Katrín Hall í dómarasætið 25. ágúst 2011 17:00 Nýr dansþáttur á RúV Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti í Ríkissjónvarpinu í vetur.fréttablaðið/GVA Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í vetur. Katrín er viss um að þátturinn verði mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, sem verður aðaldómari í nýjum dansþætti Ríkissjónvarpsins í vetur. Aðdragandi og undirbúningur að aðkomu Katrínar í þættinum hefur verið töluverður síðan í sumar. „Ég tók strax mjög vel í þetta enda tel ég að þáttur á borð við þennan sé mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er,“ segir Katrín og bætir við að hún fari í þetta verkefni af miklum metnaði. Dansþátturinn verður á dagskrá RÚV í vetur og verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við stjórnvölinn. Enn er verið að leita að fleirum til að liðsinna Katrínu í dómarasætinu. Bæði áhorfendur og dómnefnd hafa svo lokaáhrif á úrslit þáttarins. Katrín leggur áherslu á að verið sé að leita að hæfileikaríkasta og efnilegasta dansara eða dönsurum, yfir 16 ára aldri, á Íslandi í dag en vill ekki líkja þættinum við ameríska raunveruleikaþáttinn So You Think You Can Dance. „Þátturinn er ekki eins uppbyggður, en bæði einstaklingar, pör og danshópar mega skrá sig og eiga þau sjálf að semja metnaðarfull atriði,“ segir Katrín og bætir við að það séu svo margir dansstílar í gangi á Íslandi. Hún á því von á fjörugum þætti sem gefur innsýn inn í heim dansara hvort sem það sé í samkvæmisdansi, listdansi, breikdansi eða hipphoppi. „Ég hef trú á að þetta verði vítamínsprauta fyrir dansinn og hvatning fyrir dansara að koma sér og sinni list á framfæri,“ segir Katrín, sem er mikill fengur fyrir þáttinn en hún hefur heilmikla reynslu og meðal annars samið dans fyrir söngkonuna Shakiru og atriði fyrir bresku útgáfuna af So You Think You Can Dance. „Já, það er ýmislegt sem hefur rekið á fjörur manns gegnum tíðina og maður nýtir sér þá reynslu í þessu verkefni.“ Katrín hefur ekki í hyggju að vera mjög óvæginn dómari. „Ég verð með uppbyggilega gagnrýni að leiðarljósi og dansarar eru vanir að taka henni og nýta sér á réttan máta. Við leitum að svo mörgum samspilandi þáttum í fari hvers og eins þátttakanda.“ Prufur fyrir þáttinn fara af stað í október en nánari dagsetningar verða auglýstar síðar. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Katrín Hall verður aðaldómari í nýjum dansþætti sem hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu í vetur. Katrín er viss um að þátturinn verði mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, sem verður aðaldómari í nýjum dansþætti Ríkissjónvarpsins í vetur. Aðdragandi og undirbúningur að aðkomu Katrínar í þættinum hefur verið töluverður síðan í sumar. „Ég tók strax mjög vel í þetta enda tel ég að þáttur á borð við þennan sé mikil lyftistöng fyrir þá ört vaxandi listgrein sem dansinn er,“ segir Katrín og bætir við að hún fari í þetta verkefni af miklum metnaði. Dansþátturinn verður á dagskrá RÚV í vetur og verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við stjórnvölinn. Enn er verið að leita að fleirum til að liðsinna Katrínu í dómarasætinu. Bæði áhorfendur og dómnefnd hafa svo lokaáhrif á úrslit þáttarins. Katrín leggur áherslu á að verið sé að leita að hæfileikaríkasta og efnilegasta dansara eða dönsurum, yfir 16 ára aldri, á Íslandi í dag en vill ekki líkja þættinum við ameríska raunveruleikaþáttinn So You Think You Can Dance. „Þátturinn er ekki eins uppbyggður, en bæði einstaklingar, pör og danshópar mega skrá sig og eiga þau sjálf að semja metnaðarfull atriði,“ segir Katrín og bætir við að það séu svo margir dansstílar í gangi á Íslandi. Hún á því von á fjörugum þætti sem gefur innsýn inn í heim dansara hvort sem það sé í samkvæmisdansi, listdansi, breikdansi eða hipphoppi. „Ég hef trú á að þetta verði vítamínsprauta fyrir dansinn og hvatning fyrir dansara að koma sér og sinni list á framfæri,“ segir Katrín, sem er mikill fengur fyrir þáttinn en hún hefur heilmikla reynslu og meðal annars samið dans fyrir söngkonuna Shakiru og atriði fyrir bresku útgáfuna af So You Think You Can Dance. „Já, það er ýmislegt sem hefur rekið á fjörur manns gegnum tíðina og maður nýtir sér þá reynslu í þessu verkefni.“ Katrín hefur ekki í hyggju að vera mjög óvæginn dómari. „Ég verð með uppbyggilega gagnrýni að leiðarljósi og dansarar eru vanir að taka henni og nýta sér á réttan máta. Við leitum að svo mörgum samspilandi þáttum í fari hvers og eins þátttakanda.“ Prufur fyrir þáttinn fara af stað í október en nánari dagsetningar verða auglýstar síðar. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira