Ástin og lífið

Fréttamynd

Kristrún búin að eiga

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn.

Lífið
Fréttamynd

Gefin saman af Siggu Kling í brjáluðu veðri

Eftir þrjár tilraunir í brjáluðu veðri og gulri viðvörun gaf spákonan og gleðigjafinn Sigga Kling saman sexfalda heimsmeistarann í lethwei, Dave Leduc frá Kanada og Irinu Terehova fyrirsætu- og raunveruleikastjörnu í Álftanesfjöru.

Lífið
Fréttamynd

Hin fyrstu kynni

Þrír karlmenn standa saman við biðskýli. Tveir þeirra eru í yngri kantinum, rétt yfir tvítugt. Einn þeirra er kominn á fimmtugsaldur. Allir hafa þeir símann við hönd. Framhjá labbar fögur ung kona í klæðilegum klæðnaði sem sýnir kannski fullmikið fyrir suma.

Skoðun
Fréttamynd

Kendall Jenner og Bad Bunny sögð stinga saman nefjum

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner og rapparinn Bad Bunny virðast vera að slá sér upp saman. Heimildir slúðurmiðla herma að þau hafi sést kyssast fyrr í vikunni hafi síðan þá sést saman á stefnumóti í Los Angeles. 

Lífið
Fréttamynd

Feðgamyndin frá New York sem endaði óvart í Góða hirðinum

„Hver hendir þrívíddar fjölskyldumyndinni sinni?“ spurði kona að nafni Aldís í færslu á Facebook á dögunum. Svarið við þeirri spurningu er Magnús Már Kristinsson. Hann ætlaði þó ekki að gefa myndina frá sér þar sem honum þykir afar vænt um hana.

Lífið
Fréttamynd

Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað

Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Sá ekki fyrir sér að eignast fjölskyldu

Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Hans undurfagra rödd hefur vakið athygli síðustu tíu ár hér á landi. Í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Auðunn Blöndal að kynnast manninum betur.

Lífið
Fréttamynd

Blæs á fréttaflutning um framhjáhald

Megan Fox, leikkonan víðfræga, sneri í dag aftur á Instagram í þeim eina tilgangi að gagnrýna fréttaflutning af meintum sambandsslitum hennar og tónlistarmannsins Machine Gun Kelly. Fjölmiðlar vestanhafs hafa um helgina sagt frá því að hún hafi komist að því að Kelly hafi haldið framhjá sér en hún segir það ekki rétt.

Lífið
Fréttamynd

„Öll ástin kom, þó að hjartað hans hafi ekki slegið“

„Mér fannst ég strax sjá einhverja kunnuglega svipi og maður var að lesa í allskonar, hvernig puttarnir og tásurnar hans voru, og litli nebbinn,“ segir Hildur Grímsdóttir en hún var komin 25 vikur á leið með sitt þriðja barn þegar í ljós kom að það var enginn hjartsláttur. Litli drengurinn fékk nafnið Hergeir Þór.

Lífið
Fréttamynd

Ó­væntar stað­reyndir um ást og vel­líðan

Valentínusardagurinn er runninn upp á ný, dagur sem er helgaður ástinni og sveipaður rósrauðum ljóma. Þrátt fyrir það sem kortafyrirtæki, súkkulaðiframleiðendur og blómasalar telja okkur trú um, snýst það að elska um meira en að gefa blóm, konfekt eða Valentínusarkort. Það að finna, deila og gefa ást getur haft djúpstæð áhrif á líkamlega heilsu okkar, efnafræði heilans og almenna vellíðan.

Skoðun
Fréttamynd

Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu

„Hrotur eru líklega meira vandamál en fólk gerir sér grein fyrir og miklu algengara en fólk heldur að pör sofi í sitthvoru lagi, ekki saman í herbergi. En það virðist vera viðkvæmt að ræða það og mikið tabú,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir í samtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

Bjóða fólki að senda ástarbréf frítt

Um helgina og fram á Valentínusardag, sem er næsta þriðjudag, verður sérstakur hjartapóstkassi staðsettur í Kringlunni þar sem fólk getur skrifað eldheita ástarkveðju og póstlagt frítt með Póstinum.

Lífið
Fréttamynd

Fann sjálfa sig eftir að hún kom út

Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum.

Lífið
Fréttamynd

Bill Gates sagður vera kominn með kærustu

Bill Gates, stofnandi tæknirisans Microsoft, er sagður vera kominn með kærustu. Gates greindi frá skilnaði sínum og Melindu Gates í maí árið 2021 en þau höfðu verið gift í 27 ár.

Lífið
Fréttamynd

Um helmingur skoðar samskipti maka á samfélagsmiðlum

Eru samfélagsmiðlar stuðningur eða ógn í ástarsamböndum? Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeim finnist þeir eiga rétt á því að skoða samskipti maka á samfélagsmiðlum en tæplega fimm þúsund manns svöruðu könnuninni.

Makamál