Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi

Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum.

Innlent
Fréttamynd

Þreyttur á argaþrasi um sjávarútveg

Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir hefur ekki verið hærri um árabil en arðgreiðslur námu næstum tuttugu milljörðum króna í fyrra. Veiðigjöldin voru hins vegar lægri en fyrir þremur árum. Forstjóri Samherja segir þreytandi að hlusta á eilífar deilur um veiðigjöld. Þau eigi að vera hófleg.

Innlent
Fréttamynd

Á­tján brott­vísanir barna á þessu ári

Útlendingastofnun hefur tekið átján ákvarðanir um brottvísun barna til Grikklands það sem af er ári. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest allar ákvarðanirnar. Kallað hefur verið á lögreglu í sextán tilfellum.

Innlent
Fréttamynd

Auknar strandveiðar hafi neikvæð áhrif á stöðugleika og erlenda markaði

Forstjóri útgerðafyrirtækisins Samherja segir að þrisvar sinnum hærra verð hafi verið greitt fyrir eldislax í Bretlandi og Þýskalandi en íslenskan þorsk. Ástæðan fyrir þessum verðmun sé einkum vegna skorts á stöðugleika í framboði á þorski. Stöðugleikinn hafi minnkað því veiðiheimildir hafi færst í auknum mæli frá stórútgerð til smærri útgerða.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Gefa áfallastjórnun stjórnvalda háa einkunn

Nefnd sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sinni og var hún rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Nefndin mun kynna skýrsluna í málstofu í Norræna húsinu kl. 14.30 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­­­mála­ráð­herra segir Þor­björgu Sig­ríði fara með rangt mál

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttir þingmann Viðreisnar ranglega halda því fram að hann hafi lengi borið ábyrgð á málefnum ÍL-sjóðs. Hið rétta sé að málið hafi komið í hans hlut árið 2020 og hann sé að leggja fram góða lausn, sem geti sparað tugi milljarða, nái tillagan fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Frum­­­varpið taki ein­fald­­lega ekki á á­skorunum

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Tvíbreið brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi vígð

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók í dag þátt í vígslu nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Hann er vongóður um að fækka einbreiðum brúm niður í 29 fyrir árslok en þær eru nú 31. 

Innlent
Fréttamynd

Ás­­mundur Einar Daða­­son skipar þrjá nýja skrif­­stofu­­stjóra

Þrír nýir skrifstofustjórar hafa verið skipaðir hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Ráðherra, Ásmundur Einar Daðason hefur skipað Önnu Tryggvadóttur, Árna Jón Árnason og Þorstein Hjartarson í embættin samkvæmt nýju skipulagi ráðuneytisins. Skipað er í embættin til fimm ára. Ekki var skipað í embætti skrifstofustjóra gæða- og eftirlitsmála vegna fækkunar skrifstofa hjá ráðuneytinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auka framlög til mannúðarmála um 200 milljónir

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka framlög sín til mannúðarmála um 200 milljónir króna en viðbótar framlögin renna til tveggja stofnana Sameinuð þjóðanna. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að bregðast við alvarlegu ástandi þar sem fleiri hafa aldrei verið á flótta og hundruð milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í ár. 

Innlent
Fréttamynd

Út­lendinga­frum­­varp Jóns situr fast í þing­flokki Sjálf­­stæðis­­flokksins

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­falda þarf orku­fram­leiðsluna vegna orku­skiptanna

Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin.

Innlent
Fréttamynd

Töluðu líka um að myrða Guð­laug Þór

Öruggar heimildir Vísis herma að mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk, hafi rætt sín á milli um að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Öllu starfsfólki sagt upp

Menntamálastofnun verður lögð niður og öllu starfsfólki þar sagt upp í viðamiklum breytingum sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur boðað. Samhæfing og ný verkfæri í skólakerfi eru meðal annars ástæður breytingarinnar.

Innlent