Seiðandi glæsikvendi á lausu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 07:02 Listinn hefur sjaldan verið eins glæsilegur. Íslenskar konur hafa lengi vel þótt þær fegurstu í heimi. Þær eru þekktar fyrir unglegt útlit og sagðar bera af sér mikinn þokka. Við í Lífinu erum sammála þeirri kenningu og settum saman lista af einhleypum og glæsilegum íslenskum konum í samráði við vel valda álitsgjafa. Svala Björgvinsdóttir, tónlistarkona (46) „Svala er með glæsilegustu konum landsins, kynþokkafull, sjarmerandi og skemmtileg. Hver vill ekki eldast eins og hún?“ Svala BjörgvinsAðsend Leiðir Svölu og fyrrverandi kærastans, Alexanders Egholm Alexanderssonar, lágu í sundur í byrjun október í fyrra eftir rúmlega árs samband. Hins vegar ríkir kærleiksríkur vinskapur milli þeirra þrátt fyrir að ástarblossin hafi slokknað. Bríet Ísis Elfar, tónlistarkona (24) „Ljúfur töffari sem kemur á óvart. Blíða brosið, augnaráðið og kynþokkinn heltekur mann.“ Bríet er ein ástsælasta tónlistarkona landsins.Bríet Bríet er ein fjögurra dómara Idol sem er sýndur á föstudagskvöldum á Stöð 2. Úrslitin liggja brátt fyrir en aðeins fjórir keppendur standa nú eftir og keppast um að verða næsta Idol-stjarna Íslands. Sjá: Bríet táraðist Kristín Ólafsdóttir, fjölmiðlakona (30) „Kristín er fréttakona á Stöð 2 og einn umsjónarmanna Íslands í dag og menntuð í íslensku. Hún er landsmönnum að góðu kunn enda hefur hún verið á skjánum lengi. Hún er fastagestur í Sundlaug Vesturbæjar.“ Kristín er ein glæsilegast fjölmiðlakona landsins.Kristín Ólafsdóttir „Stína er, eins og alþjóð veit, forkunnarfögur og eldklár. Hún kann manna best að koma fyrir sig orði enda elegant íslenskukona sem veit sem er, að íslenskan á svör við öllu. Stína er sjúklega fyndin og alltaf að gilla hláturtaugarnar. Ekki viss um að þarna úti sé til betri kvenkostur og alls óvíst að hún staldri lengi við á markaðnum enda stórglæsileg, geislandi, seiðandi og gáfuð.“ Stína við störf á Stöð 2. Heiður Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School (32) „Síða dökka hárið, langri leggir og góðmennska er blanda sem seint klikkar.“ Heiður Ósk er einn af eigendum Reykjavík Makeup School.Heiður Ósk Heiður heldur úti Instagram-reikningnum HI-beauty þar sem hún ásamt Ingunni Sigurðardóttur leiðbeina fylgjendum um förðun og húðumhirðu. Nýverið slitnaði upp úr sambandi Heiðar og knattspyrnukappans Steven Lennon eftir níu ára samband. Saman eiga þau einn dreng. Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur (31) „Blíða, brosmilda gleðisprengjan Rakel er engri lík. Hún veitir fólkinu í kringum sig innblástur á hverjum degi með heilsusamlegum lífstíl, hreyfingu, jákvæðni og starfsframa.“ Rakel er gleðisprengja af Guðs náð.Hallur Karlsson Rakel starfar sem förðunarfræðingur og hefur töfrað fram hvert lúkkið á fætur öðru á skjám landsmanna. Hún er mikil hlaupakona en hún tók meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í september síðastliðnum þar sem hún hljóp 100 kílómetra, geri aðrir betur. View this post on Instagram A post shared by Rakel María Hjaltadóttir (@rakelmariah) Laufey Lín Jónsdóttir, tónlistarkona (25) „Hlátursmilda hæfileikabúntið Laufey Lín heillar alla upp úr skónum með rödd sinni og góðu nærveru.“ Laufey Lín klæddist hvítum kjól á Golden Globe verðlaunahátíðinni á dögunum.WireImage/Jon Kopaloff Laufey hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Um jólin gaf hún út tvö lög með stórstjörnunni Norah Jones sem Laufey lýsti sem ótrúlegri upplifun. „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn. Mamma spilaði hana alltaf í bílnum. Þetta er eins og að vinna með einhverju goði,“ sagði Laufey í samtali við vísi um samstarfið við Noruh Jones. Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey, tónlistarkona og kennari (37) „Beta er algjört fiðrildi, kaldhæðin og heillar mann upp úr skónum með sinni blíðu og sjarmerandi rödd.“ Beta Ey sló í gegn með bandinu Systur í Söngvakeppninni í fyrra.Vísir/Villi Beta tók þátt fyrir hönd Íslands í Eurovison árið 2022 ásamt systrum sínum í hljómsveitinni Systur með lagið, Með hækkandi sól. Kristín Ruth Jónsdóttir, útvarpskona FM957 (38) „Kristín er rosaleg! Skemmtileg, fyndin og hress týpa sem gerir allt fyrir vini sína og vandamenn. Þú vilt hafa Kristínu með þér í liði.“ Kristín Ruth er ein glæsilegasta útvarpskona landsins.Kristín Ruth Nýverið slitnaði upp úr sambandi hennar við pítsubakarann Vilhelm Einarsson, þekktur sem Villi Wilson. Kristín Ruth er ein þekktasta útvarpskona landsins en hún vekur hlustendur Brennslunnar á FM 957 á hverjum morgni með sinni mjúku rödd og dillandi hlátri. Brennslan samanstendur af þremenningunum Rikka G, Agli Ploder og Kristínu Ruth. Hödd Vilhjálmsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri KVIS og almannatengill (42) „Þorin, þokkadís og þrældugleg!“ Hödd Vilhjálmsdóttir starfar sem almannatengill. Hödd steig nýverið til hliðar sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur eftir að hún sá ekki fram á að þær myndu ná sama takti. Hödd hafði verið að vinna fyrir fyrirtæki Sigríðar Hrundar, Vinnupalla, en Sigríður Hrund leitaði svo til hennar fyrir nokkrum mánuðum með að taka að sér þetta starf. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og baráttukona (43) „Algjör nagli sem brennur fyrir jafnrétti og mannréttindum. Hún er mjög vel máli farin, bæði á íslensku og á ensku.“ Þórdís Elva er ötul baráttukona.Villi Fyrir áramót skildu leiðir hennar og eiginmanns hennar, Víðis Guðmundssonar leikara. Þórdís talaði opinberlega um að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum fyrir um tveimur árum. Í lok desember 2021 skrifaði Þórdís pistil á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að hjónaband hennar og Víðis væri fyrir bí í kjölfar álags og kulnunar, svo fátt eitt væri nefnt. Embla Gabríela Wigum, samfélagsmiðlastjarna (24) „Seiðandi, sæt og sjúklega skemmtileg. Hefur allt sem tengdamóður dreymir um.“ Samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum er með 2,6 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum TikTok.Instagram @emblawigum Embla er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins en hún er með um 2,6 milljón fylgjenda á á TikTok. Í október á síðasta árið slitnaði upp úr sambandi hennar og frumkvöðulsins Nökkva Fjalars Orrasonar eftir tveggja ára samband. Saman bjuggu þau í London sem var að eigin sögn draumaborg þeirra beggja. Embla hlaut tilnefningu sem framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022 fyrir afrek sín á sviði menningar. Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona, framleiðandi og einn af eigendum Skot Productions (48) „Hún er ekki aðeins gullfalleg og sjarmerandi heldur líka eldklár og drífandi og lætur sig umhverfismál varða. Hún hefur til dæmis verið óþreytandi við að berjast fyrir varðveislu íslenska laxastofnsins.“ Inga Lind hefur lengi vel verið talin ein glæsilegasta kona landsins.Helgi Ómars Í lok síðasta árs slitnaði upp úr sambandi hennar og eiginmanns hennar, Árna Haukssonar fjárfestis. Inga Lind er einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins Skot productions og hefur farið mikinn í framleiðslu undanfarin ár. Þar áður var starfaði hún í fjölmiðlum en það var einmitt á fjölmiðlavaktinni sem leiðir þeirra Árna lágu fyrst saman. Berglind Festival Pétursdóttir, fjölmiðlakona (35) „Berglind er þrælskemmtileg, hæfileikarík og kaldhæðin. Síðan skemmir ekki fyrir hvað hún er með dásamlegan húmor.“ Berglind Festival einbeitir sér að því að hafa gaman í lífinu.Aðsend Berglind hefur slegið í gegn undanfarin ár með innslögum sínum í Vikunni á föstudagskvöldum á RÚV. Innslögin eru af ólíkum toga en óhætt að segja að Berglind nálgist umfjöllunarefni sitt með húmorinn að leiðarljósi. Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og laxabóndi (35) „Ólöf er án alls vafa ein fyndnasta kona landsins, ef ekki sú allra fyndnasta. Hún er einnig með eitt mikilfenglegasta tengslanet sem sögur fara af; fáir eru með jafnöflugan putta á púlsinum hverju sinni og hún. Að auki er hún með geislandi bros og óaðfinnanlegt tískuvit. Allur pakkinn!“ Ólöf var gestur þáttarins Spursmál á mbl.is á dögunum.Skjáskot/Spursmál Ástin og lífið Tengdar fréttir Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir, tónlistarkona (46) „Svala er með glæsilegustu konum landsins, kynþokkafull, sjarmerandi og skemmtileg. Hver vill ekki eldast eins og hún?“ Svala BjörgvinsAðsend Leiðir Svölu og fyrrverandi kærastans, Alexanders Egholm Alexanderssonar, lágu í sundur í byrjun október í fyrra eftir rúmlega árs samband. Hins vegar ríkir kærleiksríkur vinskapur milli þeirra þrátt fyrir að ástarblossin hafi slokknað. Bríet Ísis Elfar, tónlistarkona (24) „Ljúfur töffari sem kemur á óvart. Blíða brosið, augnaráðið og kynþokkinn heltekur mann.“ Bríet er ein ástsælasta tónlistarkona landsins.Bríet Bríet er ein fjögurra dómara Idol sem er sýndur á föstudagskvöldum á Stöð 2. Úrslitin liggja brátt fyrir en aðeins fjórir keppendur standa nú eftir og keppast um að verða næsta Idol-stjarna Íslands. Sjá: Bríet táraðist Kristín Ólafsdóttir, fjölmiðlakona (30) „Kristín er fréttakona á Stöð 2 og einn umsjónarmanna Íslands í dag og menntuð í íslensku. Hún er landsmönnum að góðu kunn enda hefur hún verið á skjánum lengi. Hún er fastagestur í Sundlaug Vesturbæjar.“ Kristín er ein glæsilegast fjölmiðlakona landsins.Kristín Ólafsdóttir „Stína er, eins og alþjóð veit, forkunnarfögur og eldklár. Hún kann manna best að koma fyrir sig orði enda elegant íslenskukona sem veit sem er, að íslenskan á svör við öllu. Stína er sjúklega fyndin og alltaf að gilla hláturtaugarnar. Ekki viss um að þarna úti sé til betri kvenkostur og alls óvíst að hún staldri lengi við á markaðnum enda stórglæsileg, geislandi, seiðandi og gáfuð.“ Stína við störf á Stöð 2. Heiður Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School (32) „Síða dökka hárið, langri leggir og góðmennska er blanda sem seint klikkar.“ Heiður Ósk er einn af eigendum Reykjavík Makeup School.Heiður Ósk Heiður heldur úti Instagram-reikningnum HI-beauty þar sem hún ásamt Ingunni Sigurðardóttur leiðbeina fylgjendum um förðun og húðumhirðu. Nýverið slitnaði upp úr sambandi Heiðar og knattspyrnukappans Steven Lennon eftir níu ára samband. Saman eiga þau einn dreng. Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur (31) „Blíða, brosmilda gleðisprengjan Rakel er engri lík. Hún veitir fólkinu í kringum sig innblástur á hverjum degi með heilsusamlegum lífstíl, hreyfingu, jákvæðni og starfsframa.“ Rakel er gleðisprengja af Guðs náð.Hallur Karlsson Rakel starfar sem förðunarfræðingur og hefur töfrað fram hvert lúkkið á fætur öðru á skjám landsmanna. Hún er mikil hlaupakona en hún tók meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í september síðastliðnum þar sem hún hljóp 100 kílómetra, geri aðrir betur. View this post on Instagram A post shared by Rakel María Hjaltadóttir (@rakelmariah) Laufey Lín Jónsdóttir, tónlistarkona (25) „Hlátursmilda hæfileikabúntið Laufey Lín heillar alla upp úr skónum með rödd sinni og góðu nærveru.“ Laufey Lín klæddist hvítum kjól á Golden Globe verðlaunahátíðinni á dögunum.WireImage/Jon Kopaloff Laufey hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Um jólin gaf hún út tvö lög með stórstjörnunni Norah Jones sem Laufey lýsti sem ótrúlegri upplifun. „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn. Mamma spilaði hana alltaf í bílnum. Þetta er eins og að vinna með einhverju goði,“ sagði Laufey í samtali við vísi um samstarfið við Noruh Jones. Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey, tónlistarkona og kennari (37) „Beta er algjört fiðrildi, kaldhæðin og heillar mann upp úr skónum með sinni blíðu og sjarmerandi rödd.“ Beta Ey sló í gegn með bandinu Systur í Söngvakeppninni í fyrra.Vísir/Villi Beta tók þátt fyrir hönd Íslands í Eurovison árið 2022 ásamt systrum sínum í hljómsveitinni Systur með lagið, Með hækkandi sól. Kristín Ruth Jónsdóttir, útvarpskona FM957 (38) „Kristín er rosaleg! Skemmtileg, fyndin og hress týpa sem gerir allt fyrir vini sína og vandamenn. Þú vilt hafa Kristínu með þér í liði.“ Kristín Ruth er ein glæsilegasta útvarpskona landsins.Kristín Ruth Nýverið slitnaði upp úr sambandi hennar við pítsubakarann Vilhelm Einarsson, þekktur sem Villi Wilson. Kristín Ruth er ein þekktasta útvarpskona landsins en hún vekur hlustendur Brennslunnar á FM 957 á hverjum morgni með sinni mjúku rödd og dillandi hlátri. Brennslan samanstendur af þremenningunum Rikka G, Agli Ploder og Kristínu Ruth. Hödd Vilhjálmsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri KVIS og almannatengill (42) „Þorin, þokkadís og þrældugleg!“ Hödd Vilhjálmsdóttir starfar sem almannatengill. Hödd steig nýverið til hliðar sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur eftir að hún sá ekki fram á að þær myndu ná sama takti. Hödd hafði verið að vinna fyrir fyrirtæki Sigríðar Hrundar, Vinnupalla, en Sigríður Hrund leitaði svo til hennar fyrir nokkrum mánuðum með að taka að sér þetta starf. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og baráttukona (43) „Algjör nagli sem brennur fyrir jafnrétti og mannréttindum. Hún er mjög vel máli farin, bæði á íslensku og á ensku.“ Þórdís Elva er ötul baráttukona.Villi Fyrir áramót skildu leiðir hennar og eiginmanns hennar, Víðis Guðmundssonar leikara. Þórdís talaði opinberlega um að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum fyrir um tveimur árum. Í lok desember 2021 skrifaði Þórdís pistil á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að hjónaband hennar og Víðis væri fyrir bí í kjölfar álags og kulnunar, svo fátt eitt væri nefnt. Embla Gabríela Wigum, samfélagsmiðlastjarna (24) „Seiðandi, sæt og sjúklega skemmtileg. Hefur allt sem tengdamóður dreymir um.“ Samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum er með 2,6 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum TikTok.Instagram @emblawigum Embla er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins en hún er með um 2,6 milljón fylgjenda á á TikTok. Í október á síðasta árið slitnaði upp úr sambandi hennar og frumkvöðulsins Nökkva Fjalars Orrasonar eftir tveggja ára samband. Saman bjuggu þau í London sem var að eigin sögn draumaborg þeirra beggja. Embla hlaut tilnefningu sem framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022 fyrir afrek sín á sviði menningar. Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona, framleiðandi og einn af eigendum Skot Productions (48) „Hún er ekki aðeins gullfalleg og sjarmerandi heldur líka eldklár og drífandi og lætur sig umhverfismál varða. Hún hefur til dæmis verið óþreytandi við að berjast fyrir varðveislu íslenska laxastofnsins.“ Inga Lind hefur lengi vel verið talin ein glæsilegasta kona landsins.Helgi Ómars Í lok síðasta árs slitnaði upp úr sambandi hennar og eiginmanns hennar, Árna Haukssonar fjárfestis. Inga Lind er einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins Skot productions og hefur farið mikinn í framleiðslu undanfarin ár. Þar áður var starfaði hún í fjölmiðlum en það var einmitt á fjölmiðlavaktinni sem leiðir þeirra Árna lágu fyrst saman. Berglind Festival Pétursdóttir, fjölmiðlakona (35) „Berglind er þrælskemmtileg, hæfileikarík og kaldhæðin. Síðan skemmir ekki fyrir hvað hún er með dásamlegan húmor.“ Berglind Festival einbeitir sér að því að hafa gaman í lífinu.Aðsend Berglind hefur slegið í gegn undanfarin ár með innslögum sínum í Vikunni á föstudagskvöldum á RÚV. Innslögin eru af ólíkum toga en óhætt að segja að Berglind nálgist umfjöllunarefni sitt með húmorinn að leiðarljósi. Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og laxabóndi (35) „Ólöf er án alls vafa ein fyndnasta kona landsins, ef ekki sú allra fyndnasta. Hún er einnig með eitt mikilfenglegasta tengslanet sem sögur fara af; fáir eru með jafnöflugan putta á púlsinum hverju sinni og hún. Að auki er hún með geislandi bros og óaðfinnanlegt tískuvit. Allur pakkinn!“ Ólöf var gestur þáttarins Spursmál á mbl.is á dögunum.Skjáskot/Spursmál
Ástin og lífið Tengdar fréttir Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01