Háttsemi Isavia feli í sér atlögu að störfum blaðamanna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 21:50 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Blaðamannafélag Íslands krefur ríkislögreglustjóra og Isavia svara vegna aðgerða starfsmanna Isavia við brottflutning hælisleitenda fyrr í vikunni. Flóðljósum var beitt gegn blaðamönnum til að hindra fréttaflutning af málinu. Isavia birti tilkynningu í gær þar sem félagið harmaði að hafa hindrað störf fjölmiðla við brottvísunina. Starfsfólk félagsins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Meðal þess sem lögregla hafi farið fram á var að komið yrði í veg fyrir myndatökur. Blaðamannafélag Íslands sendi ríkislögreglustjóra og forstjóra Isavia bréf vegna aðgerðanna í dag. „Blaðamannafélagið lítur þetta alvarlegum augum enda felur þessi háttsemi starfsmanna Isavia í sér atlögu að störfum blaðamanna. Óumdeilt er að þarna var um fréttnæman atburð að ræða sem fullt tilefni er til að fjalla um. Hvorki lögregla né opinbert hlutafélag, sem Isavia er, á að fá að hlutast til um eðlileg störf blaðamanna eða hindra að fluttar séu fréttir af atburðum sem eiga sér stað innan starfssvæðis flugvallarins,“ er meðal þess sem fram kemur í bréfinu. Þá kemur fram að frjáls fjölmiðlun sé ein af grundvallarstoðum lýðræðisríkja og lagarök rakin að því tilefni. Atburðurinn er sagður hafa verið ótvírætt fréttnæmur og fullt tilefni hafi verið fyrir blaðamenn að fjalla um málið. Fréttafólk hafi virt allar lokanir og takmarkanir á svæðinu. Blaðamannafélag Íslands fer þess á leit við stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra að upplýst verði um: 1. Hver tók ákvörðun um að hafa áhrif á og hamla eðlilegum störfum blaðamanna? a. Ef beiðni barst Isavia um að hamla störfum blaðamanna, hvaðan kom sú beiðni? 2. Á hvaða grunni var slík ákvörðun tekin? 3. Hvernig munu stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra bregðast við og hvernig munu verkferlar hins opinbera hlutafélags og lögreglunnar breytast til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig? Hælisleitendur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Isavia birti tilkynningu í gær þar sem félagið harmaði að hafa hindrað störf fjölmiðla við brottvísunina. Starfsfólk félagsins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Meðal þess sem lögregla hafi farið fram á var að komið yrði í veg fyrir myndatökur. Blaðamannafélag Íslands sendi ríkislögreglustjóra og forstjóra Isavia bréf vegna aðgerðanna í dag. „Blaðamannafélagið lítur þetta alvarlegum augum enda felur þessi háttsemi starfsmanna Isavia í sér atlögu að störfum blaðamanna. Óumdeilt er að þarna var um fréttnæman atburð að ræða sem fullt tilefni er til að fjalla um. Hvorki lögregla né opinbert hlutafélag, sem Isavia er, á að fá að hlutast til um eðlileg störf blaðamanna eða hindra að fluttar séu fréttir af atburðum sem eiga sér stað innan starfssvæðis flugvallarins,“ er meðal þess sem fram kemur í bréfinu. Þá kemur fram að frjáls fjölmiðlun sé ein af grundvallarstoðum lýðræðisríkja og lagarök rakin að því tilefni. Atburðurinn er sagður hafa verið ótvírætt fréttnæmur og fullt tilefni hafi verið fyrir blaðamenn að fjalla um málið. Fréttafólk hafi virt allar lokanir og takmarkanir á svæðinu. Blaðamannafélag Íslands fer þess á leit við stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra að upplýst verði um: 1. Hver tók ákvörðun um að hafa áhrif á og hamla eðlilegum störfum blaðamanna? a. Ef beiðni barst Isavia um að hamla störfum blaðamanna, hvaðan kom sú beiðni? 2. Á hvaða grunni var slík ákvörðun tekin? 3. Hvernig munu stjórnendur Isavia og Ríkislögreglustjóra bregðast við og hvernig munu verkferlar hins opinbera hlutafélags og lögreglunnar breytast til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig?
Hælisleitendur Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Harma að hafa komið í veg fyrir myndatökur af brottvísuninni Isavia harmar að hafa hindrað störf fjölmiðla þegar lögreglan flutti hælisleitendur af landi brott í leiguflugvél til Grikklands. 3. nóvember 2022 17:30
Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels