Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Pólitískt með­vitundar­leysi ríkis­stjórnar

Í sumar hefur lítið heyrst frá ríkisstjórninni annað en hávær rifrildi innan úr stjórnarráðinu. Á sama tíma glímir almenningur við raunverulegan vanda. Vaxtahækkanir og verðbólga rýra ráðstöfunartekjur og óvissan um framhaldið er mikil.

Skoðun
Fréttamynd

Ólga meðal útgerðarinnar vegna tillagna ráðherra

Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjald, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SFS gagnrýnir áætlanir um hækkunina. Ráðherrann veitist að meðalstórum útgerðafyrirtækjum, segir talsmaður þeirra

Innlent
Fréttamynd

„Þau verða bara að tala saman“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að viðhalda veiðibanni á stórhvölum. Hún segist stefna á að taka ákvörðun sem fyrst en starfsmenn ráðuneytis hennar séu að vinna úr skýrslu sem birt var í gær um frávik við veiðar á hvölum.

Innlent
Fréttamynd

Þingflokksformaður vill geta horft í spegil

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin.

Innlent
Fréttamynd

Segist voða lítið í „ef“ spurningum

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar­flokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Fram­sóknar við Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, komi til þess að van­trausti verði lýst yfir á hendur ráð­herranum og sú til­laga mögu­lega studd af Sjálf­stæðis­mönnum.

Innlent
Fréttamynd

DiCaprio hvetur Ís­land til að banna hval­veiðar al­farið

Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Ekki nóg að bæta bara strætó

Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 

Innlent
Fréttamynd

Til­lögur og úr­bætur til þess fallnar að hafa á­hrif á árangur hval­veiða

Starfshópur, sem matvælaráðherra skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda.

Innlent
Fréttamynd

Skrifar for­sætis­ráð­herra bréf og hvetur til for­manna­fundar

Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum.

Innlent
Fréttamynd

Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“

Innlent
Fréttamynd

Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa

Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Skref í rétta átt“ en þarf meira að­hald til að ná niður verð­bólgu­væntingum

Þótt boðaðar aðgerðir fjármála- og efnahagsráðherra um aukið aðhald í ríkisrekstrinum á komandi ári, sem nemur samtals um sautján milljörðum króna, séu jákvæðar þá eru þær ólíklega að hafa einhver áhrif til lækkunar á verðbólguvæntingum, að sögn sjóðstjóra á skuldabréfamarkaði. Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans um 50 punkta var einkum rökstudd með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma en þær hafa lítið lækkað að undanförnu. 

Innherji
Fréttamynd

Vísar gagnrýni á bug

Fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í að torvelda ekki bankanum að ná verðbólgumarkmiðum.

Innlent
Fréttamynd

„Í mínum huga alveg skýrt að ríkis­fjár­málin eru á réttri leið“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári.

Innlent