Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 16:03 Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldu sem var send úr landi í nótt segir forsætisráðherra fara með rangt mál er hún tjáði sig um málefni þeirra í bítinu í morgun. samsett/vilhelm Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. „Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt, þetta séu manneskjur sem hafi verið búnar að fullreyna öll sín úrræði í okkar kerfi,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ætla að afla sér frekari upplýsingar um málið því hún væri nýkomin til landsins. Katrín ræðir málefni hælisleitendanna þegar um 24 mínútur eru liðnar af viðtali í Bítinu: Claudia Wilson lögmaður fjölskyldu sem var á meðal þeirra fimmtán sem send voru úr landi í nótt segir þetta röng fullyrðing hjá forsætisráðherra. „Þetta er ekki rétt enda liggur fyrir að aðalmeðferð í dómsmáli minna umbjóðenda á að fara fram 18. nóvember,“ segir Claudia í samtali við fréttastofu. „Það hefur alltaf legið fyrir að það sé skoðun dómara að það sé mikilvægt að þetta fólk sé á landinu þegar mál þeirra er tekið fyrir,“ bætir hún við. Hún segir því ekki búið að tæma öll úrræði hérlendis. „Það er þeirra réttur að fá úrskurð dómstóla um sín málefni hér á landi. Að öðrum kosti er brotið á þeirra rétti til réttlátrar málsmeðferðar, sem er staðan núna. Til að tryggja milliliðalausa málsmeðferð þá hafði dómarinn sagt að það væri mikilvægt að stefnendur væru hér á landi. Lögreglan hefur með þessari aðgerð komið í veg fyrir það,“ segir Claudia. Hún kveðst því ekki sjá fram á að málflutningur í máli þeirra muni skila sér skilmerkilega, en það hafi dómari einnig haft áhyggjur af. Atlaga að samfélagssáttmálanum „Er forsætisráðherratlaga að samfélagssáttmálanuma að bera á borð ósannindi til að verja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem stálhnefi er rekinn framan í barnafjölskyldur og fólk með fötlun?“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook og vísar til orða Katrínar. Hann segir brottvísunina framkvæmda í skjóli nætur örfáum dögum eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sem gæti leitt til endurupptöku á málum fólksins. Þar vísar Jóhann til dóms héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kveðið var á um að Palestínumaður, em sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Dómur þessi segir Helgi Þorsteinsson, lögmaður mannsins vera fordæmisgefandi fyrir fjölmennan hóp hælisleitenda sem hafi dvalið hér um þónokkurt skeið og gæti átt rétt á efnismeðferð hjá útlendingastofnun. „Mannfjandsamleg útlendingastefna er atlaga að samfélagssáttmálanum og þeim gildum sem við eigum að standa vörð um. Að því sögðu, veit einhver hvað varð af ráðherranum sem fer bæði með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og málefni fatlaðs fólks í ríkisstjórn Íslands?,“ segir að lokum í færslu Jóhanns og vísar til þess að lítið hafi heyrst í Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, frá því að hávær umræða hófst um málefni hælisleitenda. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
„Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt, þetta séu manneskjur sem hafi verið búnar að fullreyna öll sín úrræði í okkar kerfi,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ætla að afla sér frekari upplýsingar um málið því hún væri nýkomin til landsins. Katrín ræðir málefni hælisleitendanna þegar um 24 mínútur eru liðnar af viðtali í Bítinu: Claudia Wilson lögmaður fjölskyldu sem var á meðal þeirra fimmtán sem send voru úr landi í nótt segir þetta röng fullyrðing hjá forsætisráðherra. „Þetta er ekki rétt enda liggur fyrir að aðalmeðferð í dómsmáli minna umbjóðenda á að fara fram 18. nóvember,“ segir Claudia í samtali við fréttastofu. „Það hefur alltaf legið fyrir að það sé skoðun dómara að það sé mikilvægt að þetta fólk sé á landinu þegar mál þeirra er tekið fyrir,“ bætir hún við. Hún segir því ekki búið að tæma öll úrræði hérlendis. „Það er þeirra réttur að fá úrskurð dómstóla um sín málefni hér á landi. Að öðrum kosti er brotið á þeirra rétti til réttlátrar málsmeðferðar, sem er staðan núna. Til að tryggja milliliðalausa málsmeðferð þá hafði dómarinn sagt að það væri mikilvægt að stefnendur væru hér á landi. Lögreglan hefur með þessari aðgerð komið í veg fyrir það,“ segir Claudia. Hún kveðst því ekki sjá fram á að málflutningur í máli þeirra muni skila sér skilmerkilega, en það hafi dómari einnig haft áhyggjur af. Atlaga að samfélagssáttmálanum „Er forsætisráðherratlaga að samfélagssáttmálanuma að bera á borð ósannindi til að verja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem stálhnefi er rekinn framan í barnafjölskyldur og fólk með fötlun?“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook og vísar til orða Katrínar. Hann segir brottvísunina framkvæmda í skjóli nætur örfáum dögum eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sem gæti leitt til endurupptöku á málum fólksins. Þar vísar Jóhann til dóms héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kveðið var á um að Palestínumaður, em sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Dómur þessi segir Helgi Þorsteinsson, lögmaður mannsins vera fordæmisgefandi fyrir fjölmennan hóp hælisleitenda sem hafi dvalið hér um þónokkurt skeið og gæti átt rétt á efnismeðferð hjá útlendingastofnun. „Mannfjandsamleg útlendingastefna er atlaga að samfélagssáttmálanum og þeim gildum sem við eigum að standa vörð um. Að því sögðu, veit einhver hvað varð af ráðherranum sem fer bæði með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og málefni fatlaðs fólks í ríkisstjórn Íslands?,“ segir að lokum í færslu Jóhanns og vísar til þess að lítið hafi heyrst í Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, frá því að hávær umræða hófst um málefni hælisleitenda.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira