Lífið

Dag­ný Brynjars og Ómar eignuðust sinn annan son

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Dagný og Brynjar Atli sonur hennar á EM í Englandi árið 2022.
Dagný og Brynjar Atli sonur hennar á EM í Englandi árið 2022. Vísir/Vilhelm

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, og Ómar Páll Sigurbjartsson eiginmaður hennar eignuðust sitt annað barn á dögunum. 

Saman deildu hjónin mynd af drengjunum tveimur en fyrir eiga þau Brynjar Atla, sem fæddist sumarið 2018. Sá yngri fæddist 7. febrúar síðastliðinn. 

Auk þess að spila fyrir íslenska landsliðið er Dagný fyrirliði fótboltaliðsins West Ham United í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Hún hefur spilað með liðinu síðan í janúar 2021. Dagný var kosinn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. 

Áður lék hún með liðinu Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni, en á heimasíðu liðsins birtist stutt heimildamynd um Dagnýju undir yfirskriftinni „Ofur-mamman“ á sínum tíma. 


Tengdar fréttir

„Ef ég er ekki hamingju­söm þá er ég ekki að fara spila vel“

Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi.

Dag­nýjar­laust West Ham tapaði enn einum leiknum

Það gengur hvorki né rekur hjá West Ham United í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í kvöld tapaði liðið á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur sem þýðir að Hamrarnir hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.