Stjórnvöld fjármagna þróun nýrrar streymisveitu Eiður Þór Árnason skrifar 1. desember 2021 09:13 Málaflokkurinn heyrir undir Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála- viðskipta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hyggst veita fé til þróunar nýrrar innlendrar streymisveitu á næsta ári sem er ætlað að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi. Undirbúningsvinna er hafin á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands en gert er ráð fyrir að streymisveitan veiti aðgang að íslenskum bíómyndum, þáttaröðum, heimildarmyndum, stuttmyndum og öðru efni. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem kynnt var í gær að fjárveiting vegna framkvæmdar kvikmyndastefnu verði aukin um 510 milljónir á næsta ári. Fjármunirnir verði nýttir til þróunar streymisveitu og í ótilgreind aukin verkefni hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. 412 milljónum króna verður varið til að efla Kvikmyndasjóð í samræmi við nýja kvikmyndastefnu. Verkefnin eru hluti af tímabundnu fjárfestingar- og uppbyggingarátaki stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Málefni kvikmynda færast undir nýtt viðskipta- og menningarráðuneyti sem var áður mennta- og menningarmálaráðuneytið.Vísir/Vilhelm Mbl.is greindi fyrst frá viðbótarfjárveitingunni en Kvikmyndamiðstöð fjallaði um áformin á vef sínum í maí. „Að baki liggur sú grundvallarhugmynd að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi á tímum stafrænnar dreifingar myndefnis, en ljóst er að stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.“ Efnisframboð streymisveitunnar verði háð áhuga og samþykki rétthafa íslenskra kvikmynda í hverju tilviki og ætlunin að vera í góðu samstarfi við þá aðila. Að sögn Kvikmyndamiðstöðvar stendur til að veita aðgang að íslenskum kvikmyndaarfi þegar myndir eru ekki fáanlegar annars staðar. Streymisveitunni sé ekki ætlað að vera í samkeppni við aðra aðila sem kunna að bjóða upp á íslenskt efni hverju sinni. Miðað er við að notendur greiði fyrir sýningu einstakra verka. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna Viðskipti innlent Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Atvinnulíf Microsoft lætur undan þrýstingi Viðskipti erlent Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Undirbúningsvinna er hafin á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasafns Íslands en gert er ráð fyrir að streymisveitan veiti aðgang að íslenskum bíómyndum, þáttaröðum, heimildarmyndum, stuttmyndum og öðru efni. Fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022 sem kynnt var í gær að fjárveiting vegna framkvæmdar kvikmyndastefnu verði aukin um 510 milljónir á næsta ári. Fjármunirnir verði nýttir til þróunar streymisveitu og í ótilgreind aukin verkefni hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. 412 milljónum króna verður varið til að efla Kvikmyndasjóð í samræmi við nýja kvikmyndastefnu. Verkefnin eru hluti af tímabundnu fjárfestingar- og uppbyggingarátaki stjórnvalda til að bregðast við efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Málefni kvikmynda færast undir nýtt viðskipta- og menningarráðuneyti sem var áður mennta- og menningarmálaráðuneytið.Vísir/Vilhelm Mbl.is greindi fyrst frá viðbótarfjárveitingunni en Kvikmyndamiðstöð fjallaði um áformin á vef sínum í maí. „Að baki liggur sú grundvallarhugmynd að auðvelda og einfalda aðgengi að íslenskum kvikmyndaarfi á tímum stafrænnar dreifingar myndefnis, en ljóst er að stór hluti íslenskra kvikmynda í gegnum tíðina eru lítt eða ekki aðgengilegar í samtímanum.“ Efnisframboð streymisveitunnar verði háð áhuga og samþykki rétthafa íslenskra kvikmynda í hverju tilviki og ætlunin að vera í góðu samstarfi við þá aðila. Að sögn Kvikmyndamiðstöðvar stendur til að veita aðgang að íslenskum kvikmyndaarfi þegar myndir eru ekki fáanlegar annars staðar. Streymisveitunni sé ekki ætlað að vera í samkeppni við aðra aðila sem kunna að bjóða upp á íslenskt efni hverju sinni. Miðað er við að notendur greiði fyrir sýningu einstakra verka.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna Viðskipti innlent Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Atvinnulíf Microsoft lætur undan þrýstingi Viðskipti erlent Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira