Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 07:31 Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. Væntanlega er það hugsað í því skyni að allir þingmenn sitji við sama borð þegar kemur að því að kynna sér yfirlit þingmála og umræðan geti hafist þegar við upphaf þings. Nú skyldi maður ætla að margs konar nýlundu væri að finna á þingmálaskránni góðu í samræmi við umstangið og sviðsetninguna en sú er alls ekki raunin. Flest málin hér eru ýmist EES-mál eða endurflutt mál frá síðustu þingmálaskrá sem birtist í september síðastliðnum. Ánægjulegt að sjá mál sem á rætur að rekja í vinnu sem fór fram á síðasta kjörtímabili í matvælaráðuneytinu undir merkjum Auðlindarinnar okkar. Málið er hluti af þeirri heildarendurskoðun sem þar fór fram og varðar gagnsæi í sjávarútvegi. Vonandi líta fleiri frumvörp úr þeirri vinnu dagsins ljós enda sjálfsagt að ný ríkisstjórn geti byggt á grunni góðrar vinnu fyrri ráðherra. Við allar kynningar á þessum málum hefur farist fyrir að geta þess að ný ríkisstjórn er ekki að finna upp hjólið. Til að mynda eru áform um sölu á Íslandsbanka nákvæmlega eins og áformað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Vert að nefnamál sem felur í sér skýra pólitíska stefnumörkun sem er mál umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og snýr sérstaklega að því að bregðast við dómi vegna Hvammsvirkjunar. Sérlög um einn virkjanakost hljóta alltaf að teljast varhugaverð og vega að almennum römmum um ferlið. Sjónarmið náttúruverndar verða að líkindum fyrir borð borin í þinglegri meðferð enda slíkar raddir vart að finna í þinginu. Einnig er vert að halda því til haga að dómstólar hafa ekki lokið sinni umfjöllun um málið. Þetta er málið sem ríkisstjórnin telur liggja mest á og verður að líkindum rætt í þinginu á fyrstu dögum þess. Náttúruverndarsinnar landsins verða því að halda vöku sinni til þess að veita stjórnvöldum aðhald. Rétt er líka að nefna nokkur mál sem voru á þingmálaskrá fyrri stjórnar en ekki er að finna á þeirri nýju. Athygli vekur að frumvarp um rýni á beinum erlendum fjárfestingum í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi er ekki að finna á þingmálaskránni. Það frumvarp á rætur að rekja í vinnu um langt skeið í því skyni að tryggja heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir á Íslandi og í samræmi við löggjöf annars staðar á Norðurlöndum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Umræða um mikilvægi þess að stjórnvöld geti haft yfirsýn yfir hverskonar aðilar standa að kaupum á mikilvægum innviðum hefur orðið hávær í löndunum í kringum okkur, ekki síst í kjölfar stríðs í Evrópu og afleiðinga þeirra. Frumvarp til heildarlaga um almenningssamgöngur er heldur ekki að finna lengur á þingmálaskrá. Slíkt frumvarp er mikilvæg forsenda þess að gera umbætur á almenningssamgöngum, en áhugi ráðherra virðist liggja annars staðar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur boðað samgönguáætlun með haustinu og ástæða er til að fylgjast grannt með hvernig þeirri vinnu vindur fram þegar samgönguáætlun fer í samráðsgátt stjórnvalda eins og lög mæla fyrir um, það ætti að verða í síðasta lagi seint í vetur eða með vorinu. Stefnu ríkisstjórnarinnar verður þó helst að finna í fjármálaáætlun á vordögum sem og í málflutningi einstakra ráðherra á fyrstu vikum og mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar ber hæst sá grundvallartónn sem liggur í öllum málflutningi forsætisráðherrans og lýtur að því að nú skuli „hagræða“ fyrir öllum viðbótarútgjöldum. Miðað við umfang kosningaloforða má ætla að fyrir liggi að fara í niðurskurð sem mun koma niður á almenningi í landinu í gegnum skerta þjónustu og aukið álag á opinbera starfsmenn. Fyrri yfirlýsingar í kosningabaráttunni um tekjuaukningu eru fyrir bí og í raun má segja að þessi ríkisstjórn sé hægrisinnaðri í sínum málflutningi varðandi ríkisfjármál en sú sem síðast var við völd. Lýst er eftir niðurskurðartillögum hvarvetna og forgangsröðun tillagnanna síðan útvistað til handvalinna einstaklinga og enginn þingmaður kemur þar nærri. Slík nálgun er með ólíkindum. Í þeirri stöðu í þinginu að ekkert aðhald sé að finna frá vinstri og ekkert náttúruverndarviðnám verður rödd VG enn brýnni þótt hana verði helst að finna utan þinghússins. Um sinn. Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinstri græn Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn kappkostar að ná frumkvæði í umræðunni og nú síðast með því að halda blaðamannafund um þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar líkt og um tímamót væri að ræða. Reyndar er það svo samkvæmt þingskapalögum að þingmálaskrá skal dreift um leið og stefnuræðu forsætisráðherra við þingsetningu. Væntanlega er það hugsað í því skyni að allir þingmenn sitji við sama borð þegar kemur að því að kynna sér yfirlit þingmála og umræðan geti hafist þegar við upphaf þings. Nú skyldi maður ætla að margs konar nýlundu væri að finna á þingmálaskránni góðu í samræmi við umstangið og sviðsetninguna en sú er alls ekki raunin. Flest málin hér eru ýmist EES-mál eða endurflutt mál frá síðustu þingmálaskrá sem birtist í september síðastliðnum. Ánægjulegt að sjá mál sem á rætur að rekja í vinnu sem fór fram á síðasta kjörtímabili í matvælaráðuneytinu undir merkjum Auðlindarinnar okkar. Málið er hluti af þeirri heildarendurskoðun sem þar fór fram og varðar gagnsæi í sjávarútvegi. Vonandi líta fleiri frumvörp úr þeirri vinnu dagsins ljós enda sjálfsagt að ný ríkisstjórn geti byggt á grunni góðrar vinnu fyrri ráðherra. Við allar kynningar á þessum málum hefur farist fyrir að geta þess að ný ríkisstjórn er ekki að finna upp hjólið. Til að mynda eru áform um sölu á Íslandsbanka nákvæmlega eins og áformað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Vert að nefnamál sem felur í sér skýra pólitíska stefnumörkun sem er mál umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og snýr sérstaklega að því að bregðast við dómi vegna Hvammsvirkjunar. Sérlög um einn virkjanakost hljóta alltaf að teljast varhugaverð og vega að almennum römmum um ferlið. Sjónarmið náttúruverndar verða að líkindum fyrir borð borin í þinglegri meðferð enda slíkar raddir vart að finna í þinginu. Einnig er vert að halda því til haga að dómstólar hafa ekki lokið sinni umfjöllun um málið. Þetta er málið sem ríkisstjórnin telur liggja mest á og verður að líkindum rætt í þinginu á fyrstu dögum þess. Náttúruverndarsinnar landsins verða því að halda vöku sinni til þess að veita stjórnvöldum aðhald. Rétt er líka að nefna nokkur mál sem voru á þingmálaskrá fyrri stjórnar en ekki er að finna á þeirri nýju. Athygli vekur að frumvarp um rýni á beinum erlendum fjárfestingum í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi er ekki að finna á þingmálaskránni. Það frumvarp á rætur að rekja í vinnu um langt skeið í því skyni að tryggja heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir á Íslandi og í samræmi við löggjöf annars staðar á Norðurlöndum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Umræða um mikilvægi þess að stjórnvöld geti haft yfirsýn yfir hverskonar aðilar standa að kaupum á mikilvægum innviðum hefur orðið hávær í löndunum í kringum okkur, ekki síst í kjölfar stríðs í Evrópu og afleiðinga þeirra. Frumvarp til heildarlaga um almenningssamgöngur er heldur ekki að finna lengur á þingmálaskrá. Slíkt frumvarp er mikilvæg forsenda þess að gera umbætur á almenningssamgöngum, en áhugi ráðherra virðist liggja annars staðar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur boðað samgönguáætlun með haustinu og ástæða er til að fylgjast grannt með hvernig þeirri vinnu vindur fram þegar samgönguáætlun fer í samráðsgátt stjórnvalda eins og lög mæla fyrir um, það ætti að verða í síðasta lagi seint í vetur eða með vorinu. Stefnu ríkisstjórnarinnar verður þó helst að finna í fjármálaáætlun á vordögum sem og í málflutningi einstakra ráðherra á fyrstu vikum og mánuðum nýrrar ríkisstjórnar. Þar ber hæst sá grundvallartónn sem liggur í öllum málflutningi forsætisráðherrans og lýtur að því að nú skuli „hagræða“ fyrir öllum viðbótarútgjöldum. Miðað við umfang kosningaloforða má ætla að fyrir liggi að fara í niðurskurð sem mun koma niður á almenningi í landinu í gegnum skerta þjónustu og aukið álag á opinbera starfsmenn. Fyrri yfirlýsingar í kosningabaráttunni um tekjuaukningu eru fyrir bí og í raun má segja að þessi ríkisstjórn sé hægrisinnaðri í sínum málflutningi varðandi ríkisfjármál en sú sem síðast var við völd. Lýst er eftir niðurskurðartillögum hvarvetna og forgangsröðun tillagnanna síðan útvistað til handvalinna einstaklinga og enginn þingmaður kemur þar nærri. Slík nálgun er með ólíkindum. Í þeirri stöðu í þinginu að ekkert aðhald sé að finna frá vinstri og ekkert náttúruverndarviðnám verður rödd VG enn brýnni þótt hana verði helst að finna utan þinghússins. Um sinn. Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun