
Innlent

Atorka hækkar um 80 prósent í afar fáum viðskiptum
Gengi hlutabréfa í Atorku skaust upp um 80 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma falla erlend félög hratt. Afar lítil viðskipti hafa átt sér stað í Kauphöllinni og skýrir það öfgakenndar sveiflur.

Atorka og Bakkavör hækka um tíu prósent
Gengi hlutabréfa í Atorku og Bakkavör hækkaði um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Ein viðskipti liggja á bak við hækkunina í hvoru fyrirtæki.

Eimskip hækkaði um tæpt 31 prósent
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu stökk upp um 30,77 prósent í Kauphöllinni í dag. Marel fór upp um 2,14 prósent, Færeyjabanki um 1,6 prósent og Össur um 0,97 prósent.

Bakkavör fellur um tíu prósent
Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um tíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í tveimur viðskiptum upp á 106 þúsund krónur. Þá hefur gengi bréfa í Össuri lækkað um 0,84 prósent.

Útboði Marel Food Systems lokið
Rétt rúmlega tuttugu milljón hlutir að nafnvirði seldust í hlutafjárútboði Marel Food Systems, sem lauk klukkan fjögur í gær. Verðið var 70 krónur á hlut og því námu heildarviðskiptin 1,4 milljörðum króna.

Alfesca féll um ellefu prósent - í nær engum viðskiptum
Gengi hlutabréfa í Alfesca féll um 11,11 prósent í Kauphöllinni á miklum lækkanadegi í dag. Bakkavör fór niður um tæp ellefu prósent og Atorka um tíu prósent.

Enn fellur Bakkavör
Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 10.9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 2.338 krónur skýra fallið. Viðskipti eru afar fá í Kauphöllinni nú í morgunsárið, eða upp á rúmar 1,2 milljónir króna.

Færeyingarnir rjúka upp um fjörutíu prósent
Gengi hlutabréfa í færeysku félögunum Eik banka og olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Bréf Eik banka hækkaði um 43,12 prósent en olíuleitarfélagsins um 40 prósent.

Eimskip fellur um 67 prósent
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 66,67 prósent í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í hálfri krónu á hlut.

Bakkavör hækkar í byrjun dags
Gengi hlutabréfa í Bakkavör sveiflaðist talsvert í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Það hóf daginn á 11,5 prósenta falli en hækkaði skömmu síðar um 0,117 prósent. Gengi bréfa í fyrirtækinu hafði fallið samfellt hvern einasta dag um 75 prósent á síðustu þremur vikum.

Tólf ár horfin úr Úrvalsvísitölunni
Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um rúm 38 prósent í Kauphöllinni í dag eftir að hún opnaði eftir þriggja daga viðskiptastopp. Þetta er mesta fall í Kauphöllinni. Engin viðskipti voru með bréf fjármálafyrirtækjanna íslensku.

Landsbankinn úr Kauphöllinni
Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. óskaði eftir því í gær að hlutabréf bankans verði tekin af markaði.

Úrvalsvísitalan 716 stig
Gengi hlutabréfa í Marel féll um 4,3 prósent við upphaf viðskipta með hlutabréf í Kauphöllinni í dag. Viðskipti með hlutabréf hafa legið niðri síðan á fimmtudag í síðustu viku.

Atorka vill úr Kauphöllinni
Atorka Group hefur farið fram á það við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin úr viðskiptum. Félagið segir skilyrði fyrir skipulögðum verðbréfamarkaði hér naumast fyrir hendi.

Landsbankinn selur Merrion Capital
Stjórn írska verðbréfafyrirtækisins Merrion Capital hefur keypt hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Kaupverð er ekki gefið upp, að sögn írska dagblaðsins Independent.

Björgólfur selur í Finnlandi fyrir 26 milljarða - ánægður með verðið
Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt hlut sinn í finnska símafyrirtækin Elisa. Kaupandi er Varma, eitt umsvifamesta séreignasparnaðarfyrirtæki Finnlands. Kaupverð nemur um 200 milljónum evra, jafnvirði 26,5 milljörðum króna. Talsmaður Björgólfs er ánægður með verðið sem fékkst fyrir hlutinn.

Eimskip selur Euro Container Line
Eimskip hefur selt helmingshlut sinn í norska skipafélaginu Euro Container Line. Kaupandi er Wilson ASA, eigandi afgangsins og hefur átt í samstarfi við Eimskip um rekstur norska hlutans síðastliðin níu ár.

Enn misræmi á íslensku krónunni
Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,38 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í 251,8 stigum. Talsvert misræmi er á gengi krónunnar hér og í öðrum löndum.

Eimskip féll um rúman helming
Gengi bréfa í Eimskipafélaginu féll um 51,6 prósent og Bakkavör um 27,16 prósent í mikilli lækkanahrinu í Kauphöllinni í dag. Þá féll Alfesca um 10,2 prósent, Eik banki um 8,3 prósent og Century Aluminum um 6,3 prósent.

Úrvalsvísitalan undir 3.000 stigin
Úrvalsvísitalan fór undir 3.000 stigin fyrir stundu og stendur hún nú í 2.991 stigi. Hún hefur ekki verið lægri síðan í júlí fyrir fjórum árum síðan. Vísitalan toppaði í 9.016 stigum 18. júlí í fyrra og hefur þessu samkvæmt fallið um 67 prósent á rétt rúmu ári.

Eimskip fellur um fimmtíu prósent
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 51 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 1,5 krónum á hlut.

Bakkavör í ellefu krónur
Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur fallið um 16,15 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 11,27 krónum á hlut. Gengi bréfa Össurar hefur á sama tíma hækkað um 0,27 prósent en það er eina hækkun dagsins.

Ísland á barmi gjaldþrots?
Ísland rambar á barmi þess að verða fyrsta landið til að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Þetta segir í frétt á forsíðu bandarísku leitarvélarinnar Yahoo.com í dag.

Ísland vildi ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
Íslensk stjórnvöld leituðu ekki eftir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa að upp á síðkastið. Bretar og Bandaríkjamenn þrýstu á stjórnvöld að taka lán, hefur Reuters eftir heimildum frá sjö stærstu iðnríkjum heims.

Mjög lítil velta á hlutabréfamarkaði
Gengi bréfa í færeyska bankanum Eik Bank féll um 24 prósent í Kauphöllinni í dag. Century Aluminum fór niður um 17,6 prósent, Atlantic Petroleum um 11,26 prósent, bréf Bakkavarar um 10,99 prósent og Marels um 6,49 prósent.

Krónan fellur um 25 prósent
Gengi krónunnar féll um 24,4 prósent við upphaf gjaldeyrisviðskipta í dag og rauk gengisvísitalan upp í 257,8 stig. Vísitalan stóð í 206,6 stig á föstudag. Talsvert misgengi var á opinberu gengi Seðlabankans í gær og því sem erlendir bankar birtu.

Bakkavör selur hlut sinn í Greencore
Bakkavör hefur selt 10,9 prósenta hlut sinn í írska samlokuframleiðandanum Greencore. Söluverðmætið nemur rúmum 28,6 milljónum evra, jafnvirði fimm milljarða króna samkvæmt opinberu miðgengi Seðlabanka Íslands.

Óljóst gengi krónunnar
Talsvert er á reiki hvert gengi krónunnar er í raun. Samkvæmt meðalgengi Seðlabankans kostar eitt breskt pund 200 krónur. Hjá Kaupþingi í Svíþjóð kostar það hins vegar 255 íslenskar krónur að kaupa eitt pund.

Erlendu félögin féllu mest í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, féll um 22,8 prósent í dag. Á eftir fylgdi færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem féll um 22,13 prósent.

Tvö félög falla um 20 prósent í Kauphöllinni
Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum og bandaríska álfélagsins Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga hefur fallið um rúm 20 prósent í dag. Þá hefur Bakkavör fallið um tæp 15 prósent. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 14, krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í enda ágúst árið 2003.