Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 16:03 Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldu sem var send úr landi í nótt segir forsætisráðherra fara með rangt mál er hún tjáði sig um málefni þeirra í bítinu í morgun. samsett/vilhelm Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. „Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt, þetta séu manneskjur sem hafi verið búnar að fullreyna öll sín úrræði í okkar kerfi,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ætla að afla sér frekari upplýsingar um málið því hún væri nýkomin til landsins. Katrín ræðir málefni hælisleitendanna þegar um 24 mínútur eru liðnar af viðtali í Bítinu: Claudia Wilson lögmaður fjölskyldu sem var á meðal þeirra fimmtán sem send voru úr landi í nótt segir þetta röng fullyrðing hjá forsætisráðherra. „Þetta er ekki rétt enda liggur fyrir að aðalmeðferð í dómsmáli minna umbjóðenda á að fara fram 18. nóvember,“ segir Claudia í samtali við fréttastofu. „Það hefur alltaf legið fyrir að það sé skoðun dómara að það sé mikilvægt að þetta fólk sé á landinu þegar mál þeirra er tekið fyrir,“ bætir hún við. Hún segir því ekki búið að tæma öll úrræði hérlendis. „Það er þeirra réttur að fá úrskurð dómstóla um sín málefni hér á landi. Að öðrum kosti er brotið á þeirra rétti til réttlátrar málsmeðferðar, sem er staðan núna. Til að tryggja milliliðalausa málsmeðferð þá hafði dómarinn sagt að það væri mikilvægt að stefnendur væru hér á landi. Lögreglan hefur með þessari aðgerð komið í veg fyrir það,“ segir Claudia. Hún kveðst því ekki sjá fram á að málflutningur í máli þeirra muni skila sér skilmerkilega, en það hafi dómari einnig haft áhyggjur af. Atlaga að samfélagssáttmálanum „Er forsætisráðherratlaga að samfélagssáttmálanuma að bera á borð ósannindi til að verja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem stálhnefi er rekinn framan í barnafjölskyldur og fólk með fötlun?“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook og vísar til orða Katrínar. Hann segir brottvísunina framkvæmda í skjóli nætur örfáum dögum eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sem gæti leitt til endurupptöku á málum fólksins. Þar vísar Jóhann til dóms héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kveðið var á um að Palestínumaður, em sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Dómur þessi segir Helgi Þorsteinsson, lögmaður mannsins vera fordæmisgefandi fyrir fjölmennan hóp hælisleitenda sem hafi dvalið hér um þónokkurt skeið og gæti átt rétt á efnismeðferð hjá útlendingastofnun. „Mannfjandsamleg útlendingastefna er atlaga að samfélagssáttmálanum og þeim gildum sem við eigum að standa vörð um. Að því sögðu, veit einhver hvað varð af ráðherranum sem fer bæði með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og málefni fatlaðs fólks í ríkisstjórn Íslands?,“ segir að lokum í færslu Jóhanns og vísar til þess að lítið hafi heyrst í Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, frá því að hávær umræða hófst um málefni hælisleitenda. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Þær upplýsingar sem ég hef er að þau sem fóru þarna í nótt, þetta séu manneskjur sem hafi verið búnar að fullreyna öll sín úrræði í okkar kerfi,“ sagði Katrín í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ætla að afla sér frekari upplýsingar um málið því hún væri nýkomin til landsins. Katrín ræðir málefni hælisleitendanna þegar um 24 mínútur eru liðnar af viðtali í Bítinu: Claudia Wilson lögmaður fjölskyldu sem var á meðal þeirra fimmtán sem send voru úr landi í nótt segir þetta röng fullyrðing hjá forsætisráðherra. „Þetta er ekki rétt enda liggur fyrir að aðalmeðferð í dómsmáli minna umbjóðenda á að fara fram 18. nóvember,“ segir Claudia í samtali við fréttastofu. „Það hefur alltaf legið fyrir að það sé skoðun dómara að það sé mikilvægt að þetta fólk sé á landinu þegar mál þeirra er tekið fyrir,“ bætir hún við. Hún segir því ekki búið að tæma öll úrræði hérlendis. „Það er þeirra réttur að fá úrskurð dómstóla um sín málefni hér á landi. Að öðrum kosti er brotið á þeirra rétti til réttlátrar málsmeðferðar, sem er staðan núna. Til að tryggja milliliðalausa málsmeðferð þá hafði dómarinn sagt að það væri mikilvægt að stefnendur væru hér á landi. Lögreglan hefur með þessari aðgerð komið í veg fyrir það,“ segir Claudia. Hún kveðst því ekki sjá fram á að málflutningur í máli þeirra muni skila sér skilmerkilega, en það hafi dómari einnig haft áhyggjur af. Atlaga að samfélagssáttmálanum „Er forsætisráðherratlaga að samfélagssáttmálanuma að bera á borð ósannindi til að verja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem stálhnefi er rekinn framan í barnafjölskyldur og fólk með fötlun?“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook og vísar til orða Katrínar. Hann segir brottvísunina framkvæmda í skjóli nætur örfáum dögum eftir að héraðsdómur kvað upp dóm sem gæti leitt til endurupptöku á málum fólksins. Þar vísar Jóhann til dóms héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kveðið var á um að Palestínumaður, em sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Dómur þessi segir Helgi Þorsteinsson, lögmaður mannsins vera fordæmisgefandi fyrir fjölmennan hóp hælisleitenda sem hafi dvalið hér um þónokkurt skeið og gæti átt rétt á efnismeðferð hjá útlendingastofnun. „Mannfjandsamleg útlendingastefna er atlaga að samfélagssáttmálanum og þeim gildum sem við eigum að standa vörð um. Að því sögðu, veit einhver hvað varð af ráðherranum sem fer bæði með þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og málefni fatlaðs fólks í ríkisstjórn Íslands?,“ segir að lokum í færslu Jóhanns og vísar til þess að lítið hafi heyrst í Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, frá því að hávær umræða hófst um málefni hælisleitenda.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira