Íslendingar erlendis

Forgangsmál að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan
Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar.

Fer með hlutverk í þáttum eftir einn vinsælasta rithöfund Frakklands
Leikkonan Salóme R Gunnarsdóttir mun fara með hlutverk í nýrri spennuþáttaröð byggðri á bók eftir einn ástsælasta rithöfund Frakklands. Stórleikarinn Ioan Gruffudd er á meðal þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum.

Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju
Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum.

Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl
Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl.

Óvæntar skilnaðartölur í faraldrinum í Svíþjóð
Íslenskur prestur búsettur í Svíþjóð segir skilnuðum hafa fækkað verulega þar í landi í kórónuveirufaraldrinum. Fólk neyðist til að ræða saman, leysa hlutina og leiti inn á við.

Vitað um sjö íslenska ríkisborgara í Kabúl
Íslenskum stjórnvöldum er kunnugt um sjö íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl í Afganistan.

Vitað um einn Íslending enn í Afganistan
Utanríkisráðuneytið þekkir til eins Íslendings sem sé enn staddur í Afganistan. Vonir séu bundnar við að hann komist fljótlega út landi.

Tekur við sem formaður SÍNE
Freyja Ingadóttir hefur verið nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Hún var kjörin á Sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór síðastliðinn laugardag, en hún tekur við formennsku af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár.

Vitað er af einum Íslendingi í Kabúl
Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í samtali við fréttastofu að vitað sé um einn íslending í Kabúl.

Gylfi Þór verður áfram laus gegn tryggingu
Gylfi Þór Sigurðsson hefur gengið laus gegn tryggingu allt frá því að hann var handtekinn í síðasta mánuði. Ákveðið hefur verið að sama fyrirkomulag muni gilda til 16. október.

Íslendingar erlendis hafi samband við sendiráð áður en gengið er til atkvæðagreiðslu
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum í dag og í sendiráðum Íslands erlendis. Boðað var formlega til Alþingiskosninga í gær sem fara fram þann 25. september.

Ingó spilaði fyrir Íslendinga á Tenerife
Svo virðist sem Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi troðið upp á veitingastaðnum Bambú bar & bistro í bænum Adeje á spænsku eyjunni Tenerife í kvöld.

Sjúkratryggingar greiða fyrir heilbrigðisþjónustu Íslendinga sem smitast erlendis
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í heilbrigðiskostnaði Íslendinga sem smitast af kórónuveirunni erlendis. Greiðsluþátttakan fer þó eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig.

Dóttir Bernie Ecclestone sakar Sverri um svik og pretti
Fyrirsætan Tamara Ecclestone fer ófögrum orðum um athafnamanninn Sverri Einar Eiríksson á Instagram, þar sem hún segir hann meðal annars hafa leigt fasteign af góðri vinkonu sinni en ekki greitt leigu í tíu mánuði.

Kveðjum rignir yfir Guðbjörgu - „Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt“
Fyrrum landsliðskonan í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, tilkynnti í morgun að hún hefði lagt markmannshanskana á hilluna. Fyrrum félagar Guðbjargar í landsliðinu kepptust við að þakka henni fyrir sig í dag.

Hissa á stórfurðulegum leiðbeiningum frá danska Covid-teyminu
Ungt íslenskt par, sem er nýflutt til Kaupmannahafnar, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar starfsmaður danska Covid-teymisins tilkynnti þeim að vegna þess að þau væru bólusett þyrftu þau alls ekki að fara í einangrun. Þau gætu valsað um götur Kaupmannahafnar ef þau pössuðu bara vel að þvo sér um hendur. Fyrir algjöra tilviljun var þetta leiðrétt af öðrum starfsmanni teymisins og þeim sagt að fara í einangrun.

„Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina“
Íslendingur í Grikklandi segir þungt hljóð í heimamönnum vegna gróðureldanna sem hafa geisað í landinu að undanförnu. Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna eldanna, sem stafa af mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir landið í þrjátíu ár.

Þórir hlaut tólftu verðlaunin sem þjálfari Noregs
Kvennalandslið Noregs vann öruggan 36-19 sigur á Svíþjóð í leik liðanna um bronsið á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Noregur hlýtur því bronsið aðra leikana í röð.

Ástin virðist blómstra hjá Katrínu Tönju
Svo virðist sem Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfitkempa og Brooks Laich, kanadískur fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, séu að slá sér upp. Katrín Tanja smellti kossi á Laich að loknum Heimsleikunum í crossfit á dögunum og nú njóta þau lífsins saman á Havaí.

Manúela komst að því að snekkjulíf væri ekki málið
Manúela Ósk og Eiður Birgisson njóta lífsins til hins ítrasta á Tenerife þessa dagana. Parið tók flottan bát á leigu í morgun þar sem Manúela var minnt á það að hún verður eins og svo margir sjóveik.

Lýsir erfiðu lífi í nýsjálensku leiðinni
Hin svokallaða „nýsjálenska leið“ í baráttunni við heimsfaraldurinn, sem margir stjórnarandstæðingar hafa talað fyrir í fjölda mánaða, er engin útópía og henni fylgja ýmsir gallar sem hafa farið fram hjá Íslendingum í umræðunni, að sögn Sigurgeirs Péturssonar, ræðismanns Íslands á Nýja-Sjálandi.

Anníe Mist sagði frá símtali við Katrínu Tönju sem breytti svo miklu
Anníe Mist Þórisdóttir missti ömmu sína á meðan heimsleikunum í CrossFit stóð og hún naut stuðnings löndu sinnar og vinkonu Katrínu Tönju Davíðsdóttir þá sem og í aðdraganda heimsleikanna

Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna
„Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.

Lífið í „nýsjálensku leiðinni“
Þann 25.júli skrifaði Gunnar Smári Egilsson pistil á þessum vettvangi þar sem hann lofar það sem hann kallar „nýsjálensku leiðina“ i baráttunni við COVID. Þar týnir hann til tölur um tilfelli af veirunni og dauðsföll á Nýja Sjálandi, sem eru mun lægri en í flestum öðrum löndum, eins og hann réttilega bendir á. Hálfgerð „útópía“ að hans mati.

Mikael greindist með Covid-19
Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var ekki í leikmannahópi liðs síns Midtjylland er það mætti Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Danska félagið hefur tilkynnt um að það sé vegna þess að Mikael hafi smitast af kórónuveirunni.

Guðni Valur kvartar ekki yfir pappakassarúmunum í Ólympíuþorpinu
Frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason er eini íslenski keppandinn sem á eftir að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó en hann keppir í undankeppni kringlukastsins aðfaranótt föstudags.

Okkar kona vel merkt á heimsleikunum: „Dóttir“ á sokkunum og „Davidsdóttir“ undir skónum
Katrín Tanja Davíðsdóttir vann silfur á heimsleikunum í CrossFit fyrra og mætir nú aftur til leiks með það markmið að komast á verðlaunapall í fimmta sinn á ferlinum.

Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð
Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld.

Framtíðin óljós hjá Elísabetu: „Ég á erfitt með að gera upp hug minn“
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segir yfirstandandi tímabil hafa verið bæði skemmtilegt og strembið. Hún segir óljóst hvort hún haldi störfum áfram að því loknu.

Ólafur Ragnar og Michael Caine leiddust í London
Slúðurmiðlar í Bretlandi greindu frá því að hinn 88 ára gamli, breski stórleikari Michael Caine hafi notið kvöldverðar í London í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að okkar fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, var honum við hlið.