Vinstri græn

Fréttamynd

„Kveður við nýjan tón í sam­starfinu sem er efnis­lega lokið“

Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Mið­flokksins

„Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnar­slit

Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Á­varp frá­farandi for­manns Vinstri grænna

Landsfundur Vinstri grænna hefst seinnipartinn í dag og stendur yfir alla helgina. Formleg fundarsetning verður samkvæmt dagskrá klukkan 16:20 og klukkan 17:00 heldur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi formaður VG, ræðu. Sýnt verður frá ræðunni í beinni hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Þess vegna býð ég mig fram

Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel.

Skoðun
Fréttamynd

Kveðja frá Heims­sýn til lands­fundar VG 2024

Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég vil auð­vitað klára kjör­tíma­bilið“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi.

Innlent
Fréttamynd

Bankar gegn þjóð

Mörgum var brugðið þegar Arion banki tilkynnti að eigendur bankans hefðu ákveðið að hækka ávöxtunarkröfu sína og því yrði bankinn að hækka vexti íbúðalána, þrátt fyrir óbreytta stýrivexti. Með öðrum orðum, sækja meira fé í vasa viðskiptavina sinna. Sama gerði Íslandsbanki og nú Landsbankinn sem er í eigu þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Takk, Gísli Marteinn

Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini.

Skoðun
Fréttamynd

Brott­hvarf Katrínar hafði mikil á­hrif

Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Hólm­fríður ætlar í ritara VG

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, ætlar að bjóða sig fram til ritaraembættis hreyfingarinnar. Frá þessu greindi hún á Facebook á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Við getum ekki beðið í 131 ár

Árið er 2024 og ekkert land í heiminum hefur náð kynjajafnrétti. Eitt af hverjum þremur löndum hefur ekki tekið framförum á því sviði síðan 2015 og staða kvenna hefur versnað í 18 löndum. Á þessu skriði mun taka 131 ár til viðbótar að ná kynjajafnrétti á heimsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt upp­haf hjá Vinstri grænum

Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar.  

Innlent
Fréttamynd

Hissa ef til­­laga um stjórnar­slit hefði ekki komið fram

Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og frambjóðandi til formanns Vinstri grænna, segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki verið lögð fram í aðdraganda landsfundar flokksins. Erfitt yrði fyrir forystu flokksins að hundsa slíka yfirlýsingu, ef hún hlyti brautargengi á fundinum. 

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís Svavars­dóttir mætir í Sam­talið

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Úti­loka ekki kosningar í vor

Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust.

Innlent
Fréttamynd

Virkjum lýð­ræðið

Við virðumst öll deila áhyggjum af vaxandi vanlíðan og ofbeldi í samfélaginu en um ástæðurnar eru skiptar skoðanir.

Skoðun
Fréttamynd

Bjark­ey ekki undir feldi

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

Innlent
Fréttamynd

Jó­dís fer fram gegn Guð­mundi Inga í vara­for­mann VG

Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var.

Innlent
Fréttamynd

Býður sig ekki fram til for­manns og styður Svan­dísi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 

Innlent
Fréttamynd

Orkunýlendan Ís­land?

Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“

Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér.

Innlent
Fréttamynd

Við­skipta­þvinganir gegn Ísrael

Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld.

Skoðun