Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Römpum upp umræðuna

Í nýlegri kjördæmaviku hittu þingmenn sveitarstjórnarfólk og fólk víða að úr samfélaginu. Ég hef ávallt haft það sem vinnureglu, hvort sem það var á tíma mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi í Hafnarfirði eða nú sem þingmaður fyrir Suðvesturkjördæmi, að heimsækja fólk og fyrirtæki á þeirra heimavelli.

Skoðun
Fréttamynd

Þýðing nagla­dekkja­gjalds?

Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum.

Skoðun
Fréttamynd

Ensku­mælandi ráð

Fjöldi erlendra íbúa á Íslandi hefur farið vaxandi undanfarin ár og sömuleiðis fjöldi ferðamanna sem sækir Ísland heim. Í mörgum sveitarfélögum eru erlendir íbúar nú orðnir á bilinu 25-50% og ekkert bendir til þess að þessar tölur muni lækka i náinni framtíð, slík er þörfin fyrir erlent vinnuafl.

Skoðun
Fréttamynd

Ríki og sveitar­fé­lög gangi í takt!

Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir.

Skoðun
Fréttamynd

Fjörutíu börn komast ekki í skóla

Ríflega fjörutíu börn flóttafólks komast ekki í grunnskóla vegna þess að ríki og nokkur sveitarfélög hafa enn ekki samið. Forstjóri Vinnumálastofnunar sem vistar um þúsund manns í skammtímavistun segir brýnt að leysa málið.

Innlent
Fréttamynd

Glíman við ríkið og reksturinn

Nú er hinni árlegu fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nýlokið. Þar komu saman um fjögurhundruð fulltrúar sveitarfélagana. Mikill þungi var í umræðunni um vanfjármögnun verkefna og áskoranir í rekstri sveitarfélaga eins og oft áður.

Skoðun
Fréttamynd

Um­deild reglu­gerð ráð­herra um fjölda barna á leik­skólum sett á bið

Reglugerðarbreyting mennta- og barnamálaráðherra um ákvörðunarvaldið hvað varðar fjölda barna á leikskólum hefur verið sett á bið eftir mikla gagnrýni. Ráðherra segist vilja ræða málin á breiðari grunni, leiða saman ólíka hópa, og gera stærri breytingar en voru undir í reglugerðinni. Samtal þess efnis muni eiga sér stað á næstu vikum og mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins

Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á nýjan golf­völl í Múla­þingi

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur óskað eftir því að byggður verði nýr golfvöllur á Eiðum. Félagið notast við völl við Ekkjufell sem að sögn stjórnarmanns klúbbsins veldur óánægju meðal golfiðkenda á svæðinu. 

Golf
Fréttamynd

Þórður fær lóðir því hann dró ás

Ellefu manns og fyrirtæki sóttu um lóðirnar Mávahlíð 9 til 11 í Grindavík. Umsóknirnar voru teknar fyrir á fundi afgreiðslunefndar byggingarmála í bænum. Til að ákveða hver fengi lóðina var notast við spiladrátt.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta tíðkast víðar en við höldum“

Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­skrá sund­laugarinnar í Gríms­nesi standist ekki á­kvæði stjórnar­skrár

Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Karla­grobb Hjör­leifs einungis brandari

Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara.

Innlent
Fréttamynd

Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn

Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Upp­lýsingum af lokuðum fundi lekið í opinn hóp á Facebook

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs Kópavogs um heimildir nefndarmanna til þess að fara með upplýsingar sem fram koma á lokuðum fundum nefnda og ráða. Hún segir orð hennar hafa orðið að umfjöllunarefni á Facebook og að þau hafi verið algjörlega slitin úr samhengi. 

Innlent