Innlendar Kristleifur tekur við Hetti Í dag var tilkynnt að Kristleifur Andrésson hefði verið ráðinn aðalþjálfari úrvalsdeildarliðs Hattar, en hann hefur séð um þjálfun liðsins síðan Kirk Baker sagði starfi sínu lausu á dögunum. Kristleifur er öllum hnútum kunnugur hjá Hetti, enda þjálfaði hann liðið veturinn 2003-04. Sport 29.11.2005 17:07 Auðveldur sigur íslenska liðsins Íslenska landsliðið í handknattleik vann í dag auðveldan sigur á Norðmönnum í þriðja og síðasta vináttuleik liðanna í Kaplakrika í dag 32-26. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 10 mörk fyrir íslenska liðið og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson skoruðu 6 hvor. Ísland vann því tvo af þremur leikjum liðanna, en þau skildu jöfn í Mosfellsbæ í gær. Sport 27.11.2005 17:54 Góður sigur á Sviss í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann góðan sigur á Sviss 25-22 í undankeppni EM á Ítalíu í kvöld. Hanna Stefánsdóttir var markahæst með 6 mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu 4 hvor. Íslenska liðið hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðlinum og mæta Tyrkjum á morgun. Sport 25.11.2005 21:09 Hart tekist á á Selfossi á morgun Það verður metþáttaka í Íslandsmótinu í réttstöðulyftu sem fram fer í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi klukkan 14:00 á morgun, en þar mæta til leiks sannkallaðar stórstjörnur í bransanum, ungir sem og lengra komnir. Sport 25.11.2005 20:37 Ísland burstaði Noreg í Eyjum Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann auðveldan sigur á Norðmönnum 32-23 í Vestmannaeyjum í kvöld, eftir að hafa verið yfir 15-11 í hálfleik. Þetta var fyrsti leikur liðanna af þremur, en þau mætast að Varmá á morgun klukkan 16:15 og á sama tíma á sunnudag í Kaplakrika. Sport 25.11.2005 20:12 Ísland yfir 15-11 í hálfleik Íslenska landsliðið í handbolta hefur fjögurra marka forystu gegn Norðmönnum í fyrsta leik liðanna af þremur, en spilað er í Vestmannaeyjum. Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skorað fimm mörk hvor fyrir íslenska liðið. Sport 25.11.2005 19:16 Tap hjá Haukum í lokaleiknum Kvennalið Hauka tapaði síðasta leik sínum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, þegar liðið lá fyrir Ribeira á Sikiley 80-58. Haukar töpuðu því öllum leikjum sínum í þessari frumraun sinni í Evrópukeppni. Sport 24.11.2005 21:34 Enn vinna Njarðvíkingar Fimm leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar halda efsta sætinu í deildinni eftir sigur á Snæfelli 103-78 í kvöld og því hefur liðið unnið sjö fyrstu leiki sína. Þá unnu Keflvíkingar góðan sigur á grönnum sínum í Grindavík 108-101. Sport 24.11.2005 21:26 Lokaleikur Hauka í kvöld Kvennalið Hauka spilar síðasta leik sinn í Evrópukeppninni gegn Ribera á Sikiley í kvöld, en auk þess verða fimm leikir á dagskrá í Úrvalsdeild karla hér heima. Sport 24.11.2005 17:16 Hvorki reiður né þakklátur Guðjóni Þórðarsyni Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Fótbolti 23.11.2005 21:18 Burstuðu Belga 34-22 Íslenska kvennalandsliðið var ekki í teljandi vandræðum með það belgíska með 12 marka mun í undankeppni HM á Ítalíu, eftir að staðan hafði verið 17-11 fyrir Ísland í hálfleik. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Ísland og Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 5 mörk. Sport 23.11.2005 18:14 Ísland niður um eitt sæti Í dag var birtur nýr styrkleikalisti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, en þar hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var birtur síðast og situr í 93. sæti listans. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, Tékkar í öðru og Hollendingar í því þriðja. Þar á eftir koma Argentína, Frakkland, Spánn, Mexíkó, Bandaríkin og Englendingar eru loks í níunda sætinu. Sport 23.11.2005 15:46 Sex marka tap gegn Ítölum Íslenska kvennalandsliðið tapaði 25-19 fyrir því ítalska í undankeppni EM í kvöld. Staðan var 14-11 í hálfleik fyrir ítalska liðið, sem hafði yfir allan leikinn. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst íslensku stúlknanna með 6 mörk, en Berglind Hansdóttir fór á kostum í markinu og varði 25 skot. Íslenska liðið mætir Belgum á morgun klukkan 16. Sport 22.11.2005 20:25 Tekur ekki þátt í Evrópumeistaramótinu Í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands hefur Brian Marshall landsliðsþjálfari tilkynnt að Örn Arnarson sundkappi muni ekki taka þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer á Ítalíu í næsta mánuði af heilsufarsástæðum. Örn var greindur með hjartsláttartruflanir um helgina og því þykir ekki ráðlegt að hann verði með á mótinu. Sport 22.11.2005 16:46 Ísland mætir Ítalíu í dag Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Ítölum í fyrsta leiknum í undankeppni EM á Ítalíu í dag. Íslenska liðið leikur í riðli með Ítölum, Belgum, Svisslendingum, Tyrkjum og Búlgörum, en fjögur þessara liða komast áfram í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Sport 22.11.2005 16:42 Keflavík mætir Fjölni Í dag var dregið í 32-liða úrslit bikarkeppninnar í körfubolta. Tveir af leikjunum verða viðureignir úrvalsdeildarliða, en það eru leikir Keflavíkur og Fjölnis annarsvegar og Skallagríms og ÍR hinsvegar. Sport 22.11.2005 14:37 Viggó leitar á náðir Patreks Vegna meiðsla þeirra Markúsar Mána Michaelssonar og Jaliesky Garcia, hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari ákveðið að kalla Patrek Jóhannesson aftur inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Morðmönnum um næstu helgi. Patrekur hefur ekki spilað landsleik lengi og hefur átt við erfið meiðsli að stríða. Hann hefur þó sýnt gamla takta við og við með Stjörnunni og skoraði m.a. 13 mörk í síðasta leik. Sport 21.11.2005 13:55 Fram sigraði ÍR Fram vann góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handbolta í Austurbergi í kvöld, 38-32. Sergiy Serenko skoraði 8 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson og Jóhann Einarsson skoruðu 7 hvor, en hjá heimamönnum voru þeir Ólafur Sigurjónsson og Andri Númason með sex mörk hvor. HK sigraði FH í Digranesi 29-26. Sport 20.11.2005 21:01 Eitt Íslandsmet á lokadeginum Meistaramóti Íslands í sundi lauk í Laugardalslauginni í dag, Fjögur Íslandsmet féllu á mótinu, þar af eitt í dag. Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni bætti metið í 200 metra flugsundi þegar hún synti á 2 mínútum 20,23 sekúndum. Örn Arnarsson var ekki með á lokadeginum eftir að hafa þurft á sjúkrahús vegna hjartsláttartruflana eftir keppni á laugardag. Sport 20.11.2005 19:21 Anja bætti eigið met Sundkonan Anja Ríkey Jakobsdóttir úr Ægi bætti eigið met í 100 metra baksundi á Íslandsmótinu í sundi í dag. Anja synti 100 metrana á 1 mínútu, 2,81 sekúndu, sem er bæting um 13/100 úr sekúndu. Sport 19.11.2005 20:26 Naumur sigur Hauka Haukar unnu nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Grafarvogi í dag 30-28 og komust fyrir vikið í þriðja sæti deildarinnar. Þá vann topplið Vals auðveldan sigur á Selfyssingum 38-27. Sport 19.11.2005 20:12 Njarðvíkingar meistarar Njarðvíkingar tryggðu sér nú rétt í þessu sigur í úrslitaleik Powerade- bikarsins, þegar þeir lögðu KR 90-78. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 20 stig, en þeir Friðrik Stefánsson og Brenton Birmingham settu 19 stig hvor. Bandaríkjamaðurinn Omari Westley skoraði mest fyrir þá svarthvítu, 28 stig. Sport 19.11.2005 18:08 Stjarnan sigraði ÍBV Einum leik er lokið í DHL-deild karla í handbolta í dag, Stjarnan tók á móti ÍBV í Ásgarði og sigraði 39-36 í miklum markaleik, þar sem jafnt var í hálfleik 19-19. Patrekur Jóhannesson fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði 13 mörk, en Ólafur Víðir Ólafsson og Goran Kuzmanovdki skoruðu 9 mörk hvor fyrir Eyjamenn. Sport 19.11.2005 16:38 KA sigraði Aftureldingu Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld. KA menn unnu góðan sigur á Aftureldingu nyrðra, 30-24 og komust þar með í fjórða sæti deildarinnar. Það var Goran Guic sem var atkvæðamestur í liði KA og skoraði 9 mörk, en Ernir Arnarsson skoraði 7 mörk fyrir Aftureldingu. Sport 18.11.2005 22:30 Njarðvík burstaði Keflavík Það verða Njarðvík og KR sem mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. Njarðvíkingar burstuðu granna sína úr Keflavík í síðari undanúrslitaleik kvöldsins 90-62 og mæta því KR í úrslitunum á morgun. Sport 18.11.2005 22:21 KR í úrslitin KR-ingar lögðu Fjölni 87-80 í fyrri undanúrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í kvöld og spila því til úrslita á morgun. Seinni leikurinn er viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur, en sá leikur hefst nú klukkan 20:30. Sport 18.11.2005 20:26 Tvö Íslandsmet féllu í dag Íslandsmótið í sundi stendur nú sem hæst í Sundhöllinni í Laugardal og eru tvö Íslandsmet þegar fallin. Örn Arnarson úr SH bætti metið í 50 metra flugsundi um 9/100 úr sekúndu þegar hann kom í mark á 24 sekúndum sléttum. Þá bætti Jakob Jóhann Sveinsson metið í 50 metra bringusundi um 1/10 úr sekúndu þegar hann synti á 28,37 sekúndum. Sport 18.11.2005 17:53 Glæsilegur Evrópusigur í gær, grannaslagur í kvöld Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. Sport 18.11.2005 12:56 Ásthildur Helgadóttir á leið í Kópavoginn Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur boðað til blaðamannafundar í íþróttahúsinu í Smáranum nú klukkan fjögur síðdegis þar sem tilkynnt verður að besta knattspyrnukona landsins, Ásthildur Helgadóttir, muni ganga í raðir félagsins. Ásthildur hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð undanfarið, en hefur hug á að ljúka ferlinum hér heima. Sport 17.11.2005 12:49 Landsliðshópurinn valinn í dag Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari hefur gert fjórar breytingar á leikmannahóp sínum sem keppir þrjá æfingaleiki við Norðmenn hérlendis dagana 25.-28 nóvember, en í dag tilkynnti hann 16 manna hóp sinn. Sport 17.11.2005 12:15 « ‹ 70 71 72 73 74 75 … 75 ›
Kristleifur tekur við Hetti Í dag var tilkynnt að Kristleifur Andrésson hefði verið ráðinn aðalþjálfari úrvalsdeildarliðs Hattar, en hann hefur séð um þjálfun liðsins síðan Kirk Baker sagði starfi sínu lausu á dögunum. Kristleifur er öllum hnútum kunnugur hjá Hetti, enda þjálfaði hann liðið veturinn 2003-04. Sport 29.11.2005 17:07
Auðveldur sigur íslenska liðsins Íslenska landsliðið í handknattleik vann í dag auðveldan sigur á Norðmönnum í þriðja og síðasta vináttuleik liðanna í Kaplakrika í dag 32-26. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 10 mörk fyrir íslenska liðið og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson skoruðu 6 hvor. Ísland vann því tvo af þremur leikjum liðanna, en þau skildu jöfn í Mosfellsbæ í gær. Sport 27.11.2005 17:54
Góður sigur á Sviss í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann góðan sigur á Sviss 25-22 í undankeppni EM á Ítalíu í kvöld. Hanna Stefánsdóttir var markahæst með 6 mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu 4 hvor. Íslenska liðið hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðlinum og mæta Tyrkjum á morgun. Sport 25.11.2005 21:09
Hart tekist á á Selfossi á morgun Það verður metþáttaka í Íslandsmótinu í réttstöðulyftu sem fram fer í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi klukkan 14:00 á morgun, en þar mæta til leiks sannkallaðar stórstjörnur í bransanum, ungir sem og lengra komnir. Sport 25.11.2005 20:37
Ísland burstaði Noreg í Eyjum Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann auðveldan sigur á Norðmönnum 32-23 í Vestmannaeyjum í kvöld, eftir að hafa verið yfir 15-11 í hálfleik. Þetta var fyrsti leikur liðanna af þremur, en þau mætast að Varmá á morgun klukkan 16:15 og á sama tíma á sunnudag í Kaplakrika. Sport 25.11.2005 20:12
Ísland yfir 15-11 í hálfleik Íslenska landsliðið í handbolta hefur fjögurra marka forystu gegn Norðmönnum í fyrsta leik liðanna af þremur, en spilað er í Vestmannaeyjum. Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skorað fimm mörk hvor fyrir íslenska liðið. Sport 25.11.2005 19:16
Tap hjá Haukum í lokaleiknum Kvennalið Hauka tapaði síðasta leik sínum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, þegar liðið lá fyrir Ribeira á Sikiley 80-58. Haukar töpuðu því öllum leikjum sínum í þessari frumraun sinni í Evrópukeppni. Sport 24.11.2005 21:34
Enn vinna Njarðvíkingar Fimm leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar halda efsta sætinu í deildinni eftir sigur á Snæfelli 103-78 í kvöld og því hefur liðið unnið sjö fyrstu leiki sína. Þá unnu Keflvíkingar góðan sigur á grönnum sínum í Grindavík 108-101. Sport 24.11.2005 21:26
Lokaleikur Hauka í kvöld Kvennalið Hauka spilar síðasta leik sinn í Evrópukeppninni gegn Ribera á Sikiley í kvöld, en auk þess verða fimm leikir á dagskrá í Úrvalsdeild karla hér heima. Sport 24.11.2005 17:16
Hvorki reiður né þakklátur Guðjóni Þórðarsyni Það er fáir íslenskir knattspyrnumenn sem státa af eins glæsilegum knattspyrnuferli og Guðni Bergsson. Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur skráð sögu Guðna sem er ekki ævisaga heldur fótboltasaga, Í bókinni er ferill Guðna rakinn ítarlega frá uppeldinu hjá Val til tímans hjá Tottenham og Bolton. Fótbolti 23.11.2005 21:18
Burstuðu Belga 34-22 Íslenska kvennalandsliðið var ekki í teljandi vandræðum með það belgíska með 12 marka mun í undankeppni HM á Ítalíu, eftir að staðan hafði verið 17-11 fyrir Ísland í hálfleik. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Ísland og Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 5 mörk. Sport 23.11.2005 18:14
Ísland niður um eitt sæti Í dag var birtur nýr styrkleikalisti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, en þar hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var birtur síðast og situr í 93. sæti listans. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, Tékkar í öðru og Hollendingar í því þriðja. Þar á eftir koma Argentína, Frakkland, Spánn, Mexíkó, Bandaríkin og Englendingar eru loks í níunda sætinu. Sport 23.11.2005 15:46
Sex marka tap gegn Ítölum Íslenska kvennalandsliðið tapaði 25-19 fyrir því ítalska í undankeppni EM í kvöld. Staðan var 14-11 í hálfleik fyrir ítalska liðið, sem hafði yfir allan leikinn. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst íslensku stúlknanna með 6 mörk, en Berglind Hansdóttir fór á kostum í markinu og varði 25 skot. Íslenska liðið mætir Belgum á morgun klukkan 16. Sport 22.11.2005 20:25
Tekur ekki þátt í Evrópumeistaramótinu Í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands hefur Brian Marshall landsliðsþjálfari tilkynnt að Örn Arnarson sundkappi muni ekki taka þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer á Ítalíu í næsta mánuði af heilsufarsástæðum. Örn var greindur með hjartsláttartruflanir um helgina og því þykir ekki ráðlegt að hann verði með á mótinu. Sport 22.11.2005 16:46
Ísland mætir Ítalíu í dag Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Ítölum í fyrsta leiknum í undankeppni EM á Ítalíu í dag. Íslenska liðið leikur í riðli með Ítölum, Belgum, Svisslendingum, Tyrkjum og Búlgörum, en fjögur þessara liða komast áfram í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 18 að íslenskum tíma. Sport 22.11.2005 16:42
Keflavík mætir Fjölni Í dag var dregið í 32-liða úrslit bikarkeppninnar í körfubolta. Tveir af leikjunum verða viðureignir úrvalsdeildarliða, en það eru leikir Keflavíkur og Fjölnis annarsvegar og Skallagríms og ÍR hinsvegar. Sport 22.11.2005 14:37
Viggó leitar á náðir Patreks Vegna meiðsla þeirra Markúsar Mána Michaelssonar og Jaliesky Garcia, hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari ákveðið að kalla Patrek Jóhannesson aftur inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Morðmönnum um næstu helgi. Patrekur hefur ekki spilað landsleik lengi og hefur átt við erfið meiðsli að stríða. Hann hefur þó sýnt gamla takta við og við með Stjörnunni og skoraði m.a. 13 mörk í síðasta leik. Sport 21.11.2005 13:55
Fram sigraði ÍR Fram vann góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handbolta í Austurbergi í kvöld, 38-32. Sergiy Serenko skoraði 8 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson og Jóhann Einarsson skoruðu 7 hvor, en hjá heimamönnum voru þeir Ólafur Sigurjónsson og Andri Númason með sex mörk hvor. HK sigraði FH í Digranesi 29-26. Sport 20.11.2005 21:01
Eitt Íslandsmet á lokadeginum Meistaramóti Íslands í sundi lauk í Laugardalslauginni í dag, Fjögur Íslandsmet féllu á mótinu, þar af eitt í dag. Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni bætti metið í 200 metra flugsundi þegar hún synti á 2 mínútum 20,23 sekúndum. Örn Arnarsson var ekki með á lokadeginum eftir að hafa þurft á sjúkrahús vegna hjartsláttartruflana eftir keppni á laugardag. Sport 20.11.2005 19:21
Anja bætti eigið met Sundkonan Anja Ríkey Jakobsdóttir úr Ægi bætti eigið met í 100 metra baksundi á Íslandsmótinu í sundi í dag. Anja synti 100 metrana á 1 mínútu, 2,81 sekúndu, sem er bæting um 13/100 úr sekúndu. Sport 19.11.2005 20:26
Naumur sigur Hauka Haukar unnu nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Grafarvogi í dag 30-28 og komust fyrir vikið í þriðja sæti deildarinnar. Þá vann topplið Vals auðveldan sigur á Selfyssingum 38-27. Sport 19.11.2005 20:12
Njarðvíkingar meistarar Njarðvíkingar tryggðu sér nú rétt í þessu sigur í úrslitaleik Powerade- bikarsins, þegar þeir lögðu KR 90-78. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 20 stig, en þeir Friðrik Stefánsson og Brenton Birmingham settu 19 stig hvor. Bandaríkjamaðurinn Omari Westley skoraði mest fyrir þá svarthvítu, 28 stig. Sport 19.11.2005 18:08
Stjarnan sigraði ÍBV Einum leik er lokið í DHL-deild karla í handbolta í dag, Stjarnan tók á móti ÍBV í Ásgarði og sigraði 39-36 í miklum markaleik, þar sem jafnt var í hálfleik 19-19. Patrekur Jóhannesson fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði 13 mörk, en Ólafur Víðir Ólafsson og Goran Kuzmanovdki skoruðu 9 mörk hvor fyrir Eyjamenn. Sport 19.11.2005 16:38
KA sigraði Aftureldingu Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld. KA menn unnu góðan sigur á Aftureldingu nyrðra, 30-24 og komust þar með í fjórða sæti deildarinnar. Það var Goran Guic sem var atkvæðamestur í liði KA og skoraði 9 mörk, en Ernir Arnarsson skoraði 7 mörk fyrir Aftureldingu. Sport 18.11.2005 22:30
Njarðvík burstaði Keflavík Það verða Njarðvík og KR sem mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. Njarðvíkingar burstuðu granna sína úr Keflavík í síðari undanúrslitaleik kvöldsins 90-62 og mæta því KR í úrslitunum á morgun. Sport 18.11.2005 22:21
KR í úrslitin KR-ingar lögðu Fjölni 87-80 í fyrri undanúrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í kvöld og spila því til úrslita á morgun. Seinni leikurinn er viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur, en sá leikur hefst nú klukkan 20:30. Sport 18.11.2005 20:26
Tvö Íslandsmet féllu í dag Íslandsmótið í sundi stendur nú sem hæst í Sundhöllinni í Laugardal og eru tvö Íslandsmet þegar fallin. Örn Arnarson úr SH bætti metið í 50 metra flugsundi um 9/100 úr sekúndu þegar hann kom í mark á 24 sekúndum sléttum. Þá bætti Jakob Jóhann Sveinsson metið í 50 metra bringusundi um 1/10 úr sekúndu þegar hann synti á 28,37 sekúndum. Sport 18.11.2005 17:53
Glæsilegur Evrópusigur í gær, grannaslagur í kvöld Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. Sport 18.11.2005 12:56
Ásthildur Helgadóttir á leið í Kópavoginn Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur boðað til blaðamannafundar í íþróttahúsinu í Smáranum nú klukkan fjögur síðdegis þar sem tilkynnt verður að besta knattspyrnukona landsins, Ásthildur Helgadóttir, muni ganga í raðir félagsins. Ásthildur hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð undanfarið, en hefur hug á að ljúka ferlinum hér heima. Sport 17.11.2005 12:49
Landsliðshópurinn valinn í dag Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari hefur gert fjórar breytingar á leikmannahóp sínum sem keppir þrjá æfingaleiki við Norðmenn hérlendis dagana 25.-28 nóvember, en í dag tilkynnti hann 16 manna hóp sinn. Sport 17.11.2005 12:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent