Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2025 19:57 Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, í miklu stuði með sínu fólki í Grensáskirkju. Vísir/Vilhelm Sex prestar sem aðstoða fólk sem á undir högg að sækja á Íslandi og upplifir sig stimplað óttast að sú þjónusta sem þau veita verði næst fyrir niðurskurðarhnífnum. Þau segja umræðuna oft erfiða og jafnvel hatramma um fólkið þeirra en þau vilji vera þeirra skjól og stökkpallur inn í samfélagið, og aðra þjónustu kirkjunnar. Þjónusta þeirra sé þó oft ósýnileg, eins og fólkið þeirra er í samfélaginu. „Við erum hópur sérfræðipresta sem hittist mánaðarlega. Við erum dálítið sér, þessi hópur og ósýnileg að einhverju leyti,“ segir Sr. Toshiki Toma, annar prestur innflytjenda og flóttafólks. Hinn er Sr. Árni Þór Árnason. Aðrir prestar í sérþjónustu eru þau Sr. Guðný Hallgrímsdóttir sem er prestur fatlaðra, Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur á líknardeild, Sr. Hjalti Jón Sverrisson fangaprestur og Sr. Kristín Pálsdóttir sem er prestur heyrnarlausra. Prestarnir sex. Frá vinstri: Sr. Árni Þór Árnason, prestur innflytjenda og flóttafólks, Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks, Sr. Kristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausra, Sr. Hjalti Jón Sverrisson, prestur fanga og síðust Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur á líknardeild.Vísir/Vilhelm Toshiki segir þau þannig sinna stórum hópi fólks sem gleymist ekki bara innan kirkjunnar heldur oft almennt í samfélaginu. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúsprestur á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, tekur undir þetta, það megi lyfta þjónustunni hærra, og fólkinu sem þiggur hana. „Við erum auðvitað alltaf á vettvangi á meðal þeirra sem við þjónum og erum samferða fólki á svo miklum örlagastundum í lífi þess. Það eru mikil forréttindi að fá að starfa í þessari nánd með fólki. Almennt þykir okkur bara vænt um fólk og við þráum það að láta gott af okkur leiða og höfum hvert og eitt skapað okkur vettvang á okkar stað,“ segir hún og að þau hafi þannig hvert byggt upp þjónustuna með sínum hætti þannig það henti sínum skjólstæðingum. Tímafrekari þjónusta Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, bætir við að þeirra þjónusta sé einnig oft tímafrekari og tekur dæmi um þegar andlát ber að. „Það deyr einstaklingur á sambýli og þar er stór fjölskylda, en þessi einstaklingur á líka sína blóðfjölskyldu. Þannig getur það verið, þannig að í stað þess að vera með eina bænastund er ég jafnvel með sex. Fyrir heimilið, starfsfólk, sambýlisfólk, vinnustaðinn og þetta verður þannig miklu meira.“ „Mér líður stundum svona eins og fólk noti Guð svona eins og það er notað slökkvilið. Þegar það kviknar í þá hringjum við í slökkviliðið,“ segir Guðný.Vísir/Vilhelm Guðný segist óska þess að hennar þjónusta gæti verið innan almenns kirkjustarfs en hún sé einfaldlega það ólík að það yrði krefjandi, fyrir alla. Erfitt sé fyrir, til dæmis þroskahamlað fólk, að skilja tungutak og ritúal kirkjunnar eins og það er sett fram í almennu kirkjustarfi. „Mitt fólk skilur þetta ekki alveg. En mér finnst kirkjan hafa gert mjög vel í því að mæta þessu fólki þar sem að það er statt og lyfta því upp, og jafnvel einmitt, reyna að horfa sérstaklega til þess sem þú getur gert en ekki það sem þú getur ekki gert.“ Kristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausra, vinnur náið með Félagi heyrnarlausra og tekur einnig þátt í samverustundum eldri heyrnarlausra (55+) sem fara fram vikulega á hjúkrunarheimilinu Mörk.Vísir/Vilhelm Guðný segir marga í hennar hópi enn glíma við það að hafa þurft að þola vonda meðferð sem börn og rifjar upp sögu af eldri konu sem leitaði oft til hennar. „Hún var fötluð og átti þrjá bræður og þegar þeir fermdust hver á eftir öðrum var hún geymd uppi á lofti á meðan,“ segir hún og að konan hafi alltaf verið leið yfir því að hafa ekki fengið að fermast. Á þessum tíma hafi tíðkast að koma fötluðu fólki á hæli eða þau iðulega geymd þar sem fólk sá ekki til. „Hún var mjög trúuð og við ákváðum þegar hún var orðin 82 ára að ferma hana. En svo jarðsöng ég hana reyndar í staðinn. En þetta er saga gamla fólksins okkar,“ segir hún. Treyst til að vera samferða í áfalli Hjalti Jón Sverrisson, prestur fanga, segir það hans veruleika í starfi, og annarra presta auðvitað, en kannski sérstaklega hjá honum að sinna fólki sem hefur upplifað einhvers konar áfall. „Okkur er treyst til að vera samferða í augnhæð. Ekki út af því að við komum sem fagaðilar sem höfum öll svörin, heldur út af því að við leggjum af stað með skjólstæðingum okkar og leitum leiða og leitum svara saman.“ Hjalti segir dýrmætt að geta gefið innsýn í starf sérþjónustunnar en upplifi samt togstreitu.Vísir/Vilhelm Hann segir þau starfa við vídd hins andlega og þeirra starf sé þannig að hjálpa fólki að varðveita, og jafnvel endurskoða og tengjast sínum gildisgrunni. Guðný grípur þarna orðið og segir mikilvægt í slíkri leitun fólks að skilaboð kirkjunnar séu skýr. „Mér finnst mjög mikilvægt að kirkjan boði að hvert og eitt okkar er einstök sköpun Guðs. Það er enginn eins og ég og enginn eins og þú og við eigum öll okkar tilkall til þess að eiga rými og rödd. Þar sem að við erum að starfa úti á jaðrinum, þar sem að raddirnar heyrast ekki eins vel og ekki eins hátt eins og inn að miðju, þá er okkar hlutverk að vera þessi farvegur kirkjunnar inn að miðjunni, inn í samfélagið.“ Hjalti segir dýrmætt að geta gefið innsýn í starf sérþjónustunnar en upplifi samt togstreitu. „Sumt er svo heilagt að það er eins og að rjúfa einhverja töfra við að segja það upphátt.“ En umræðan verður kannski oft erfið líka? „Ég hef hugsað um þetta mjög mikið síðan ég tók til starfa sem fangaprestur. Ég hef oftar en einu sinni, oftar en tvisvar, verið að reka mig á í samfélagsorðræðunni hversu tvíbent hún getur verið. Í aðra röddina er verið að segja að það þurfi allt að gera til að styrkja og efla málaflokkinn og stuðla að því að öflugri endurhæfing eigi sér stað innan fangelsa.“ Þá snúist umræðan um að hvert líf skipti máli og í þessari umræðu felist von. „Svo horfi ég sama dag upp á umræðu þar sem er verið að hneykslast á því að skjólstæðingar mínir séu komnir í ákveðin úrræði eða það sé verið að leita leiða til þess að varðveita mannréttindi þeirra og mæta mennsku þeirra.“ Hann segir þá kominn annan tón í samfélagslega umræðu. „Ég mæti hræsni í sjálfum mér á hverjum degi en þá sé ég að það er svolítil hræsni í samfélaginu okkar líka.“ Erfið og hatrömm umræða Árni Þór Þórsson, annar prestur innflytjenda og flóttafólks, tekur undir þetta og viðurkennir að það hafi hreinlega komið honum á óvart hversu hatrömm umræðan getur orðið. Árni starfaði sem prestur í Vík í tvö ár áður en hann tók til starfa með Toshiki sem prestur innflytjenda og flóttafólks. Hann segir það sinn draum að flóttamenn og innflytjendur geti sótt sér þjónustu víðar en einungis hjá þeim í Breiðholtskirkjunni. Árni Þór starfaði á Vík sem prestur áður en hann tók til starfa með Toshiki sem prestur innflytjenda og flóttafólks. Vísir/Vilhelm Toshiki segir íslenska tungu þarna skipta verulegu máli. Hann hafi sjálfur verið á Íslandi í 33 ár og tali íslensku en geti ekki skilið predikun sumra presta. „Við viljum að þau séu alls staðar, læri íslensku og komist inn í samfélagið, því fólkið okkar vill læra íslensku, það vill ekki tala bara ensku. Við viljum veita þeim skjól og vera stökkpallur fyrir þau sem koma til landsins. En að þau geti síðan farið út í hina söfnuðina og ræktað sitt líf sem Íslendingar.“ Áfall að hitta fólk sem ekki kann að lesa Árni bendir á að þeirra starf sé þó það starf sérþjónustunnar sem er líkast því sem fer fram í venjulegri sókn. „Við erum með messu alla sunnudaga, bænastundir og með biblíufræðslu. En samt sem áður er þetta svo súrrealískt fyrir mig að stíga inn í aðstæður. Ég var nýr prestur, búinn að vera prestur í þrjú ár. Það að læra að vera prestur, það tekur langan tíma og síðan að stíga inn í svona starf þar sem þú ert aldrei að tala þitt eigið móðurmál. Maður er bara að læra allt upp á nýtt. Ég var til dæmis fyrir stuttu síðan að ræða við mann sem vildi fá einhverja fræðslu um Biblíuna og Guð og hann kunni ekki að lesa. Það var svo mikið sjokk fyrir mig að ræða við manneskju, af því að ég er í svo miklu forréttindasamfélagi þar sem allir kunna að lesa og langflestir kunna ensku.“ Toshiki segir þetta starf hafa breyst verulega frá því að hann byrjaði að starfa sem prestur árið 1996. Hann segir alla þjónustu kirkjunnar kærleiksþjónustu og að þau starfi að því að varðveita gildi og virðuleika einstaklingsins. Það sé ekki sjálfgefið. „Eins og, til dæmis núna í Úkraínu eða Gasa, einstaklingurinn skiptir engu máli. Þar er engin virðing fyrir lífi manns. Það á ekki að vera þannig,“ segir hann og að það sama gildi um fanga, fólk með andleg veikindi og útlendinga. Toshiki segist stundum upplifa umræðu um innflytjendur og flóttafólk þannig að hennar eini tilgangur sé að ræna þau reisn sinni. Vísir/Vilhelm Hann vísar til dæmis í fréttir sem hafi verið sagðar nýlega af því að erlendum ríkisborgunum hafi verið vísað úr landi. Um hafi verið að ræða vasaþjófa sem voru komnir til landsins til að stunda þá iðju. Toshiki telur ekki endilega þörf í slíkum fréttaflutningi að hafa þessa áherslu á ríkisfang, heldur frekar að þetta fólk hafi verið að brjóta af sér. „Það er svo skiljanlegt að vasaþjófum sé vísað úr landi en af hverju að segja erlendur ríkisborgari? Ég held að þetta hafi tilgang og skilaboðin séu að reyna að ræna virðuleika manns og gefur þá ímynd að útlendingar séu vesen.“ Toshiki Toma Fermingarfræðslan gjörbreytt Guðný tekur undir þetta um að samfélagið hafi gjörbreyst. Hún hafi verið vígð 1990 og á þessum tíma hafi margt breyst til hins betra en sumt sé miður farið. Hún sjái til dæmis um fermingarfræðslu þroskahamlaðra barna og að samhliða innleiðingu skóla án aðgreiningar hafi sú fræðsla tekið stökkbreytingum. „Hér áður fyrr voru tveir skólar hér á Reykjavíkursvæðinu, Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli og einstaka börn þar inn á milli. Með skóla án aðgreiningar gjörbreyttist þetta og í staðinn fyrir að vera með fermingarfræðslu í tveimur skólum er ég í allt að átta skólum á viku með fermingarfræðslu, með eitt og eitt barn“ Guðný með söfnuði sínum á samverustund í Grensáskirkju þar sem þau hittast alltaf.Vísir/Vilhelm Hún segir þetta sums staðar ganga vel en annars staðar geti barnið einangrast enn frekar. Fræðslan sé öðruvísi en að einhverju leyti séu þessi börn oft þroskaðri en börn á þeirra aldri að því leytinu til að það hafi reynt á þau með ýmsum hætti. „Þau hafa kannski oft verið veik eða lent undir hér og þar eða þurft að flytja búferlum vegna skertrar þjónustu úti á landi.“ Guðný segir sérþjónustu kirkjunnar oft hampað á hátíðarstundum. Það sé talað um vaxtarbrodd kirkjunnar en svo nái það ekki oft lengra. Spyrjandi um framtíð þjónustunnar Guðlaug Helga segist spyrjandi yfir því hvað verði um þjónustuna þegar þau hætta. Stutt sé til dæmis í að Toshiki fari á eftirlaun og svo styttist í það hjá bæði henni og Guðnýju. „Okkur finnst náttúrulega kirkja sem vill láta taka sig alvarlega og sé trúverðug kirkja að hún eigi að efla þennan þátt í sinni starfsemi, að vera með fólk á vettvangi.“ „Kirkjan er bara hópur af fólki í samfélaginu, sem er jafn misjafnt og það er margt. Það er öll litaflóran. Hún endurspeglar oft hvernig samfélagið okkar er byggt upp og við vitum það bara og það verður bara að segja það, að þegar í harðbakkann slær í samfélaginu, þá er skorið niður venjulega fyrst hjá þeim sem síst skyldi skera niður. Það er jaðarinn,“ segir Guðný. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir á líknardeildinni í Kópavogi. Þar sinnir hún bæði sjúklingum og aðstandendum þeirra, á oft erfiðum stundum. Vísir/Vilhelm Hún segir að eins mikið og þau séu öll tilbúin að gera sitt besta sem samfélag og kirkja sé nauðsynlegt að horfast í augu við þetta og standa vörð um þau sem minnst mega sín. Hún segir sérþjónustu oft hafa verið í varnarbaráttu. Aðrir taka undir þetta og Guðlaug Helga segist vera komin með slagorð: „Sérþjónusta er grunnþjónusta og við hróflum ekki við grunnþjónustunni.“ Það var jólaleg stemning í messu Guðnýjar í Grensáskirkju. Vísir/Vilhelm Guðný segir það sinn draum að sett verði á stofn sérstök miðstöð fyrir sérþjónustuna. Þar gætu prestar og skjólstæðingar fengið bæði þjónustu og fræðslu. „Fræðslan skiptir svo miklu máli. Af því að við óttumst oftast það sem við vitum ekki hvað er. Þannig að meiri fræðsla, minni hræðsla.“ Vakning innan kirkjunnar Þau segjast upplifa heilmikla vakningu innan kirkjunnar í dag. Árni segir til dæmis unga karlmenn sýna starfi kirkjunnar mikinn áhuga og það tengist ef til vill umræðu í Bandaríkjunum og auknum áhuga ungra karlmanna þar á kirkjunni. „Mín reynsla er svolítið sú að við missum fólkið okkar í burtu úr kirkjunni á ákveðnum tíma í þeirra lífi. Þegar fólk er bara ekki aflögufært fyrir meira en að vinna og sinna. Þegar árin færast yfir og tíminn verður meiri, bæði til þess að líta inn á við og til að hugsa um sjálfan sig, þá finnst mér fólk leita meira í kirkjuna,“ segir Guðný. Aðrir taka undir það og segja fólk líka eðlilega leita til kirkjunnar þegar það upplifi áfall. „Mér líður stundum eins og fólk noti Guð eins og það notar slökkvilið. Þegar það kviknar í þá hringjum við í slökkviliðið.“ Guðný Hallgrímsdóttir Hjalti segir þeirra hlutverk, í samstarfi við skjólstæðinga þeirra, að vera brúarsmiðir og starfsemi þeirra sé liður í því að rjúfa mögulega einangrun, „Ég segi mögulega af því að mér finnst líka skakkt ef við tölum alltaf um okkar skjólstæðinga eins og þetta sé afskiptur hópur sem er ekki valdefldur í eigin lífi. Það bara passar ekki heldur. En hins vegar er hættan á einsemd og einangrun virkilega mikið meiri,“ segir hann og heldur áfram: „Það er sú köllun sem við eigum trú í okkar hjarta, að færast nær en ekki fjær. Að geta verið samferða en ólík.“ Andlegar og trúarlegar þarfir séu mannréttindi Guðlaug Helga segir ekki mega gleyma því að samhliða því að sinna líkamlegum þörfum fólks þá þurfi að sinna andlegum og trúarlegum þörfum þeirra. „Það eru mannréttindi. Skjólstæðingar okkar, til dæmis á spítala eða í fangelsum, eiga rétt á að vera boðin trúarleg þjónusta. Alveg eins og það sé hluti af þeirra mannréttindum að viðkomandi þjónustu sé ekki troðið upp á einstaklinga.“ Þegar fólk veikist eða lendir í einhverju áfalli sé það oft þannig að andlegur eða trúarlegur þáttur kemur nær þeim. Tilvistarlegar vangaveltur verði afar knýjandi við þessar aðstæður og fólk hafi oft margar erfiðar spurningar. „Bæði þessar tilvistarspurningar: „Hvers vegna ég? Eða hvers vegna ekki ég? Hefði þetta átt að koma frekar fyrir einhvern annan heldur en mig? Ég get kannski ekki verið svo eigingjörn og sagt það“ segir fólk.“ Kristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausra, messar mánaðarlega með sínu fólki í Grensáskirkju. Þá syngur kór heyrnarlausra á táknmáli. Eftir messu er boðið upp á messukaffi og notalegt spjall. Vísir/Vilhelm Í þessum aðstæðum verði einnig oft mjög knýjandi hvað sé fram undan. „Þegar við erum með fólki í samfylgd í þessum aðstæðum erum við á heilögu svæði. Þetta er ótrúlegt og maður fyllist líka lotningar í svona aðstæðum. Að geta fengið að vera með fólki og gefa af nærveru sinni.“ Fjölbreyttur hópur sem upplifir stimplun Hjalti tekur undir þetta, og segir þetta í raun það sem þau öll vinni að, að styrkja reisn hverrar manneskju. Þeirra skjólstæðingahópur upplifi stimplun í samfélaginu og að þau séu gerð að einhvers konar staðalímynd. „Skjólstæðingahópur minn er jafn fjölbreyttur og þetta samfélag sem við lifum í og hrærumst í á hverjum einasta degi. Þessi stimplun er hluti köllunar okkar sem erum að starfa á vettvangi sérþjónustu, og köllun kirkjunnar allrar, en verkefni sem við fáum sérstaklega í hendurnar. Okkar köllun er sú að þú ert ekki þín verstu mistök. Þú ert ekki glæpirnir þínir, þú ert ekki sjúkdómarnir þínir, þú ert ekki ríkisfangið þitt, þú ert ekki fötlunin, heyrnarleysið þitt og svo framvegis. Þú ert óendanlega dýrmæt manneskja í gegnum allt,“ segir Hjalti. Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Þjóðkirkjan Fangelsismál Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Landspítalinn Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
„Við erum hópur sérfræðipresta sem hittist mánaðarlega. Við erum dálítið sér, þessi hópur og ósýnileg að einhverju leyti,“ segir Sr. Toshiki Toma, annar prestur innflytjenda og flóttafólks. Hinn er Sr. Árni Þór Árnason. Aðrir prestar í sérþjónustu eru þau Sr. Guðný Hallgrímsdóttir sem er prestur fatlaðra, Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur á líknardeild, Sr. Hjalti Jón Sverrisson fangaprestur og Sr. Kristín Pálsdóttir sem er prestur heyrnarlausra. Prestarnir sex. Frá vinstri: Sr. Árni Þór Árnason, prestur innflytjenda og flóttafólks, Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks, Sr. Kristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausra, Sr. Hjalti Jón Sverrisson, prestur fanga og síðust Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur á líknardeild.Vísir/Vilhelm Toshiki segir þau þannig sinna stórum hópi fólks sem gleymist ekki bara innan kirkjunnar heldur oft almennt í samfélaginu. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúsprestur á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, tekur undir þetta, það megi lyfta þjónustunni hærra, og fólkinu sem þiggur hana. „Við erum auðvitað alltaf á vettvangi á meðal þeirra sem við þjónum og erum samferða fólki á svo miklum örlagastundum í lífi þess. Það eru mikil forréttindi að fá að starfa í þessari nánd með fólki. Almennt þykir okkur bara vænt um fólk og við þráum það að láta gott af okkur leiða og höfum hvert og eitt skapað okkur vettvang á okkar stað,“ segir hún og að þau hafi þannig hvert byggt upp þjónustuna með sínum hætti þannig það henti sínum skjólstæðingum. Tímafrekari þjónusta Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, bætir við að þeirra þjónusta sé einnig oft tímafrekari og tekur dæmi um þegar andlát ber að. „Það deyr einstaklingur á sambýli og þar er stór fjölskylda, en þessi einstaklingur á líka sína blóðfjölskyldu. Þannig getur það verið, þannig að í stað þess að vera með eina bænastund er ég jafnvel með sex. Fyrir heimilið, starfsfólk, sambýlisfólk, vinnustaðinn og þetta verður þannig miklu meira.“ „Mér líður stundum svona eins og fólk noti Guð svona eins og það er notað slökkvilið. Þegar það kviknar í þá hringjum við í slökkviliðið,“ segir Guðný.Vísir/Vilhelm Guðný segist óska þess að hennar þjónusta gæti verið innan almenns kirkjustarfs en hún sé einfaldlega það ólík að það yrði krefjandi, fyrir alla. Erfitt sé fyrir, til dæmis þroskahamlað fólk, að skilja tungutak og ritúal kirkjunnar eins og það er sett fram í almennu kirkjustarfi. „Mitt fólk skilur þetta ekki alveg. En mér finnst kirkjan hafa gert mjög vel í því að mæta þessu fólki þar sem að það er statt og lyfta því upp, og jafnvel einmitt, reyna að horfa sérstaklega til þess sem þú getur gert en ekki það sem þú getur ekki gert.“ Kristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausra, vinnur náið með Félagi heyrnarlausra og tekur einnig þátt í samverustundum eldri heyrnarlausra (55+) sem fara fram vikulega á hjúkrunarheimilinu Mörk.Vísir/Vilhelm Guðný segir marga í hennar hópi enn glíma við það að hafa þurft að þola vonda meðferð sem börn og rifjar upp sögu af eldri konu sem leitaði oft til hennar. „Hún var fötluð og átti þrjá bræður og þegar þeir fermdust hver á eftir öðrum var hún geymd uppi á lofti á meðan,“ segir hún og að konan hafi alltaf verið leið yfir því að hafa ekki fengið að fermast. Á þessum tíma hafi tíðkast að koma fötluðu fólki á hæli eða þau iðulega geymd þar sem fólk sá ekki til. „Hún var mjög trúuð og við ákváðum þegar hún var orðin 82 ára að ferma hana. En svo jarðsöng ég hana reyndar í staðinn. En þetta er saga gamla fólksins okkar,“ segir hún. Treyst til að vera samferða í áfalli Hjalti Jón Sverrisson, prestur fanga, segir það hans veruleika í starfi, og annarra presta auðvitað, en kannski sérstaklega hjá honum að sinna fólki sem hefur upplifað einhvers konar áfall. „Okkur er treyst til að vera samferða í augnhæð. Ekki út af því að við komum sem fagaðilar sem höfum öll svörin, heldur út af því að við leggjum af stað með skjólstæðingum okkar og leitum leiða og leitum svara saman.“ Hjalti segir dýrmætt að geta gefið innsýn í starf sérþjónustunnar en upplifi samt togstreitu.Vísir/Vilhelm Hann segir þau starfa við vídd hins andlega og þeirra starf sé þannig að hjálpa fólki að varðveita, og jafnvel endurskoða og tengjast sínum gildisgrunni. Guðný grípur þarna orðið og segir mikilvægt í slíkri leitun fólks að skilaboð kirkjunnar séu skýr. „Mér finnst mjög mikilvægt að kirkjan boði að hvert og eitt okkar er einstök sköpun Guðs. Það er enginn eins og ég og enginn eins og þú og við eigum öll okkar tilkall til þess að eiga rými og rödd. Þar sem að við erum að starfa úti á jaðrinum, þar sem að raddirnar heyrast ekki eins vel og ekki eins hátt eins og inn að miðju, þá er okkar hlutverk að vera þessi farvegur kirkjunnar inn að miðjunni, inn í samfélagið.“ Hjalti segir dýrmætt að geta gefið innsýn í starf sérþjónustunnar en upplifi samt togstreitu. „Sumt er svo heilagt að það er eins og að rjúfa einhverja töfra við að segja það upphátt.“ En umræðan verður kannski oft erfið líka? „Ég hef hugsað um þetta mjög mikið síðan ég tók til starfa sem fangaprestur. Ég hef oftar en einu sinni, oftar en tvisvar, verið að reka mig á í samfélagsorðræðunni hversu tvíbent hún getur verið. Í aðra röddina er verið að segja að það þurfi allt að gera til að styrkja og efla málaflokkinn og stuðla að því að öflugri endurhæfing eigi sér stað innan fangelsa.“ Þá snúist umræðan um að hvert líf skipti máli og í þessari umræðu felist von. „Svo horfi ég sama dag upp á umræðu þar sem er verið að hneykslast á því að skjólstæðingar mínir séu komnir í ákveðin úrræði eða það sé verið að leita leiða til þess að varðveita mannréttindi þeirra og mæta mennsku þeirra.“ Hann segir þá kominn annan tón í samfélagslega umræðu. „Ég mæti hræsni í sjálfum mér á hverjum degi en þá sé ég að það er svolítil hræsni í samfélaginu okkar líka.“ Erfið og hatrömm umræða Árni Þór Þórsson, annar prestur innflytjenda og flóttafólks, tekur undir þetta og viðurkennir að það hafi hreinlega komið honum á óvart hversu hatrömm umræðan getur orðið. Árni starfaði sem prestur í Vík í tvö ár áður en hann tók til starfa með Toshiki sem prestur innflytjenda og flóttafólks. Hann segir það sinn draum að flóttamenn og innflytjendur geti sótt sér þjónustu víðar en einungis hjá þeim í Breiðholtskirkjunni. Árni Þór starfaði á Vík sem prestur áður en hann tók til starfa með Toshiki sem prestur innflytjenda og flóttafólks. Vísir/Vilhelm Toshiki segir íslenska tungu þarna skipta verulegu máli. Hann hafi sjálfur verið á Íslandi í 33 ár og tali íslensku en geti ekki skilið predikun sumra presta. „Við viljum að þau séu alls staðar, læri íslensku og komist inn í samfélagið, því fólkið okkar vill læra íslensku, það vill ekki tala bara ensku. Við viljum veita þeim skjól og vera stökkpallur fyrir þau sem koma til landsins. En að þau geti síðan farið út í hina söfnuðina og ræktað sitt líf sem Íslendingar.“ Áfall að hitta fólk sem ekki kann að lesa Árni bendir á að þeirra starf sé þó það starf sérþjónustunnar sem er líkast því sem fer fram í venjulegri sókn. „Við erum með messu alla sunnudaga, bænastundir og með biblíufræðslu. En samt sem áður er þetta svo súrrealískt fyrir mig að stíga inn í aðstæður. Ég var nýr prestur, búinn að vera prestur í þrjú ár. Það að læra að vera prestur, það tekur langan tíma og síðan að stíga inn í svona starf þar sem þú ert aldrei að tala þitt eigið móðurmál. Maður er bara að læra allt upp á nýtt. Ég var til dæmis fyrir stuttu síðan að ræða við mann sem vildi fá einhverja fræðslu um Biblíuna og Guð og hann kunni ekki að lesa. Það var svo mikið sjokk fyrir mig að ræða við manneskju, af því að ég er í svo miklu forréttindasamfélagi þar sem allir kunna að lesa og langflestir kunna ensku.“ Toshiki segir þetta starf hafa breyst verulega frá því að hann byrjaði að starfa sem prestur árið 1996. Hann segir alla þjónustu kirkjunnar kærleiksþjónustu og að þau starfi að því að varðveita gildi og virðuleika einstaklingsins. Það sé ekki sjálfgefið. „Eins og, til dæmis núna í Úkraínu eða Gasa, einstaklingurinn skiptir engu máli. Þar er engin virðing fyrir lífi manns. Það á ekki að vera þannig,“ segir hann og að það sama gildi um fanga, fólk með andleg veikindi og útlendinga. Toshiki segist stundum upplifa umræðu um innflytjendur og flóttafólk þannig að hennar eini tilgangur sé að ræna þau reisn sinni. Vísir/Vilhelm Hann vísar til dæmis í fréttir sem hafi verið sagðar nýlega af því að erlendum ríkisborgunum hafi verið vísað úr landi. Um hafi verið að ræða vasaþjófa sem voru komnir til landsins til að stunda þá iðju. Toshiki telur ekki endilega þörf í slíkum fréttaflutningi að hafa þessa áherslu á ríkisfang, heldur frekar að þetta fólk hafi verið að brjóta af sér. „Það er svo skiljanlegt að vasaþjófum sé vísað úr landi en af hverju að segja erlendur ríkisborgari? Ég held að þetta hafi tilgang og skilaboðin séu að reyna að ræna virðuleika manns og gefur þá ímynd að útlendingar séu vesen.“ Toshiki Toma Fermingarfræðslan gjörbreytt Guðný tekur undir þetta um að samfélagið hafi gjörbreyst. Hún hafi verið vígð 1990 og á þessum tíma hafi margt breyst til hins betra en sumt sé miður farið. Hún sjái til dæmis um fermingarfræðslu þroskahamlaðra barna og að samhliða innleiðingu skóla án aðgreiningar hafi sú fræðsla tekið stökkbreytingum. „Hér áður fyrr voru tveir skólar hér á Reykjavíkursvæðinu, Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli og einstaka börn þar inn á milli. Með skóla án aðgreiningar gjörbreyttist þetta og í staðinn fyrir að vera með fermingarfræðslu í tveimur skólum er ég í allt að átta skólum á viku með fermingarfræðslu, með eitt og eitt barn“ Guðný með söfnuði sínum á samverustund í Grensáskirkju þar sem þau hittast alltaf.Vísir/Vilhelm Hún segir þetta sums staðar ganga vel en annars staðar geti barnið einangrast enn frekar. Fræðslan sé öðruvísi en að einhverju leyti séu þessi börn oft þroskaðri en börn á þeirra aldri að því leytinu til að það hafi reynt á þau með ýmsum hætti. „Þau hafa kannski oft verið veik eða lent undir hér og þar eða þurft að flytja búferlum vegna skertrar þjónustu úti á landi.“ Guðný segir sérþjónustu kirkjunnar oft hampað á hátíðarstundum. Það sé talað um vaxtarbrodd kirkjunnar en svo nái það ekki oft lengra. Spyrjandi um framtíð þjónustunnar Guðlaug Helga segist spyrjandi yfir því hvað verði um þjónustuna þegar þau hætta. Stutt sé til dæmis í að Toshiki fari á eftirlaun og svo styttist í það hjá bæði henni og Guðnýju. „Okkur finnst náttúrulega kirkja sem vill láta taka sig alvarlega og sé trúverðug kirkja að hún eigi að efla þennan þátt í sinni starfsemi, að vera með fólk á vettvangi.“ „Kirkjan er bara hópur af fólki í samfélaginu, sem er jafn misjafnt og það er margt. Það er öll litaflóran. Hún endurspeglar oft hvernig samfélagið okkar er byggt upp og við vitum það bara og það verður bara að segja það, að þegar í harðbakkann slær í samfélaginu, þá er skorið niður venjulega fyrst hjá þeim sem síst skyldi skera niður. Það er jaðarinn,“ segir Guðný. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir á líknardeildinni í Kópavogi. Þar sinnir hún bæði sjúklingum og aðstandendum þeirra, á oft erfiðum stundum. Vísir/Vilhelm Hún segir að eins mikið og þau séu öll tilbúin að gera sitt besta sem samfélag og kirkja sé nauðsynlegt að horfast í augu við þetta og standa vörð um þau sem minnst mega sín. Hún segir sérþjónustu oft hafa verið í varnarbaráttu. Aðrir taka undir þetta og Guðlaug Helga segist vera komin með slagorð: „Sérþjónusta er grunnþjónusta og við hróflum ekki við grunnþjónustunni.“ Það var jólaleg stemning í messu Guðnýjar í Grensáskirkju. Vísir/Vilhelm Guðný segir það sinn draum að sett verði á stofn sérstök miðstöð fyrir sérþjónustuna. Þar gætu prestar og skjólstæðingar fengið bæði þjónustu og fræðslu. „Fræðslan skiptir svo miklu máli. Af því að við óttumst oftast það sem við vitum ekki hvað er. Þannig að meiri fræðsla, minni hræðsla.“ Vakning innan kirkjunnar Þau segjast upplifa heilmikla vakningu innan kirkjunnar í dag. Árni segir til dæmis unga karlmenn sýna starfi kirkjunnar mikinn áhuga og það tengist ef til vill umræðu í Bandaríkjunum og auknum áhuga ungra karlmanna þar á kirkjunni. „Mín reynsla er svolítið sú að við missum fólkið okkar í burtu úr kirkjunni á ákveðnum tíma í þeirra lífi. Þegar fólk er bara ekki aflögufært fyrir meira en að vinna og sinna. Þegar árin færast yfir og tíminn verður meiri, bæði til þess að líta inn á við og til að hugsa um sjálfan sig, þá finnst mér fólk leita meira í kirkjuna,“ segir Guðný. Aðrir taka undir það og segja fólk líka eðlilega leita til kirkjunnar þegar það upplifi áfall. „Mér líður stundum eins og fólk noti Guð eins og það notar slökkvilið. Þegar það kviknar í þá hringjum við í slökkviliðið.“ Guðný Hallgrímsdóttir Hjalti segir þeirra hlutverk, í samstarfi við skjólstæðinga þeirra, að vera brúarsmiðir og starfsemi þeirra sé liður í því að rjúfa mögulega einangrun, „Ég segi mögulega af því að mér finnst líka skakkt ef við tölum alltaf um okkar skjólstæðinga eins og þetta sé afskiptur hópur sem er ekki valdefldur í eigin lífi. Það bara passar ekki heldur. En hins vegar er hættan á einsemd og einangrun virkilega mikið meiri,“ segir hann og heldur áfram: „Það er sú köllun sem við eigum trú í okkar hjarta, að færast nær en ekki fjær. Að geta verið samferða en ólík.“ Andlegar og trúarlegar þarfir séu mannréttindi Guðlaug Helga segir ekki mega gleyma því að samhliða því að sinna líkamlegum þörfum fólks þá þurfi að sinna andlegum og trúarlegum þörfum þeirra. „Það eru mannréttindi. Skjólstæðingar okkar, til dæmis á spítala eða í fangelsum, eiga rétt á að vera boðin trúarleg þjónusta. Alveg eins og það sé hluti af þeirra mannréttindum að viðkomandi þjónustu sé ekki troðið upp á einstaklinga.“ Þegar fólk veikist eða lendir í einhverju áfalli sé það oft þannig að andlegur eða trúarlegur þáttur kemur nær þeim. Tilvistarlegar vangaveltur verði afar knýjandi við þessar aðstæður og fólk hafi oft margar erfiðar spurningar. „Bæði þessar tilvistarspurningar: „Hvers vegna ég? Eða hvers vegna ekki ég? Hefði þetta átt að koma frekar fyrir einhvern annan heldur en mig? Ég get kannski ekki verið svo eigingjörn og sagt það“ segir fólk.“ Kristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausra, messar mánaðarlega með sínu fólki í Grensáskirkju. Þá syngur kór heyrnarlausra á táknmáli. Eftir messu er boðið upp á messukaffi og notalegt spjall. Vísir/Vilhelm Í þessum aðstæðum verði einnig oft mjög knýjandi hvað sé fram undan. „Þegar við erum með fólki í samfylgd í þessum aðstæðum erum við á heilögu svæði. Þetta er ótrúlegt og maður fyllist líka lotningar í svona aðstæðum. Að geta fengið að vera með fólki og gefa af nærveru sinni.“ Fjölbreyttur hópur sem upplifir stimplun Hjalti tekur undir þetta, og segir þetta í raun það sem þau öll vinni að, að styrkja reisn hverrar manneskju. Þeirra skjólstæðingahópur upplifi stimplun í samfélaginu og að þau séu gerð að einhvers konar staðalímynd. „Skjólstæðingahópur minn er jafn fjölbreyttur og þetta samfélag sem við lifum í og hrærumst í á hverjum einasta degi. Þessi stimplun er hluti köllunar okkar sem erum að starfa á vettvangi sérþjónustu, og köllun kirkjunnar allrar, en verkefni sem við fáum sérstaklega í hendurnar. Okkar köllun er sú að þú ert ekki þín verstu mistök. Þú ert ekki glæpirnir þínir, þú ert ekki sjúkdómarnir þínir, þú ert ekki ríkisfangið þitt, þú ert ekki fötlunin, heyrnarleysið þitt og svo framvegis. Þú ert óendanlega dýrmæt manneskja í gegnum allt,“ segir Hjalti.
Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Þjóðkirkjan Fangelsismál Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Landspítalinn Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira