
Sport
Tvö Íslandsmet féllu í dag

Íslandsmótið í sundi stendur nú sem hæst í Sundhöllinni í Laugardal og eru tvö Íslandsmet þegar fallin. Örn Arnarson úr SH bætti metið í 50 metra flugsundi um 9/100 úr sekúndu þegar hann kom í mark á 24 sekúndum sléttum. Þá bætti Jakob Jóhann Sveinsson metið í 50 metra bringusundi um 1/10 úr sekúndu þegar hann synti á 28,37 sekúndum.