Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðu mála í Grindavík og rætt verður við Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, um kröfu Grindvíkinga að lánastofnanir bregðist betur við þeim vanda sem er upp kominn.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ríkisstjórnin mun leggja frumvarp fyrir þingið eftir helgi sem tryggja á Grindvíkingum afkomu næstu þrjá mánuði, hið minnsta. Áætlaður kostnaður gæti numið fjórum og hálfum milljarði króna. Rætt verður við ráðherra í ríkisstjórn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Grindvíkinga, sem eru orðnir þreyttir á óvissunni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona úr Vestmannaeyjum sem settist að í Grindavík eftir að hafa flúið Heimaeyjargosið fyrir hálfri öld hefur núna upplifað það í annað sinn á ævinni að flýja undan ógn jarðelds. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún segir ómetanlegt að sjá hvað landsmenn eru tilbúnir að gera til að hjálpa Grindvíkingum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingar biðu í röðum eftir að komast heim til að sækja nauðsynjar í dag. Margir hverjir eru gagnrýnir á skipulag almannavarna við að hleypa fólki og fyrirtækjum inn í bæinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íbúa í röðinni, þar á meðal hjón sem voru að reyna í fjórða sinn.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindavík var rýmd í skyndi í dag þegar íbúar voru í bænum að sækja muni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fólkið sem þurfti að drífa sig á brott og þau sem gátu sótt einhverjar nauðsynjar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nýjar gervitunglamyndir sýna að sigdalur hefur myndast í Grindavík en vesturhluti bæjarins hefur sigið um allt að einn metra. Við fjöllum ítarlega um jarðhræringarnar á Reykjanesi í fréttatímanum okkar og ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu. Mikil jarðskjálftavirkni er enn á Reykjanesi og hafa tvö þúsund skjálftar hafa mælst síðastliðinn sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nokkrir Grindvíkingar fengu svigrúm í dag til þess að bjarga nauðsynjum og dýrum. Dregið hefur úr skjálftavirkni nú síðdegis en fylgst er náið með stöðunni í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Við verðum í beinni þaðan með Víði Reynissyni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jörð hefur haldið áfram að skjálfa á Reykjanesi í dag en virknin færst norður. Enn eru taldar miklar líkur á eldgosi. Við setjumst niður með Magnúsi Tuma Guðmundssyni prófessor í jarðeðlisfræði í myndveri í beinni útsendingu og förum yfir stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viðbúnaðarstig almannavarna var fært upp í hættustig nú síðdegis og skjálftavirkni á Reykjanesi jókst verulega upp úr miðjum degi. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íbúar í Grindavík lýsa erfiðri nótt og einhverjir pökkuðu jafnvel í töskur. Bláa lóninu var lokað eftir mikla og tíða skjálftavirkni á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við til Grindavíkur og ræðum við íbúa. Þá kíkjum við á Svartsengi þar sem undirbúningur varnargarða er hafinn og ræðum við ferðamenn sem hugðust fara í Bláa lónið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt saman í dag um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði undir stjórn Palestínumanna en án Hamas.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vísbendingar eru um aukinn hraða á landrisinu við Þorbjörn og kvika streymir mun hraðar en áður inn í svokallaða syllu undir svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir það sem kom fram á upplýsingafundi almannavarna um jarðhræringarnar á Reykjanesi og við skoðum varaaflsstöðvar sem verið er að koma upp í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður félagsins Ísland-Palestína sagði viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna átakanna á Gasa vera Íslendingum til skammar á samstöðufundi fyrir Palestínu í dag. Við sýnum frá fundinum og förum yfir stöðuna hið ytra.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ísraelski herinn er sagður hafa drepið tíu og sært fleiri þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Við fjöllum um málið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir sex mönnum í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal í gærnótt. Tveir særðust í árásinni. Annar þeirra er þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Við förum yfir málið og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um leit lögreglu að manni sem grunaður er um skotárás við fjölbýlishús í nótt þar sem einn særðist. Við förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um leit lögreglu að manni sem grunaður er um skotárás við fjölbýlishús í nótt þar sem einn særðist. Við förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir að samtal hefði verið ákjósanlegt milli hennar og utanríkisráðherra fyrir umdeilda atkvæðagreiðslu. Við ræðum við Katrínu Jakobsdóttur í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Við ræðum við framkvæmdastjóra Blá lónsins í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 en hann segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lagt er til  að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir mikinn fjölda geta leitað til nefndar um sanngirnisbætur. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísraelski herinn réðst í umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina síðan átök hófust fyrir þremur vikum. Herinn hefur enn á ný hvatt íbúa norðurhluta strandarinnar til að flýja til suðurs. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fylgi Samfylkingarinnar heldur áfram að aukast samkvæmt nýrri könnun og stuðningurinn er nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja. Í kvöldfréttum verður rætt við forsætisráðherra og formann Vinstri grænna sem segir fylgistap flokksins áhyggjuefni. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Konur og kvár lögðu niður störf í dag og fjölmenntu á baráttufundi um land allt. Stærsti fundurinn var í miðbænum og talið er að allt að hundrað þúsund hafi komið saman á Arnarhóli.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Aukinn þungi er í árásum Ísraelshers á Gaza og hátt í fimm hundruð létust í loftárásum í nótt. Brýn þörf er á hjálpargögnum og læknir segir ungbörn og sjúklinga í bráðri hættu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísraelsmenn boða enn umfangsmeiri árásir á Gasa en hingað til og hvetja Palestínumenn til að flýja. Óttast er að átökin gætu stigmagnast eftir yfirlýsingar ráðherra Írans og Ísraels í dag. Yfirvöld á Gasa segja um 4.700 Palestínumenn nú hafa látist í loftárásum frá því innrásin hófst fyrir tveimur vikum. 

Innlent