Lífið Húðflúrmeistari keyrður niður í miðbæ Reykjavíkur „Þetta var bara eldri maður sem var eitthvað að spjalla við konuna sína og skipti um akrein á ljósunum á horni Bankastrætis og Lækjargötu án þess að gefa stefnuljós,“ segir Fjölnir Geir Bragason eða Fjölnir Tattoo eins og hann jafnan kallaður. Keyrt var á hann í miðbæ Reykjavíkur um hádegisbilið í gær. Lífið 24.8.2011 20:14 Airwaves á Akureyri Akureyringar eiga gott kvöld í vændum á laugardaginn þegar forsvarsmenn Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar blása til tónleika í bænum. Tónlist 24.8.2011 20:14 Ingalls-krakki á nýrri braut Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. Lífið 24.8.2011 20:13 Katrín Hall í dómarasætið Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í vetur. Katrín er viss um að þátturinn verði mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er. Lífið 24.8.2011 20:14 Leikarar á hestatónleikum Helga „Við ætlum að búa til hestastemningu og taka tónleikana aðeins í aðrar áttir,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Lífið 24.8.2011 20:14 Kokhraustir án Frusciante Tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers kemur út á mánudaginn. Josh Klinghoffer hefur tekið við gítarleiknum af hinum óútreiknanlega John Frusciante. Lífið 24.8.2011 20:14 Nú verður kátt í höllinni Það ríkir mikil gleði við dönsku hirðina eftir að tilkynnt var um að Marie prinsessa væri barnshafandi. Hún og maðurinn hennar, Jóakim prins, eiga von á barni í janúar og verður prinsinn því brátt fjögurra barna faðir. Marie og Jóakim eiga fyrir hinn tveggja ára gamla Henrik en Jóakim eignaðist tvö börn með prinsessunni Alexöndru. Spákona heldur því fram að hjónin eigi von á strák. Lífið 24.8.2011 20:14 Ný prímadonna í leikhúsheiminum „Hún er mjög meðfærilegur hundur en smá prímadonna enda leikkona,“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og eigandi Gallerís Voff, en hún sér um að þjálfa tíkina Myrru fyrir frumraun hennar á leiksviði. Lífið 24.8.2011 20:14 Sage Francis til Íslands Bandarísku rappararnir Sage Francis og B. Dolan stíga á svið á Sódómu Reykjavík 3. september. Lífið 24.8.2011 20:14 Affleck í nýrri hasarmynd Ben Affleck hefur samkvæmt fréttum vestanhafs samþykkt að leika aðalhlutverkið og leikstýra nýrri hasarmynd frá Joel Silver, framleiðanda Lethal Weapon-myndanna og Die Hard. Myndinni hefur verið gefið vinnuheitið Line of Sight og verður nokkuð óvenjuleg í sniðum því hún mun segja söguna frá sjónarhóli eins manns og verður tekin upp líkt og fyrstu persónu skotleikur í tölvum. Peter O‘Brien, sem skrifaði handritið að tölvuleiknum Halo: Reach, hefur verið beðinn um að skrifa handritið að myndinni. Lífið 24.8.2011 20:14 Veisla í Sambíóunum Sambíóin ætla að blása til Kvikmyndadaga í Kringlunni og sýna kvikmyndir sem farið hafa sigurför um heiminn. Opnunarmynd hátíðarinnar verður Tree of Life eftir Terence Malick en hluti hennar var tekinn hér á landi. Með aðalhlutverkin fara þeir Brad Pitt og Sean Penn. Myndin vann Gullpálmann á Cannes á þessu ári. Lífið 24.8.2011 20:14 Spila 24 sinnum á 24 dögum „Þetta verða 24 tónleikar á 24 dögum í 24 borgum í ellefu löndum,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar. Lífið 24.8.2011 20:14 Vinir Sjonna taka upp nýtt lag Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar að taka upp nýtt lag á næstunni. Svo gæti farið að rödd hins sáluga Sigurjóns Brink verði notuð í laginu en það á eftir að koma betur í ljós. Lífið 24.8.2011 20:14 Grípandi popplög með alþjóðlegum blæ Samstarf tveggja af fremstu poppurum landsins veldur ekki vonbrigðum Gagnrýni 24.8.2011 20:14 Þykir of mjó Kántrísöngkonunni LeAnn Rimes brá heldur í brún þegar gestur veitingahúss vatt sér að henni og skammaði hana fyrir að vera of mjó. Rimes, sem sat að snæðingi ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Eddie Cibrian, var mjög brugðið og skrifaði svo reiðilestur til konunnar á samskiptavefnum Twitter þegar heim var komið. Lífið 24.8.2011 20:14 O'Brien á leið til Íslands Kanadíska indí-söngkonan Shelley O'Brien hefur tónleikaferð sína um Evrópu með tónleikum á Faktorý í Reykjavík 14. september. O'Brien vakti fyrst athygli þegar hún setti á Youtube lög sem hún spilaði á úkúlele-hljóðfærið sitt. Lífið 23.8.2011 19:44 Charlie Sheen í fríi með fyrrverandi Vandræðagemlingurinn Charlie Sheen og fyrrverandi eiginkona hans, Brooke Mueller, hafa ákveðið að grafa stríðsöxina ef marka má síðustu fregnir. Þessa dagana eru hjónin fyrrverandi stödd í Mexíkó í fríi ásamt tveggja ára tvíburabræðrunum sem þau eiga saman. Sheen segir þau ekki ætla að taka saman aftur heldur séu þau einungis "góðir vinir sem eru að reyna að vera góðir foreldrar“. Lífið 23.8.2011 19:44 Kjörin kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan og nú leikkonan Rosie Huntington-Whiteley situr á toppnum yfir 100 kynþokkafyllstu konur í heimi, að því er tímaritið Maxim greinir frá. Í yfirlýsingu frá blaðinu segir að Huntington-Whiteley sé rísandi stjarna í Hollywood. Lífið 23.8.2011 19:44 HBO staðfestir að Game of Thrones sé á leið til Íslands Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. Lífið 23.8.2011 19:44 Ragnhildur hætt í Kastljósinu „Það sem réði þessu voru bara önnur verkefni. Ég er meðal annars að fara að stjórna þessari danskeppni í nóvember,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en hún hefur yfirgefið Kastljós Ríkissjónvarpsins í bili. Lífið 23.8.2011 19:44 Fimm íslensk merki á tískuvikuna í París "Ég fer út með bjartsýnina að vopni og vonast til að næla mér í nokkra viðskiptavini,“ segir Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður en hún fer nú í fyrsta sinn á tískuvikuna í París. Tíska og hönnun 23.8.2011 19:44 Stórvirki Jónasar slær bók Dr. Gunna út af borðinu „Ég var farinn að búast við þessum málalokum,“ segir tónlistar- og neytendafrömuðurinn Dr. Gunni. Lífið 23.8.2011 19:44 Vill leika Indy aftur Harrison Ford hefur mikinn áhuga á að leika í fimmtu myndinni um fornleifafræðinginn Indiana Jones. Lífið 23.8.2011 19:44 Rúnar kominn með hundrað verðlaun „Ég var að telja þetta saman fyrir nokkrum dögum og þau eru orðin slétt hundrað. Þau síðustu fékk ég fyrir bestu leikstjórn í kvikmyndinni Eldfjall á kvikmyndahátíð í Transylvaníu,“ segir íslenski leikstjórinn Rúnar Rúnarsson. Hann er sennilega orðinn sá íslenski leikstjóri sem hlotið hefur flest verðlaun því kvikmyndir hans hafa hlotið hundrað verðlaun á kvikmyndahátíðum um allan heim. Lífið 22.8.2011 21:26 Sjö erlendir fyrirlesarar staðfestir Sjö erlendir fyrirlesarar hafa verið staðfestir á alþjóðlegu ráðstefnuna You Are In Control sem verður haldin í fimmta sinn í Hörpunni 10. til 12. október. Lífið 22.8.2011 21:26 Mugison flytur á mölina Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Lífið 22.8.2011 21:26 Skemmtu sér á Lebowski-hátíð „Þetta var algjör snilld og það var fáránlega mikið af fólki,“ segir Svavar Helgi Jakobsson. Hann fór í mikla pílagrímsför til New York ásamt vini sínum, Ólafi Jakobssyni, þar sem helstu leikarar költ-gamanmyndarinnar The Big Lebowski voru samankomnir á stórri aðdáendahátíð. Lífið 22.8.2011 21:26 Sveitin fæddist tilbúin Hljómsveitin ADHD hefur gefið út sína aðra breiðskífu, sem heitir því ágæta nafni ADHD2. Platan er tekin upp í Vestmannaeyjum, þar sem þeir félagar voru helst áreittir af gömlum körlum í sundlauginni. Lífið 22.8.2011 21:26 Á stefnumót Það er greinilegt að Lindsay Lohan er í makaleit en hún hefur sést á stefnumótum með þremur mönnum á síðustu vikum. Nú síðast skemmti daman sér prýðilega með hávöxnum dökkhærðum manni á tónleikum bresku söngkonunnar Adele í Los Angeles. Lífið 19.8.2011 20:20 Bieber fær götu nefnda eftir sér Á meðan flestir jafnaldar hans eru að öngla saman fyrir fyrstu fartölvunni hefur gata verið nefnd eftir ungstirninu Justin Bieber. Ellefu ára gömul Texas-mær kom því í gegn þegar hún varð bæjarstjóri í smábænum Forney í Texas í einn dag. Lífið 19.8.2011 20:20 « ‹ 45 46 47 48 49 50 51 52 53 … 102 ›
Húðflúrmeistari keyrður niður í miðbæ Reykjavíkur „Þetta var bara eldri maður sem var eitthvað að spjalla við konuna sína og skipti um akrein á ljósunum á horni Bankastrætis og Lækjargötu án þess að gefa stefnuljós,“ segir Fjölnir Geir Bragason eða Fjölnir Tattoo eins og hann jafnan kallaður. Keyrt var á hann í miðbæ Reykjavíkur um hádegisbilið í gær. Lífið 24.8.2011 20:14
Airwaves á Akureyri Akureyringar eiga gott kvöld í vændum á laugardaginn þegar forsvarsmenn Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar blása til tónleika í bænum. Tónlist 24.8.2011 20:14
Ingalls-krakki á nýrri braut Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar fylgdust sjónvarpsáhorfendur (aðallega konur) með þáttunum Húsið á sléttunni. Þar steig sín fyrstu skref ungur strákur sem hefur tekið sér sinn tíma til að komast á toppinn. Lífið 24.8.2011 20:13
Katrín Hall í dómarasætið Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í vetur. Katrín er viss um að þátturinn verði mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er. Lífið 24.8.2011 20:14
Leikarar á hestatónleikum Helga „Við ætlum að búa til hestastemningu og taka tónleikana aðeins í aðrar áttir,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Lífið 24.8.2011 20:14
Kokhraustir án Frusciante Tíunda hljóðversplata Red Hot Chili Peppers kemur út á mánudaginn. Josh Klinghoffer hefur tekið við gítarleiknum af hinum óútreiknanlega John Frusciante. Lífið 24.8.2011 20:14
Nú verður kátt í höllinni Það ríkir mikil gleði við dönsku hirðina eftir að tilkynnt var um að Marie prinsessa væri barnshafandi. Hún og maðurinn hennar, Jóakim prins, eiga von á barni í janúar og verður prinsinn því brátt fjögurra barna faðir. Marie og Jóakim eiga fyrir hinn tveggja ára gamla Henrik en Jóakim eignaðist tvö börn með prinsessunni Alexöndru. Spákona heldur því fram að hjónin eigi von á strák. Lífið 24.8.2011 20:14
Ný prímadonna í leikhúsheiminum „Hún er mjög meðfærilegur hundur en smá prímadonna enda leikkona,“ segir Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og eigandi Gallerís Voff, en hún sér um að þjálfa tíkina Myrru fyrir frumraun hennar á leiksviði. Lífið 24.8.2011 20:14
Sage Francis til Íslands Bandarísku rappararnir Sage Francis og B. Dolan stíga á svið á Sódómu Reykjavík 3. september. Lífið 24.8.2011 20:14
Affleck í nýrri hasarmynd Ben Affleck hefur samkvæmt fréttum vestanhafs samþykkt að leika aðalhlutverkið og leikstýra nýrri hasarmynd frá Joel Silver, framleiðanda Lethal Weapon-myndanna og Die Hard. Myndinni hefur verið gefið vinnuheitið Line of Sight og verður nokkuð óvenjuleg í sniðum því hún mun segja söguna frá sjónarhóli eins manns og verður tekin upp líkt og fyrstu persónu skotleikur í tölvum. Peter O‘Brien, sem skrifaði handritið að tölvuleiknum Halo: Reach, hefur verið beðinn um að skrifa handritið að myndinni. Lífið 24.8.2011 20:14
Veisla í Sambíóunum Sambíóin ætla að blása til Kvikmyndadaga í Kringlunni og sýna kvikmyndir sem farið hafa sigurför um heiminn. Opnunarmynd hátíðarinnar verður Tree of Life eftir Terence Malick en hluti hennar var tekinn hér á landi. Með aðalhlutverkin fara þeir Brad Pitt og Sean Penn. Myndin vann Gullpálmann á Cannes á þessu ári. Lífið 24.8.2011 20:14
Spila 24 sinnum á 24 dögum „Þetta verða 24 tónleikar á 24 dögum í 24 borgum í ellefu löndum,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar. Lífið 24.8.2011 20:14
Vinir Sjonna taka upp nýtt lag Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar að taka upp nýtt lag á næstunni. Svo gæti farið að rödd hins sáluga Sigurjóns Brink verði notuð í laginu en það á eftir að koma betur í ljós. Lífið 24.8.2011 20:14
Grípandi popplög með alþjóðlegum blæ Samstarf tveggja af fremstu poppurum landsins veldur ekki vonbrigðum Gagnrýni 24.8.2011 20:14
Þykir of mjó Kántrísöngkonunni LeAnn Rimes brá heldur í brún þegar gestur veitingahúss vatt sér að henni og skammaði hana fyrir að vera of mjó. Rimes, sem sat að snæðingi ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Eddie Cibrian, var mjög brugðið og skrifaði svo reiðilestur til konunnar á samskiptavefnum Twitter þegar heim var komið. Lífið 24.8.2011 20:14
O'Brien á leið til Íslands Kanadíska indí-söngkonan Shelley O'Brien hefur tónleikaferð sína um Evrópu með tónleikum á Faktorý í Reykjavík 14. september. O'Brien vakti fyrst athygli þegar hún setti á Youtube lög sem hún spilaði á úkúlele-hljóðfærið sitt. Lífið 23.8.2011 19:44
Charlie Sheen í fríi með fyrrverandi Vandræðagemlingurinn Charlie Sheen og fyrrverandi eiginkona hans, Brooke Mueller, hafa ákveðið að grafa stríðsöxina ef marka má síðustu fregnir. Þessa dagana eru hjónin fyrrverandi stödd í Mexíkó í fríi ásamt tveggja ára tvíburabræðrunum sem þau eiga saman. Sheen segir þau ekki ætla að taka saman aftur heldur séu þau einungis "góðir vinir sem eru að reyna að vera góðir foreldrar“. Lífið 23.8.2011 19:44
Kjörin kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan og nú leikkonan Rosie Huntington-Whiteley situr á toppnum yfir 100 kynþokkafyllstu konur í heimi, að því er tímaritið Maxim greinir frá. Í yfirlýsingu frá blaðinu segir að Huntington-Whiteley sé rísandi stjarna í Hollywood. Lífið 23.8.2011 19:44
HBO staðfestir að Game of Thrones sé á leið til Íslands Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. Lífið 23.8.2011 19:44
Ragnhildur hætt í Kastljósinu „Það sem réði þessu voru bara önnur verkefni. Ég er meðal annars að fara að stjórna þessari danskeppni í nóvember,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en hún hefur yfirgefið Kastljós Ríkissjónvarpsins í bili. Lífið 23.8.2011 19:44
Fimm íslensk merki á tískuvikuna í París "Ég fer út með bjartsýnina að vopni og vonast til að næla mér í nokkra viðskiptavini,“ segir Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður en hún fer nú í fyrsta sinn á tískuvikuna í París. Tíska og hönnun 23.8.2011 19:44
Stórvirki Jónasar slær bók Dr. Gunna út af borðinu „Ég var farinn að búast við þessum málalokum,“ segir tónlistar- og neytendafrömuðurinn Dr. Gunni. Lífið 23.8.2011 19:44
Vill leika Indy aftur Harrison Ford hefur mikinn áhuga á að leika í fimmtu myndinni um fornleifafræðinginn Indiana Jones. Lífið 23.8.2011 19:44
Rúnar kominn með hundrað verðlaun „Ég var að telja þetta saman fyrir nokkrum dögum og þau eru orðin slétt hundrað. Þau síðustu fékk ég fyrir bestu leikstjórn í kvikmyndinni Eldfjall á kvikmyndahátíð í Transylvaníu,“ segir íslenski leikstjórinn Rúnar Rúnarsson. Hann er sennilega orðinn sá íslenski leikstjóri sem hlotið hefur flest verðlaun því kvikmyndir hans hafa hlotið hundrað verðlaun á kvikmyndahátíðum um allan heim. Lífið 22.8.2011 21:26
Sjö erlendir fyrirlesarar staðfestir Sjö erlendir fyrirlesarar hafa verið staðfestir á alþjóðlegu ráðstefnuna You Are In Control sem verður haldin í fimmta sinn í Hörpunni 10. til 12. október. Lífið 22.8.2011 21:26
Mugison flytur á mölina Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Lífið 22.8.2011 21:26
Skemmtu sér á Lebowski-hátíð „Þetta var algjör snilld og það var fáránlega mikið af fólki,“ segir Svavar Helgi Jakobsson. Hann fór í mikla pílagrímsför til New York ásamt vini sínum, Ólafi Jakobssyni, þar sem helstu leikarar költ-gamanmyndarinnar The Big Lebowski voru samankomnir á stórri aðdáendahátíð. Lífið 22.8.2011 21:26
Sveitin fæddist tilbúin Hljómsveitin ADHD hefur gefið út sína aðra breiðskífu, sem heitir því ágæta nafni ADHD2. Platan er tekin upp í Vestmannaeyjum, þar sem þeir félagar voru helst áreittir af gömlum körlum í sundlauginni. Lífið 22.8.2011 21:26
Á stefnumót Það er greinilegt að Lindsay Lohan er í makaleit en hún hefur sést á stefnumótum með þremur mönnum á síðustu vikum. Nú síðast skemmti daman sér prýðilega með hávöxnum dökkhærðum manni á tónleikum bresku söngkonunnar Adele í Los Angeles. Lífið 19.8.2011 20:20
Bieber fær götu nefnda eftir sér Á meðan flestir jafnaldar hans eru að öngla saman fyrir fyrstu fartölvunni hefur gata verið nefnd eftir ungstirninu Justin Bieber. Ellefu ára gömul Texas-mær kom því í gegn þegar hún varð bæjarstjóri í smábænum Forney í Texas í einn dag. Lífið 19.8.2011 20:20
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent