Ísland með í friðarviðræðum Guðjón Helgason skrifar 22. apríl 2008 18:30 Ísland gæti orðið viðræðuvettvangur deilenda fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er niðurstaða fundar utanríkisráðherra með Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna í dag. Íslendingar hafa skipað sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínumönnum. Abbas kom til Íslands í gærkvöldi. Í morgun fór hann til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Á blaðamannfundi ræddi Abbas aðkomu smáríkja að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs og fundi Jimmy Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með leiðtogum Hamas. „Carter hefur, líkt og allir aðrir sem hafa fundað með leiðtogum Hamas, gefið þeim rétt ráð. Hann báð þá um að samþykkja tveggja ríkja lausnina og samkomulagið sem PLO og ríkisstjórn Ísraels hefðu undirritað," sagði Abbas. „Því miður hlustuðu þeir ekki á þessi ráð eins og ég hefði vonað. Þess vegna var niðurstaða heimsóknar Carters, fyrrverandi forseta, ekki sú sem við áttum von á." Síðdegis átti Abbas fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Þórður Ægir Óskarsson var þá kynntur sem sérlegur sendifulltrúi Íslands gagnvart Palestínu, ígildi sendiherra. „Þetta er fremur mikilvæg ákvörðun og við metum hana mikils einfaldlega vegna þess að hún endurspeglar ekki einunings þrá Íslendinga eftir friði mili Palestínumanna og Ísraela heldur áhuga alþjóðasamfélagsins á að ná friðarsamkomulagi." Á fundinum í Ráðherrabústaðnum var einnig ræddur möguleikinn á að ísraelskir og palestínskir þingmenn gætu notað Ísland sem fundarstað í friðarviðræðum í framtíðinni. „Það var ákveðið á þessum fundi með Abbas forseta að við myndum beita okkur fyrir þessu," sagði utanríkisráðherra. „Og nú er bara að fara að vinna í því." Þórður Ægir segist nú byrja að undirbúa slíka fundi sem verði spennandi verkefni. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Ísland gæti orðið viðræðuvettvangur deilenda fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er niðurstaða fundar utanríkisráðherra með Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna í dag. Íslendingar hafa skipað sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínumönnum. Abbas kom til Íslands í gærkvöldi. Í morgun fór hann til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Á blaðamannfundi ræddi Abbas aðkomu smáríkja að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs og fundi Jimmy Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með leiðtogum Hamas. „Carter hefur, líkt og allir aðrir sem hafa fundað með leiðtogum Hamas, gefið þeim rétt ráð. Hann báð þá um að samþykkja tveggja ríkja lausnina og samkomulagið sem PLO og ríkisstjórn Ísraels hefðu undirritað," sagði Abbas. „Því miður hlustuðu þeir ekki á þessi ráð eins og ég hefði vonað. Þess vegna var niðurstaða heimsóknar Carters, fyrrverandi forseta, ekki sú sem við áttum von á." Síðdegis átti Abbas fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Þórður Ægir Óskarsson var þá kynntur sem sérlegur sendifulltrúi Íslands gagnvart Palestínu, ígildi sendiherra. „Þetta er fremur mikilvæg ákvörðun og við metum hana mikils einfaldlega vegna þess að hún endurspeglar ekki einunings þrá Íslendinga eftir friði mili Palestínumanna og Ísraela heldur áhuga alþjóðasamfélagsins á að ná friðarsamkomulagi." Á fundinum í Ráðherrabústaðnum var einnig ræddur möguleikinn á að ísraelskir og palestínskir þingmenn gætu notað Ísland sem fundarstað í friðarviðræðum í framtíðinni. „Það var ákveðið á þessum fundi með Abbas forseta að við myndum beita okkur fyrir þessu," sagði utanríkisráðherra. „Og nú er bara að fara að vinna í því." Þórður Ægir segist nú byrja að undirbúa slíka fundi sem verði spennandi verkefni.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira