Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Vonast til að ný ríkis­stjórn verði kynnt í næstu viku

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist.

Innlent
Fréttamynd

„Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“

Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við  Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur Þór í sóttkví

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra er kominn í sóttkví. Það er eftir að starfsmaður utanríkisráðuneytisins greindist smitaður af Covid-19 í gær.

Innlent
Fréttamynd

Launa­munurinn geti vel skýrst af há­launa­störfum

For­maður BSRB harmar gagn­rýni innan úr röðum Starfs­greina­sam­bandsins og segir ekki hægt að þá stað­reynd í efa að opin­berir starfs­menn séu lægra launaðir að meðal­tali. Hún úti­lokar þó ekki að þetta eigi aðal­lega við há­launa­störf en þau þurfi þá að hækka hjá hinu opinbera.

Innlent
Fréttamynd

Allt of langt hlé og skað­legt fyrir lýð­ræðið

Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá ára­tugi tekur enda á morgun. Stjórnar­and­stöðu­þing­menn óttast af­leiðingar svo langs hlés fyrir lýð­ræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verk­efni komandi þings - kjör­bréfa­málið.

Innlent
Fréttamynd

Flug­iðnaðurinn mun meira mengandi en hann þarf að vera

Tækni til orku­skipta í flug­iðnaðinum verður ó­lík­lega til staðar fyrr en eftir að minnsta kosti tvo ára­tugi að sögn bresks flug­mála­sér­fræðings. Þó séu þekking og geta til staðar innan iðnaðarins til að draga all­veru­lega úr losun loft­tegunda sem eru skað­legar fyrir um­hverfið. Það skorti hins vegar pólitískan vilja til að hrinda að­gerðum til þess í framkvæmd.

Innlent
Fréttamynd

Hefur kært hótanir í garð Hugar­afls­fólks til lög­reglu

Lögmaður Hugarafls segir félagsmálaráðuneytið ekki ætla að rannsaka ásakanir fyrrum skjólstæðinga um eitraða menningu frekar. Fyrrum skjólstæðingur segist ekki hafa fengið þau svör þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til ráðuneytisins. Hann fullyrðir að þau muni fara með málið lengra.

Innlent
Fréttamynd

Kapellan þyrfti að víkja fyrir Co­vid-sjúk­lingum

Ekkert bólar enn á nýrri deild innan Land­spítala sem átti að koma í stað fyrir Co­vid-göngu­deildina. Um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi heil­brigðis­ráðu­neytinu drög að út­færslu rýmisins þar sem er meðal annars lagt til að kapella spítalans verði nýtt undir Co­vid-sjúk­linga.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi vill skoða aðgangsstýringu með bólusetningarvottorðum

Samgönguráðherra vill skoða hvort taka ætti upp aðgangsstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum líkt og gert hefur verið í ýmsum öðrum löndum. Sóttvarnalæknir telur það koma til greina eftir að búið verður að gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammt til varnar covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Katrín vill „svartan fössara“

Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar

Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Reiknar með að þing komi saman í næstu viku

Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkið sýna hörku og ó­bil­girni í túlkun sinni

Ríkið hefur neitað að fallast á það að starfsfólk sem sent er í sóttkví meðan það er í orlofi fái að nýta veikindarétt sinn í stað orlofsdaga. Formaður BHM segir niðurstöðuna vonbrigði og óttast að hún dragi úr nauðsynlegri samstöðu á atvinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar fram­undan“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er mat manna að það skipti máli að sýna sam­stöðu“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð

Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar .

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti

Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00.

Innlent
Fréttamynd

Hertar að­gerðir kynntar í dag

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga.

Innlent