Gleymdi að afhenda Þórdísi Kolbrúnu lyklaspjaldið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2021 10:57 Þórdís Kolbrún fékk lyklaspjaldið að lokum afhent en Guðlaugi til varnar þá hafði hann þegar komið spjaldinu fyrir á borði fyrir allra augum. Vísir/vilhelm Lyklavöldin að utanríkisráðuneytinu verða áfram hjá Sjálfstæðisflokknum þó ákveðið hafi verið að skipta um ráðherra í brúnni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tekur við af Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem færir sig yfir í umhverfis- og loftslagsmálaráðuneytið. Guðlaugur á ættir að rekja í Borgarnes en Þórdís Kolbrún er frá Akranesi. Þau grínuðust með það við skiptin í morgun að það hefði ekki verið tekið vel í það á sínum tíma að Akurnesingur hefði mætt í vígi Borgnesinga og tekið við lyklavöldum. „Hér eru allir tilbúnir að leggja sig fram til að gera þér lífið auðveldara í þessu mikilvæga embætti,“ sagði Guðlaugur Þór við Þórdísi Kolbrúnu. Sú sagðist taka við góðu búi og átti von á töluverðri samvinnu þeirra enda margt í nýjum málaflokki Guðlaugs sem tengist utanríkismálum. Eftir að þau höfðu hvort haldið stutta tölu spurði Guðlaugur fjölmiðla á léttum nótum hvort þau vildu spyrja þau einhverra spurninga eða bara horfa á þau. Fékk hann þau svör að hann ætti eftir að afhenda lyklana, sjálft myndamómentið. Guðlaugur var ekki lengi að finna til lyklaspjaldið og afhenda Þórdísi Kolbrúnu. Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu um nýju áskorunina að lokinni lyklaafhendingu. Hún segir gott veganesti að anda ofan í kviðinn og hitta svo fólk sem þekkir betur til utanríkismála. Fram undan er flug til Riga í Lettlandi og svo Stokkhólms, strax í dag. Fyrri fundurinn er á vegum NATO og hinn á vegum ÖSE. Þórdís segist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Guðlaugur á ættir að rekja í Borgarnes en Þórdís Kolbrún er frá Akranesi. Þau grínuðust með það við skiptin í morgun að það hefði ekki verið tekið vel í það á sínum tíma að Akurnesingur hefði mætt í vígi Borgnesinga og tekið við lyklavöldum. „Hér eru allir tilbúnir að leggja sig fram til að gera þér lífið auðveldara í þessu mikilvæga embætti,“ sagði Guðlaugur Þór við Þórdísi Kolbrúnu. Sú sagðist taka við góðu búi og átti von á töluverðri samvinnu þeirra enda margt í nýjum málaflokki Guðlaugs sem tengist utanríkismálum. Eftir að þau höfðu hvort haldið stutta tölu spurði Guðlaugur fjölmiðla á léttum nótum hvort þau vildu spyrja þau einhverra spurninga eða bara horfa á þau. Fékk hann þau svör að hann ætti eftir að afhenda lyklana, sjálft myndamómentið. Guðlaugur var ekki lengi að finna til lyklaspjaldið og afhenda Þórdísi Kolbrúnu. Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu um nýju áskorunina að lokinni lyklaafhendingu. Hún segir gott veganesti að anda ofan í kviðinn og hitta svo fólk sem þekkir betur til utanríkismála. Fram undan er flug til Riga í Lettlandi og svo Stokkhólms, strax í dag. Fyrri fundurinn er á vegum NATO og hinn á vegum ÖSE. Þórdís segist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Lyklavaktin á Vísi: Nýtt fólk mætir í brúna í sjö ráðuneytum Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í dag er komið að formlegum lyklaskiptum í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum í ríkisstjórninni. 29. nóvember 2021 08:35