Taser International harmar óhróður og dylgjur Amnesty á Íslandi 8. maí 2008 11:12 Taser International hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna ummæla Jóhönnu Kr. Eyjólfsdóttur, formanns Íslandsdeildar Amnesty International. Jóhanna sagði í viðtali við Fréttablaðið að Taser-tækin væru lífshættuleg. Yfirlýsing Taser International fer hér á eftir: „Vegna nýlegra ummæla formanns Íslandsdeildar Amnesty International í fjölmiðlum vill Taser International koma eftirfarandi á framfæri. Þrátt fyrir að engin valdbeiting sé áhættulaus, þar á meðal með Taser tækjum, hafa sérfræðingar á sviði læknisfræði og nýlegar rannsóknarskýrslur frá stjórnvöldum í Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum, leitt í ljós að Taser tæki eru með öruggustu valdbeitingartækjum sem notuð eru til að yfirbuga ofbeldisfulla einstaklinga sem myndu að öðrum kosti skaða lögreglumenn, saklausa borgara eða sjálfa sig. Að mati lækna og sérfræðinga á sviði löggæslu eru Taser tækin, með réttri notkun, öflugustu og áhrifaríkustu valdbeitingartæki sem löggæslustofnunum stendur til boða við að ná stjórn á ofbeldisfullum aðstæðum sem þar sem heilsu lögreglumanna, saklausra borgara og brotamanna sjálfra er stefnt í hættu. AMNESTY INTERNATIONAL: Til eru fleiri en 120 viðamiklar rannsóknir á öryggi Taser tækja og áhrifa þeirra á líkamann. Um það bil 80 prósent þeirra eru óháðar og á engan hátt tengdar Taser International. Þeirra á meðal nokkrar nýlegar sem fjármagnaðar voru með styrkjum frá Bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna fram á að Taser tækin eru örugg valdbeitingartæki sem framleiða háa spennu og lágan straum sem getur ekki valdið dauða. Amnesty International horfir viljandi framhjá þessum mikla fjölda óháðra rannsókna en kýs frekar að vísa í blaðafyrirsagnir æsifréttablaða sem samtökin leggja svo á borð fyrir almenning sem rannsóknarvinnu. Bæði Amnesty og Taser International voru stofnuð í göfugum tilgangi. Það vekur þó ugg að Amnesty International haldi uppi óvísindalegum óhróðri og dylgjum þegar samtökunum er fullkunnugt um þá staðreynd að í málum þar sem dauðsföll hafa orðið við handtöku og Taser tæki hafa komið við sögu, hafa réttarmeinarfræðingar nær undantekningalaust útilokað Taser tækin sem orsakavald. Taser International mun halda áfram að fræða almenning með vísindalegum staðreyndum og um leið að eyða ranghugmyndum og ýkjum Amnesty International um tækið. Tilgangur Taser International er og verður að bjarga mannslífum. ÖRYGGI TASER: Í nýlegri rannsókn sem fjármögnuð var af Bandaríska dómsmálaráðuneytinu og framkvæmd var af vísindamönnum við læknadeild Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum, var niðurstaðan sú að Taser valdbeitingartækin eru örugg og valda í undantekningartilfellum mildum áverkum. Vísindamennirnir skoðuðu mál 962 einstaklinga sem yfirbugaðir höfðu verið með Taser frá júlí 2005 til júní 2007. Af þessum 962 þurftu 3 (0.3%) að leita aðstoðar lækna vegna falláverka. Þar sem Taser tæki hafa verið tekin í notkun hefur dregið úr slysum á lögreglumönnum og hinum handteknu um allt að 80 prósent." Innlent Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Taser International hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna ummæla Jóhönnu Kr. Eyjólfsdóttur, formanns Íslandsdeildar Amnesty International. Jóhanna sagði í viðtali við Fréttablaðið að Taser-tækin væru lífshættuleg. Yfirlýsing Taser International fer hér á eftir: „Vegna nýlegra ummæla formanns Íslandsdeildar Amnesty International í fjölmiðlum vill Taser International koma eftirfarandi á framfæri. Þrátt fyrir að engin valdbeiting sé áhættulaus, þar á meðal með Taser tækjum, hafa sérfræðingar á sviði læknisfræði og nýlegar rannsóknarskýrslur frá stjórnvöldum í Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum, leitt í ljós að Taser tæki eru með öruggustu valdbeitingartækjum sem notuð eru til að yfirbuga ofbeldisfulla einstaklinga sem myndu að öðrum kosti skaða lögreglumenn, saklausa borgara eða sjálfa sig. Að mati lækna og sérfræðinga á sviði löggæslu eru Taser tækin, með réttri notkun, öflugustu og áhrifaríkustu valdbeitingartæki sem löggæslustofnunum stendur til boða við að ná stjórn á ofbeldisfullum aðstæðum sem þar sem heilsu lögreglumanna, saklausra borgara og brotamanna sjálfra er stefnt í hættu. AMNESTY INTERNATIONAL: Til eru fleiri en 120 viðamiklar rannsóknir á öryggi Taser tækja og áhrifa þeirra á líkamann. Um það bil 80 prósent þeirra eru óháðar og á engan hátt tengdar Taser International. Þeirra á meðal nokkrar nýlegar sem fjármagnaðar voru með styrkjum frá Bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna fram á að Taser tækin eru örugg valdbeitingartæki sem framleiða háa spennu og lágan straum sem getur ekki valdið dauða. Amnesty International horfir viljandi framhjá þessum mikla fjölda óháðra rannsókna en kýs frekar að vísa í blaðafyrirsagnir æsifréttablaða sem samtökin leggja svo á borð fyrir almenning sem rannsóknarvinnu. Bæði Amnesty og Taser International voru stofnuð í göfugum tilgangi. Það vekur þó ugg að Amnesty International haldi uppi óvísindalegum óhróðri og dylgjum þegar samtökunum er fullkunnugt um þá staðreynd að í málum þar sem dauðsföll hafa orðið við handtöku og Taser tæki hafa komið við sögu, hafa réttarmeinarfræðingar nær undantekningalaust útilokað Taser tækin sem orsakavald. Taser International mun halda áfram að fræða almenning með vísindalegum staðreyndum og um leið að eyða ranghugmyndum og ýkjum Amnesty International um tækið. Tilgangur Taser International er og verður að bjarga mannslífum. ÖRYGGI TASER: Í nýlegri rannsókn sem fjármögnuð var af Bandaríska dómsmálaráðuneytinu og framkvæmd var af vísindamönnum við læknadeild Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum, var niðurstaðan sú að Taser valdbeitingartækin eru örugg og valda í undantekningartilfellum mildum áverkum. Vísindamennirnir skoðuðu mál 962 einstaklinga sem yfirbugaðir höfðu verið með Taser frá júlí 2005 til júní 2007. Af þessum 962 þurftu 3 (0.3%) að leita aðstoðar lækna vegna falláverka. Þar sem Taser tæki hafa verið tekin í notkun hefur dregið úr slysum á lögreglumönnum og hinum handteknu um allt að 80 prósent."
Innlent Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira