
Innlent

Snarpur viðsnúningur á markaðnum
Þróunin á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni tók óvænta stefnu til baka eftir hækkun í byrjun dags. Sömu sögu er að segja um gengi krónunnar.

Landsbankinn leiðir hækkun í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Landsbankanum tók sprettinn og leiddi hækkun í Kauphöll Íslands í byrjun dags. Gengið hækkaði um 1,5 prósent. Á eftir fylgdu Alfesca, sem hækkaði um 0,9 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 0,8 prósent, Exista, Glitnir, Straumur, færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum og Kaupþing.

Bakkabræður rjúka upp
Gengi hlutabréfa í Existu tók stökkið á grænum degi í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði um 5,7 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um tæp 5,6 prósent. Gengi bréfa í báðum félögum lækkaði mjög hratt í síðustu viku. Þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, eru stærstu hluthafar í báðum félögunum.

Enn hækkar Bakkavör
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um tæp 3,5 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Það hefur þessu samkvæmt hækkað um tæp 19 prósent á tæpri viku.

Pistorius standi jafnfætis öðrum keppendum
Forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar segir spretthlauparann Oscar Pistorius standa janffætisr ófötluðu keppendum á Ólympíuleikunum. Pistorius gengur með tvo gervifætur frá fyrirtækinu. Alþjóðlegur áfrýjunardómstóll í íþróttamálum úrskurðaði í dag að hann mætti keppa á Ólympíuleikunum nái hann ólympíulágmarkinu.

Ofbeldisfullir unglingar við Hlíðaskóla
Nokkrir unglingar sem komu með bolabít inn á frístundaheimili Hlíðaskóla í dag jusu svívirðingum yfir starfsfólk og réðust á húsvörð, þegar reynt var að fá þá til þess að fara.

Bakkavör leiddi hækkanalestina
Gengi hlutabréfa í Bakkavör leiddi hækkanahrinu í Kauphöllinni í dag þegar það rauk upp um tæp tíu prósent. Gengi annarra félaga hækkaði nokkuð á síðasta viðskiptadegi vikunnar en einungis þrjú féllu.

Gengi DeCode hækkar um 25 prósent
Gengi bréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, rauk upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum fyrir opnun hlutabréfamarkaðar í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur í sléttum tveimur dölum á hlut og hefur hækkað um 78,5 prósent síðan 17. apríl síðastliðinn en þá fór það í lægsta gengi frá upphafi, 1,12 dali á hlut.

Eldsneyti lækkar
Olíufélögin hafa lækkað verð á eldsneyti. Bensín lækkar um þrjár krónur lítrinn og dísilolía um tvær krónur. Hjá Atlantsolíu segja menn að þetta sé í takt við heimsmarkaðsverð, sem hafi lækkað nokkuð.

Kippur í Kauphöllinni í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um 5,9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Svipaða sögu var að segja um meirihluta skráðra félaga eftir að Seðlabanki Íslands tilkynninti um gjaldeyrisskiptasamninga við norræna seðlabanka sem veitir aðgang að 1,5 milljörðum evra.

Gengi krónu tekur stökkið
Gengi krónunnar tók stökkið snemma í morgun og styrktist um rúm 4 prósent eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti um að hann hefði gert tvíhliða gjaldeyrisskipasamning við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Gengið sveiflaðist talsvert í kjölfarið.

Bakkavör tók flugið
Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði um 3,63 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í fyrirtækinu hafði fallið um rúmar 10 krónur á hlut frá mánaðamótum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar ekki verið lægri síðan um síðustu páska.

Reðursafnið öðlast heimsfrægð
Orðstír Reðursafnsins á Húsavík berst víða. Í dag er um það löng grein á Reuters fréttastofunni og viðtal við Sigurð Hjartarson, forstöðumann.

Gjaldeyrisforðinn er til að sýna styrk
„Kjörin hafa verið að batna. Ríkið gæti fengið ágætis kjör núna, kannski 50 til 70 punkta ofan á Libor, en óvíst er að þau muni batna mikið á næstunni,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, um lántökur ríkisins vegna gjaldeyrisforðans. Álagið sé nú í kringum 150 punkta.

Flýgur vals á AIM tónlistarhátíðinni á Akureyri
Opnunaratriði AIM Festivals, alþjóðlegrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Akureyri dagana 12. til 16. júní næstkomandi, verður með dirfskulegra móti í ár.

FL Group og Glitnir skjótast upp í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í FL Group skaust upp um þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Glitni hækkaði sömuleiðis um rúm tvö prósent. Viðskiptadagurinn byrjaði rólega en einungis var hreyfing á gengi Existu og Straums.

Krónan styrkist í upphafi dags
Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,23 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í rúmum 158 stigum. Gengið styrktist um 0,44 prósent í gær.

Glitnir í Noregi gefur út sérvarin skuldabréf
Glitnir í Noregi lauk í dag útgáfu sérvarinnar skuldabréfa fyrir sjö milljarða norskra króna, jafnvirði 109 milljarða íslenskra. BN Boligkreditt AS, dótturfélag Glitnis, gefur skuldabréfið út en kaupendur eru norskir fagfjárfestar. Bankinn segir fjármögnun tryggða fyrir starfsemi Glitnis í Noregi út þetta ár og hluta af næsta ári.

Íslenskt blogg frá jarðskjálftunum í Kína
Tvær ungar íslenskar konur blogga frá borginni Chengdu í Kína, sem hefur verið skekin af jarðskjálftum undanfarinn sólarhring.

Ingibjörg Pálmadóttir þróar nýja tegund ferðaþjónustu
Athafnakonan Ingibjörg Pálmadóttir hefur undanfarin fimm ár verið að þróa Boutique ferðaþjónustu. Í orðinu Boutique felst sérhönnun og persónuleg þjónusta.

Litháar afpláni í heimalandinu
Dómsmálaráðherra Litháens segir stefnt að því að Litháar sem fremji afbrot á Íslandi og fá fangelsisdóm afpláni í heimalandi sínu. 3 Litháar eru nú í íslenskum fangelsum og 7 í gæsluvarðhaldi.

Amnesty vill ekki rafbyssur á Íslandi
Íslandsdeild Amnesty International ítrekar andstöðu sína við rafbyssur (Taser) í frétta tilkynningu sem send hefur verið fjölmiðlum. Fréttatilkynningin fer hér á eftir.

Taser International harmar óhróður og dylgjur Amnesty á Íslandi
Taser International hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna ummæla Jóhönnu Kr. Eyjólfsdóttur formanns Íslandsdeildar Amnesty International.

Frakkar vakta íslenska lofthelgi með orrustuþotum
Fjórar franskar orrustuþotur koma til Íslands á morgun og munu þær sinna loftrýmisgæslu næstu mánuðina.

ESB aðild Íslands aldrei rædd
Á síðustu mánuðum hefur forsætisráðherra átt fundi með fjölmörgum þungaviktarmönnum innan Evrópusambandsins. Möguleg aðild Íslands að ESB mun aldrei hafa borið á góma.

Lýst eftir klappara
Þegar Ágúst Fylkisson réðst á lögregluþjón við Kirkjusand í gær mátti heyra karlmann öskra; "Já, já." og klappa ákaflega.

Ísland með í friðarviðræðum
Ísland gæti orðið viðræðuvettvangur deilenda fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er niðurstaða fundar utanríkisráðherra með Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna í dag. Íslendingar hafa skipað sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínumönnum.

Bréf Flögu vakna af blundi
Gengi hlutabréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinu Flögu rauk upp um 41 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Alla jafna eru afar litlar hreyfingar á gengi bréfa í félaginu og þarf lítið til að hreyfa við þeim hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar.

Krónan veikist um tæpt prósent
Gengi krónunnar hefur veikst um tæp prósentustig síðan viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í morgun og stendur gengisvísitalan í 153,9 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig eftir páska.

Rólegur föstudagsmorgun í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Flögu rauk upp um 2,7 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Kaupþingi, sem fór upp um tæpt 1,1 prósent. Gengi Glitnis, SPRON og Straums hækkaði sömuleiðis en undir einu prósent.