Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan 716 stig

Gengi hlutabréfa í Marel féll um 4,3 prósent við upphaf viðskipta með hlutabréf í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu Icelandair, sem fór niður um 3,23 prósent, Nýherji, sem lækkaði um 2,27 prósent og Össur, sem lækkaði um 0,97 prósent.

Viðskipti með hlutabréf hafa legið niðri síðan á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að gengi bankanna var tímabundið núllstillt í Úrvalsvísitölunni lækkaði vísitalan verulega.

Hún lækkaði um 0,34 prósent við upphaf viðskiptadagsins og stendur hún í 716 stigum.

Viðskipti í byrjun dags voru sextán talsins og námu tuttugu milljónum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×