Glæsilegur Evrópusigur í gær, grannaslagur í kvöld 18. nóvember 2005 13:00 Sigurður Ingimundarson segir sína menn ekki láta leikjaálagið á sig fá og hlakkar til að mæta Njarðvík í kvöld Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. "Það er svosem eðlilegt að fólk hafi verið búið að afskrifa okkur fyrir leikinn gegn Riga í gær, því við höfðum ekki náð okkur á strik í keppninni fram að því, en það sýndi sig í gærkvöldi að það má aldrei vanmeta Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson í léttu spjalli við Vísir.is nú áðan. "Við vorum búnir að vera að spila eins og búðingar fram að þessum leik í gær, en þá náðu menn loksins að taka sig saman í andlitinu og þá var þetta engin spurning," sagði Sigurður, en liðið mætir Madeira frá Portúgal heima og úti í 16-liða úrslitum keppninnar í desember. "Ég mundi áætla að þetta Madeira lið sé svona í svipuðum styrkleikaflokki og finnska liðið Lappenranta sem við mættum í riðlinum um daginn og því er ljóst að þeir verða fyrirfram áætlaðir sterkari en við," sagði Sigurður. Í kvöld mæta Keflvíkingar svo grönnum sínum í Njarðvík í undanúrslitum Powerade bikarsins, en þar má eiga von á hörkurimmu eins og venjulega. En er Sigurður ekki hræddur um að hans menn verði dálítið þreyttir í leiknum í kvöld? "Nei, nei, við værum ekki að fara í þessa keppni ef við héldum að við réðum ekki við það og ég veit að strákarnir geta ekki beðið eftir að mæta Njarðvík. Þetta er bara líf og fjör," sagði Sigurður, en ef Keflvíkingar vinna granna sína í kvöld, bíður þeirra þriðji leikurinn á þremur dögum í úrslitum keppninnar á morgun. Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins er viðureign Fjölnis og KR klukkan 18:30 í Laugardalshöllinni, en klukkan 20:30 mætast svo Keflavík og Njarðvík. Úrslitaleikurinn er svo í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 16:10. Fréttir Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. "Það er svosem eðlilegt að fólk hafi verið búið að afskrifa okkur fyrir leikinn gegn Riga í gær, því við höfðum ekki náð okkur á strik í keppninni fram að því, en það sýndi sig í gærkvöldi að það má aldrei vanmeta Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson í léttu spjalli við Vísir.is nú áðan. "Við vorum búnir að vera að spila eins og búðingar fram að þessum leik í gær, en þá náðu menn loksins að taka sig saman í andlitinu og þá var þetta engin spurning," sagði Sigurður, en liðið mætir Madeira frá Portúgal heima og úti í 16-liða úrslitum keppninnar í desember. "Ég mundi áætla að þetta Madeira lið sé svona í svipuðum styrkleikaflokki og finnska liðið Lappenranta sem við mættum í riðlinum um daginn og því er ljóst að þeir verða fyrirfram áætlaðir sterkari en við," sagði Sigurður. Í kvöld mæta Keflvíkingar svo grönnum sínum í Njarðvík í undanúrslitum Powerade bikarsins, en þar má eiga von á hörkurimmu eins og venjulega. En er Sigurður ekki hræddur um að hans menn verði dálítið þreyttir í leiknum í kvöld? "Nei, nei, við værum ekki að fara í þessa keppni ef við héldum að við réðum ekki við það og ég veit að strákarnir geta ekki beðið eftir að mæta Njarðvík. Þetta er bara líf og fjör," sagði Sigurður, en ef Keflvíkingar vinna granna sína í kvöld, bíður þeirra þriðji leikurinn á þremur dögum í úrslitum keppninnar á morgun. Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins er viðureign Fjölnis og KR klukkan 18:30 í Laugardalshöllinni, en klukkan 20:30 mætast svo Keflavík og Njarðvík. Úrslitaleikurinn er svo í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 16:10.
Fréttir Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti