Ísland með í friðarviðræðum Guðjón Helgason skrifar 22. apríl 2008 18:30 Ísland gæti orðið viðræðuvettvangur deilenda fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er niðurstaða fundar utanríkisráðherra með Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna í dag. Íslendingar hafa skipað sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínumönnum. Abbas kom til Íslands í gærkvöldi. Í morgun fór hann til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Á blaðamannfundi ræddi Abbas aðkomu smáríkja að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs og fundi Jimmy Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með leiðtogum Hamas. „Carter hefur, líkt og allir aðrir sem hafa fundað með leiðtogum Hamas, gefið þeim rétt ráð. Hann báð þá um að samþykkja tveggja ríkja lausnina og samkomulagið sem PLO og ríkisstjórn Ísraels hefðu undirritað," sagði Abbas. „Því miður hlustuðu þeir ekki á þessi ráð eins og ég hefði vonað. Þess vegna var niðurstaða heimsóknar Carters, fyrrverandi forseta, ekki sú sem við áttum von á." Síðdegis átti Abbas fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Þórður Ægir Óskarsson var þá kynntur sem sérlegur sendifulltrúi Íslands gagnvart Palestínu, ígildi sendiherra. „Þetta er fremur mikilvæg ákvörðun og við metum hana mikils einfaldlega vegna þess að hún endurspeglar ekki einunings þrá Íslendinga eftir friði mili Palestínumanna og Ísraela heldur áhuga alþjóðasamfélagsins á að ná friðarsamkomulagi." Á fundinum í Ráðherrabústaðnum var einnig ræddur möguleikinn á að ísraelskir og palestínskir þingmenn gætu notað Ísland sem fundarstað í friðarviðræðum í framtíðinni. „Það var ákveðið á þessum fundi með Abbas forseta að við myndum beita okkur fyrir þessu," sagði utanríkisráðherra. „Og nú er bara að fara að vinna í því." Þórður Ægir segist nú byrja að undirbúa slíka fundi sem verði spennandi verkefni. Fréttir Innlent Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Ísland gæti orðið viðræðuvettvangur deilenda fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er niðurstaða fundar utanríkisráðherra með Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna í dag. Íslendingar hafa skipað sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínumönnum. Abbas kom til Íslands í gærkvöldi. Í morgun fór hann til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Á blaðamannfundi ræddi Abbas aðkomu smáríkja að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs og fundi Jimmy Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með leiðtogum Hamas. „Carter hefur, líkt og allir aðrir sem hafa fundað með leiðtogum Hamas, gefið þeim rétt ráð. Hann báð þá um að samþykkja tveggja ríkja lausnina og samkomulagið sem PLO og ríkisstjórn Ísraels hefðu undirritað," sagði Abbas. „Því miður hlustuðu þeir ekki á þessi ráð eins og ég hefði vonað. Þess vegna var niðurstaða heimsóknar Carters, fyrrverandi forseta, ekki sú sem við áttum von á." Síðdegis átti Abbas fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Þórður Ægir Óskarsson var þá kynntur sem sérlegur sendifulltrúi Íslands gagnvart Palestínu, ígildi sendiherra. „Þetta er fremur mikilvæg ákvörðun og við metum hana mikils einfaldlega vegna þess að hún endurspeglar ekki einunings þrá Íslendinga eftir friði mili Palestínumanna og Ísraela heldur áhuga alþjóðasamfélagsins á að ná friðarsamkomulagi." Á fundinum í Ráðherrabústaðnum var einnig ræddur möguleikinn á að ísraelskir og palestínskir þingmenn gætu notað Ísland sem fundarstað í friðarviðræðum í framtíðinni. „Það var ákveðið á þessum fundi með Abbas forseta að við myndum beita okkur fyrir þessu," sagði utanríkisráðherra. „Og nú er bara að fara að vinna í því." Þórður Ægir segist nú byrja að undirbúa slíka fundi sem verði spennandi verkefni.
Fréttir Innlent Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira