslu, meðal annars um jafnréttismál en einnig að þau vilja að fullorðnir fái sömu fræðslu og þau. Þannig telja þau líklegra að málefnið nái í gegn og að þau geti rætt málin heimafyrir. Þannig mætti einnig segja að líklegra sé að ákveðið rótgróið hugarfar sem virðist vera í samfélaginu verði upprætt.“ En við erum ekki að fá þessa fræðslu, en eigum þó rétt á henni á öllum skólastigum samkvæmt lögum. Ég spurði jafnaldra mína sem búa alls staðar á landinu og það var allur gangur á því; Einhverjir hafa fengið einhverja fræðslu en meirihlutinn hefur ekki fengið neina fræðslu. Sumir hafa jafnvel óskað eftir því við stjórnendur skólanna en það hefur heldur ekkert komið neitt út úr því og það finnst mér ömurleg,t“ segir París og bætir við: „Sem er ekki gott því það hefur mikil áhrif að við séum ekki að fá þessa fræðslu. Til dæmis getur þetta haft áhrif á það hvaða starfsvettvang eða nám við veljum til framtíðar.“ Sem dæmi nefnir París. „Sjálfri langar mig til dæmis að ná langt í stjórnmálum eða atvinnulífinu. En orðræðan er alltaf sú að það sé svo erfitt fyrir konur að ná frama í æðstu stjórnendastöður, þótt þær hafi menntun og hæfni til. Þetta hefur auðvitað áhrif á mann. Því hvers vegna að velja sér að fara einhverja leið sem fyrirfram er búið að segja manni að sé svona erfið fyrir konur? Eða að konur eigi frekar að velja sér allt önnur fög eins og kennarinn sagði?“ Aðalheiður segir mikilvægt að á þessar raddir barna sé hlustað. „Það er mikilvægt að börn fái þessa fræðslu, enda er jafnrétti eitthvað sem skilar sér sem aukinn ávinningur fyrir alla. Að sama skapi skiptir miklu máli að auka á sýnileika kvenna sem nú þegar eru í æðstu stjórnendastörfum þannig að börn sjái að þessi störf eru líka möguleg fyrir konur.“ Aðalheiður segir að þéttsetinn salur UAK á ráðstefnunni hafi fengið hálfgert sjokk af því að hlusta á erindi Parísar. Enda ömurlegt atvik úr skóla sem París sagði frá. Þá segir Aðalheiður einkennandi í verkefninu Barnvænt sveitarfélag að börn eru að biðja um meiri fræðslu, fyrir sig og fyrir fullorðna. Þannig séu meiri líkur á að hægt sé að ræða málin heima fyrir.Gunnhildur Lind Aðalheiður segir verkefnið Barnvænt sveitarfélag styðja við sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi. Hún segir verkefnið alls ekki nýtt á nálinni, enda byggt á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child friendly cities initative, sem hefur verið innleitt í þúsundum sveitarfélaga út um allan heim frá árinu 1996. Aðalheiður segir áhugavert að heyra að umræður barna þessu verkefni tengdar, séu svona keimlíkar þótt búsetusvæðin séu ólík. „Það er áhugavert að spá í því að sveitarfélög, með eins marga kílómetra á milli og Akureyri og Reykjanesbær fái sömu niðurstöður. Því má ætla að þetta sé viðhorf barna og ungmenna á landsvísu,“ segir Aðalheiður og vísar þar til þess viðhorfs barna að vilja meiri fræðslu og fyrir fullorðna sömuleiðis. En hvað myndi París sjálf vilja sjá breytast? „Ég myndi vilja að börn um land allt fengju þessa fræðslu í skólum. Eins og við eigum rétt á að fá og eins og lögin segja að við eigum að fá.“ Hvers vegna heldur þú að börn séu ekki að fá þessa fræðslu? „Ég held að skýringin sé einfaldlega sú að svo margir skólar hafa ekki áhuga á málefninu og að margir kennarar nenni ekki að taka svona fræðslu með börnum.“ Að mati Aðalheiðar sé þó mikilvægt að úr þessu verði bætt og það sem fyrst. Því hvernig getum við ætlast til þess að börn fullorðnast með þekkingu á þeim ávinningi sem af jafnréttinu hlýst, ef þau fá enga fræðslu um jafnrétti þegar þau eru börn?“ Á vinnustofu UAK í kjölfar ráðstefnunnar var ákveðið að efla þyrfti vitundavakningu og fræðslu um heilsu kvenna, enda séu konur oft að fá rangar greiningar til dæmis varðandi kulnun í stað áhrifa frá breytingaskeiði og fleira. Þá ætlar UAK að halda áfram að fá fleiri karlmenn til að taka þátt í viðburðum UAK.Gunnhildur Lind Að ýmsu að huga Aðalheiður segir að niðurstöður UAK í kjölfar ráðstefnunnar, hafi reyndar náð til fleiri þátta en eingöngu að benda þyrfti á úrbætur hvað varðar fræðslu um jafnréttismálin. „Eftir ráðstefnuna voru málin rædd ofan í kjölinn á vinnustofu sem var hluti af dagskrá ráðstefnunnar. Markmiðið var að horfa svolítið á hvað þyrfti að gera eða bæta úr, til þess að jafnréttismálin næðu betur fram að ganga,“ segir Aðalheiður. Hún segir mikla umræðu hafa skapast um mikilvægi þess að bætt yrði úr fræðslu um jafnréttismál, fyrir börn og fullorðna. En eins ýmiss önnur atriði. Sem dæmi nefnir Aðalheiður heilsu kvenna og sjálfseflingu. „UAK vill efla vitundavakningu kvenna um heilsu, því ekki aðeins erum við að sjá mörg tilfelli kvenna sem enda í kulnun, heldur erum við líka að heyra mörg dæmi þess að konur eru einfaldlega að fá rangar greiningar. Breytingaskeið kvenna er til dæmis tímabil sem getur haft mikil áhrif á það hvernig konum líður og þeim gengur. En þá er líka mikilvægt að greiningar séu þá réttar og að þær fái viðeigandi meðferð.“ Þar geti UAK stigið vel inn í með sínum félagskonum. „Okkar vinna felst svolítið mikið í því að fræða en um leið að efla konur með vitundavakningu um það hvað getum við gert sjálfar? Hvernig getum við horft inn á við og unnið að því að styðja við sjálfan mig, hver er mín framtíðarsýn og svo framvegis.“ Þá segir Aðalheiður UAK leggja áherslu á að fá fleiri karlmenn til að taka þátt í umræðunni. „UAK hefur markvisst staðið fyrir því að fá reglulega karlmenn til að taka þátt í viðburðum hjá okkur. Til dæmis að vera með erindi. Stundum erum við líka með opna fundi. Til dæmis vorum við með kvenframbjóðendur til forseta um daginn og sá viðburður var opinn öllum og nokkrir karlmenn sem mættu. Aðalmálið er að fá sem flesta karlmenn í samtalið með okkur. Því jafnréttismálin eru ekki barningur á milli kynja, heldur snúast þau um hvernig við náum alltaf bestum árangri með því að vinna að málum saman.“ Þó sé ljóst að mikið meira þarf til hjá samfélaginu öllu, ef staðan er enn sú að börn séu ekki að fá fræðslu um jafnréttismálin og hugarfarið sem þeim jafnvel mæti, sé síður en svo til eftirbreytni. „Erindið hennar Parísar er góð ábending um hvernig rót vandans liggur að hluta til í hugarfarinu til jafnréttismála. Við þurfum að byrja á því að efla börn í jafnréttismálum með góðri fræðslu. Að sama skapi getur verið erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og það er því alveg ljóst, að það er ekkert síður þörf á fræðslu fyrir fullorðna. Eins og börnin eru einmitt að benda á.“
Jafnréttismál Skóla- og menntamál Starfsframi Vinnumarkaður Mannréttindi Samfélagsleg ábyrgð Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25 „Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52 Ungar athafnakonur vilja sitt pláss og skora á Árnastofnun Þegar orðið athafnamaður er skoðað í orðaneti Árnastofnunar koma upp fullt af orðum til að lýsa því hvað athafnamaður er,“ segir María Guðjónsdóttir formaður UAK, félags Ungra athafnakvenna á Íslandi. 14. september 2023 07:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Karlarnir segja konur of reynslulausar“ „Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 8. mars 2024 07:25
„Ég var til dæmis alveg glötuð í að semja um laun“ „Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær. 15. nóvember 2023 07:01
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02
Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52
Ungar athafnakonur vilja sitt pláss og skora á Árnastofnun Þegar orðið athafnamaður er skoðað í orðaneti Árnastofnunar koma upp fullt af orðum til að lýsa því hvað athafnamaður er,“ segir María Guðjónsdóttir formaður UAK, félags Ungra athafnakvenna á Íslandi. 14. september 2023 07:01